Innlent Tvö risafyrirtæki hafa áhuga á Alcoa Breska dagblaðið the Times segir að risafyrirtækin BH Billiton og Rio Tinto séu hvort í sínu lagi að skoða yfirtöku á Alcoa, og talað um kaupverðið í kringum fjörutíu milljarða dollara. Áhugi fyrirtækjanna tveggja skapast af metverði sem nú fæst fyrir ál. Innlent 13.2.2007 15:38 Marel undir væntingum Marel skilaði 159 þúsunda evra hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 5,7 milljóna króna hagnaði á árinu samanborið við 5,7 milljóna evra, eða 507,8 milljóna króna, hagnað árið 2005. Fyrirtækið skilaði 500 þúsunda evra tapi á fjórða ársfjórðungi 2006. Það svarar til 44,4 milljóna króna taps sem er talsvert undir spám greinenda. Veltan tvöfaldaðist á á síðasta fjórðungi síðasta árs. Viðskipti innlent 13.2.2007 15:29 Stjórn RÚV ohf Innlent 13.2.2007 14:10 Tekinn fyrir of hraðan akstur í reynsluakstri Einn bílstjóri var tekinn fyrir of hraðan akstur við gatnamót Vesturlandsvegs og Suðurlandsvegs klukkan sex í kvöld. Hann var að reynsluaka nýjum Volvo C30 og svo virðist sem hann hafi gleymt sér aðeins. Lögregla mældi hann á 135 kílómetra hraða á klukkustund en hámarkshraði þar sem hann var tekinn var 80 kílómetra hraði. Ökumaðurinn má búast við hárri sekt og hugsanlegri tímabundinni sviptingu ökuleyfis. Innlent 12.2.2007 22:37 Af hverju er himinninn blár? Margir velta fyrir sér spurningun eins og þessari og svör við þeim er víða að finna. Nú fást þau líka á visir.is, sem hóf í dag samstarf við Vísindavef Háskóla Íslands um birtingu á völdum svörum við margvíslegum spurningum á sviði vísinda og fræða. Innlent 12.2.2007 21:13 Stúlkan sem lýst var eftir fundin Kolbrún Sara Runólfsdóttir, stúlkan sem lögregla lét lýsa eftir fyrr í kvöld, er komin fram heil á höldnu. Hún fannst eftir að eftirtektarsamur vegfarandi sem hafði fylgst með fjölmiðlum sá hana. Hún hafði ekki sést í tvo daga. Lögregla vill þakka öllum sem að komu fyrir skjót og góð viðbrögð. Innlent 12.2.2007 20:39 Rifist um ábyrgð á alþingi Eignir ríkisins að Efri brú í Grímsnesi verða líklega seldar, að sögn forsætisráðherra, en meðferðarstarf þar verður lagt af. Skipað verður sérstakt áfallateymi til að aðstoða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisins og geðdeild Landspítalans stendur þeim opin. Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar rifust á alþingi í dag um hver bæri mesta ábyrgð í Byrgismálinu. Innlent 12.2.2007 19:32 Fjöldi öryrkja kominn á atvinnumarkað Fjöldi öryrkja á Norðurlandi er kominn á atvinnumarkað eftir þátttöku í tilraunaverkefni. Fyrrum óvinnufær einstaklingur þakkaði þetta nýrri nálgun sem vakið hefur athygli fyrir utan landsteinana. Innlent 12.2.2007 19:37 Fórnarlömb forstöðumanns Byrgisins fá enga hjálp Aðstandendur stúlknanna úr Byrginu hrópa á hjálp. Móðir einnar þeirra segir tvær í bráðri sjálfsvígshættu en þrjár munu hafa lent í neyslu á nýjan leik. Í gær var einni stúlkunni neitað um áfallahjálp á Landspítalanum með þeim rökum að fórnarlömb forstöðumanns Byrgisins fengju hjálp annars staðar. Sú hjálp hefur þó enn ekki borist. Innlent 12.2.2007 19:28 Lögreglan lýsir eftir stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 16 ára gamalli stúlku, Kolbrúnu Söru Runólfsdóttur. Kolbrún er 168 sentímetrar að hæð, dökkhærð, stuttklippt og þéttvaxin. Kolbrún fór að heiman síðla dags, laugardaginn 10. febrúar og hefur ekkert til hennar spurst eftir þann tíma. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir Kolbrúnar Söru eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1100. Innlent 12.2.2007 19:10 Kosningalykt af samgönguáætlun Eitthundrað og fimm milljörðum verður varið til vegamála á næstu fjórum árum, þar af verður tæpum tólf milljörðum ráðstafað til tveggja jarðganga, Óshlíðarganga og Héðinsfjarðarganga. Til samanburðar var varið áttatíu milljörðum til vegamála á árunum 2003 til 2006. Innlent 12.2.2007 19:00 Þjóðarsátt um nýtingu og verndun náttúru Þjóðarsátt, til framtíðar um nýtingu og verndun auðlinda í jörðu, verður tilbúin eftir þrjú ár, segja ráðherrar iðnaðar- og umhverfis. Blekking, segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem telur að stjórnvöld séu að slá ryki í augu almennings nú rétt fyrir kosningar. Innlent 12.2.2007 18:25 Sól á Suðurnesjum funda vegna Helguvíkur Samtökin Sól á Suðurnesjum ætla annað kvöld að efna til opins fundar í Saltfisksetrinu í Grindavík til þess að ræða um fyrirhugað álver í Helguvík og tengdar framkvæmdir. Samtökin vilja meina að framkvæmdir vegna álversins muni setja mark sitt á dýrmætar náttúruperlur Grindvíkinga. Innlent 12.2.2007 17:27 LÍ spáir 48,5 milljóna króna hagnaði hjá Marel Marel birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að félagið hafi tvöfaldast að vöxtum með yfirtökum í fyrra. Er gert ráð fyrir því að tekjur síðasta fjórðungs nemi 69 milljónum evra, jafnvirði 6,1 milljarða króna og verði hagnaður eftir skatta um 548 þúsund evrur, um 48,5 milljóna króna hagnaði. Viðskipti innlent 12.2.2007 16:19 Verðbólga mælist 7,4 prósent Vísitala neysluverðs hækkað um 0,41 prósent frá síðasta mánuði og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 7,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 12.2.2007 09:23 Úrskurðir í safni Pósts og síma Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Innlent 9.2.2007 19:29 Uggur í skipverjum Uggur er í skipverjum um borð í flutningaskipinu Castor Star, sem hefur verið í Grundartangahöfn síðan í fyrradag. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd laun og rýran kost vera um borð. Fulltrúi útgerðarfélagsins kom um borð í morgun og hefur fram eftir degi ráðið ráðum sínum með íslenskum lögfræðingi. Innlent 9.2.2007 19:23 Kaupþing spáir 0,2 prósenta hækkun VNV Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir febrúar á mánudag. Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða en gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent. Viðskipti innlent 9.2.2007 16:51 FME svarar fyrirspurnum um Bridge Group Fjármálaeftirlitinu hefur borist fjöldi fyrirspurna varðandi starfsemi Bridge Group International, sem aflar og kynnir fjárfestingarmöguleika. Fjármálaeftirlitið segir starfsemi Bridge Group ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins né undir annarra eftirlitsstofnana í öðrum ríkjum auk þess sem fyrirtækið hafi ekki starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, að því er Fjármálaeftirlitið kemst næst. Viðskipti innlent 9.2.2007 16:09 Útgerðarmaður flutningaskips kominn um borð Heitt var í kolunum um borð í flutningaskipinu Castor Star í Grundartangahöfn í morgun þegar grískur útgerðarmaður skipsins kom um borð. Nær öll áhöfnin hefur ekki fengið laun í um 5 mánuði og kostur um borð mun vera af skornum skammti. Siglingastofnun kannar nú skráningarpappíra skipsins. Innlent 9.2.2007 11:59 Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,3 milljarðar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námum tæpum 4,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þetta er 600 milljónum krónum minna en í mánuðinum á undan. Af heildarútlánum síðasta mánaðar námu almenn útlán 3,5 milljörðum króna en tæplega 800 milljónir króna vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins. Viðskipti innlent 9.2.2007 10:08 Olíuverð komið yfir 60 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Viðskipti erlent 9.2.2007 09:15 Enn logar í gamla skátaheimilinu Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu við Hraunberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar fóru inn í húsið að leita að eldsupptökum en eldurinn er enn sem komið er aðeins inni í húsinu. Slökkviliðið er sem stendur að rífa gat á þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Innlent 8.2.2007 21:44 Eldur í gamla skátaheimilinu í Breiðholti Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu bakvið Gerðuberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar eru þegar komnir inn í húsið. Slökkviliðið gat ekkert sagt um umfang eldsins eða