Innlent

Fréttamynd

Annríki hjá lögreglu á Suðurnesjum í nótt

Annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og óspekta. Kona meiddist illa í andliti eftir alvarlega líkamsárás í heimahúsi í Garðinum og var hún flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Hitafundur hjá Framsókn á Selfossi

Skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, Helga Sigrún Harðardóttir, verður í þriðja sæti lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það var samþykkt á fjölmennum hitafundi á Hótel Selfossi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir Baugsmálið hneyksli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir Baugsmálið réttarfarslegt hneyksli og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi att ákæruvaldinu á Baug. Hún segir ástæðuna fyrir lélegu fylgi Samfylkingarinnar í könnunum vera að flokkurinn sé of pólitískur.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarmenn í Árborg samþykkja framboðslista

Á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið var í dag á Hótel Selfoss var samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna nú í vor. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipar fyrsta sætið, Bjarni Harðarson er í öðru sæti og Helga S. Harðardóttir í því þriðja.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Þór kosinn varaformaður Frjálslyndra

Magnús Þór Hafsteinsson sigraði í varaformannskjöri Frjálslynda flokksins í dag. Mjótt varð á munum í kosningunni en Margrét Sverrisdóttir sóttist einnig eftir embættinu. Atkvæðin féllu þannig að Magnús fékk 369 atkvæði, eða 54% þeirra, en Margrét fékk 314, eða 46%. Alls kusu 686 manns. Þrír seðlar voru ógildir.

Innlent
Fréttamynd

Ísland og Slóvenía eigast við

Ísland og Slóvenía eigast nú við á heimsmeistaramótinu í handbolta. Staðan er 7 - 4 fyrir Íslandi eftir tíu mínútna leik. Lið Íslendinga er óbreytt frá leiknum á móti Slóvenum og því sitja Hreiðar Levý Guðmundsson og Einar Jónsson sem fastast á meðal áhorfenda.

Innlent
Fréttamynd

Öngþveiti á landsfundi Frjálslyndra

Töluvert öngþveiti ríkir á landsfundi Frjálslynda flokksins sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum en um eitt þúsund manns eru á fundinum. Guðjón Arnar Kristjánsson var sjálfkjörinn í embætti formanns þar sem hann var einn í framboði. Enn er verið að kjósa í varaformannsembætti og til ritara.

Innlent
Fréttamynd

Lítið af hafís fyrir utan Galtarvita

„Það er nærri allt autt hérna fyrir utan og ísspangirnar, þrjár eða fjórar, virðast að mestu komnar inn í djúp.“ sagði Jón Pétursson, skipstjóri á Þorláki ÍS í viðtali við fréttastofu Vísis í dag. Jón sagði ísspangirnar ekki hafa haft áhrif á ferðir þeirra. Þorlákur ÍS var staddur norður af Galtarvita.

Innlent
Fréttamynd

Actavis undirbýr næsta yfirtökuslag

Merck hefur lýst því yfir að samheitalyfjahluti þess sé til sölu. Söluverð hefur ekki verið gefið upp en í erlendum fjölmiðlum hefur upphæðin fjórir til fimm milljarðar evra verið nefnd. Það samsvarar 360 til 450 milljörðum króna. Til samanburðar greiddi bandaríski lyfjarisinn Barr um 2,5 milljarða dala fyrir króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva, sem Actavis missti af í yfirtökubaráttu í fyrrahaust. Það nemur um 175 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tannheilsu Íslendinga hrakar

Tannheilsu Íslendinga hrakar mjög. Tuttugu og tvö þúsund börn fara á mis við tannlæknaþjónustu, segir tannlæknir sem gefur heilbrigðiskerfinu falleinkunn.

Innlent
Fréttamynd

Fornleifafræðingar hafna stefnu ríkisins

Bæði fagfélög fornleifafræðinga hafna alfarið stefnumörkun stjórnvalda í fornleifavernd eins og hún birtist í stefnudrögum. Félögin segja að í stefnunni birtist það sjónarmið að fornleifauppgreftir séu eyðilegging og því eigi að fækka þeim til muna.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmálið kostað sakborninga yfir milljarð

Hreinn kostnaður sakborninga í Baugsmálinu er kominn á annan milljarð króna, að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann segir engar horfur á sameiningu Skjás eins og 365 en viðræður um það hefðu þó áttu sér stað milli fyrirtækjanna.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um varaformann í dag

Kosið verður um varaformann Frjálslynda flokksins í dag á landsþingi flokksins. Tveir bjóða sig fram í embætti varaformanns, þau Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson.

Innlent
Fréttamynd

Flutningavél Icelandair í erfiðleikum

Flutningaflugvél Icelandair varð að lenda á Egilsstaðaflugvelli í morgun vegna gruns um eld í flutningarými vélarinnar. Viðvörunarljós gáfu það til kynna en eftir að vélin lenti kom í ljós að enginn eldur var í henni. Mikill viðbúnaður var á flugvellinum vegna atviksins.

Innlent
Fréttamynd

Hafís nálgast Bolungarvík

Hafís er nú farinn að nálgast Bolungarvík. Ísaröndin er næstum komin þvert yfir Ísafjarðardjúp. Hún liggur samsíða Stigahlíð og nánast að Grænuhlíð. Hafísinn virðist vera rúmar tvær sjómílur fyrir utan Bolungarvík.

Innlent
Fréttamynd

Laufey með tónleika í dag

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari stendur fyrir tónleikum með tilstyrk Reykjavíkurborgar á Kjarvalsstöðum klukkan sextán í dag, á opinberum fæðingardegi Mozarts. Laufey hefur um árabil staðið fyrir tónleikum á þessum degi. Ranglega var sagt í Fréttablaðinu í dag að tónleikarnir væru á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Opið í Hlíðarfjalli í dag

Skíðasvæðið við Hlíðarfjall opnar núna klukkan tíu og verður opið til klukkan fimm í dag. Þar er harðpakkaður snjór í brautunum og flestar lyftur í gangi, sem og göngubraut. Tveggja stiga hiti var á svæðinu í morgun og átta til tólf metrar á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Ákeyrsla á Ísafirði í nótt

Bílhurð var opnuð á gangandi vegafaranda á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði í nótt. Ökumaður bílsins opnaði hurðina þegar hann ók framhjá sextán ára pilti sem var þar á göngu. Pilturinn gat gefið lýsingu á bílnum og þegar lögregla hafði upp á ökumanninum kom í ljós að það sá á bílnum. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en lögregla rannsakar málið.

Innlent
Fréttamynd

Esso við Hringbraut opnar í dag

Bensínlítrinn verður seldur á 99 krónur milli tíu og fjögur í dag á nýrri bensínstöð ESSÓ við Hringbraut sem opnaði núna klukkan tíu. Stöðin verður opin allan sólarhringinn, árið um kring. Þar verður nóg að bíta og brenna veitingastaðirnir Subway og Serrano eru með veitingasölu auk Kaffitárs.

Innlent
Fréttamynd

Tólf teknir fyrir of hraðan akstur

Tólf ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt en þar er hámarkshraði níutíu kílómetrar á klukkustund. Sá sem ók hraðast af þeim var á 134 kílómetra hraða. Í gærdag var annar tekinn á 199 kílómetrahraða á brautinni og var sá sviptur ökuréttindum á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í fiskimjölsverksmiðju

Eldur kviknaði í fiskimjölsverksmiðju Faxamjöls rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn var eldur í mjölþurrkunarvél og mikill reykur var í húsinu. Vel gekk að slökkva eldinn og var slökkvistarfi og reykræstun lokið rétt eftir klukkan þrjú í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Kona handleggsbrotin í miðbænum

Ung kona var handleggsbrotin í líkamsárásárás á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis í Reykjavík klukkan hálf sjö í morgun. Að öðru leyti var frekar rólegt í miðbænum að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Tveir voru teknir með lítið magn fíkniefna og fimm voru teknir fyrir ölvun við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Kvenréttindafélag Íslands 100 ára

Kvenréttindafélag Íslands fangar eitt hundrað ára afmæli sínu með hátíðarhöldum í ráðhúsi Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Félagið er elsta starfandi félag sem barist hefur fyrir jafnrétti kynjanna en Bríet Bjarnhéðinsdóttir er ein af frumkvöðlum félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Væntingar um matarverðslækkun of miklar

Fjármálaráðherra hótar hertum samkeppnisreglum ef matarverð lækkar ekki um allt að sextán prósent eftir fyrsta mars. Hagar hyggjast lækka álagningu í sumum vöruflokkum til að mæta hækkunum frá heildsölum. Framkvæmdastjóri Kaupáss segir stjórnvöld hafa byggt upp of miklar væntingar um lækkun á matarverði.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar sakfellingu í helmingi ákæruliða Baugsmáls hins síðara

Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Birta myndir af mönnum bera sig

Á netsíðu eru birtar myndir af íslenskum mönnum að bera sig fyrir framan vefmyndavél en áhorfendurna telja þeir vera þrettán og fjórtán ára stúlkur að sögn aðstandenda síðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Stóraukin umsvif í Afganistan

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar að gera Afganistan að þungamiðju friðargæslu- og þróunarverkefna Íslendinga í Asíu og í því skyni á að fjölga friðargæsluliðum þar um helming. Þetta tilkynnti hún á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tillaga um 40% arð í LÍ

Bankastjórn Landsbankans leggur til við aðalfund að yfir 28 þúsund hluthöfum bankans verði greiddur 40 prósenta arður fyrir síðasta ár. Þetta samsvarar alls 4,4 milljörðum króna.

Viðskipti innlent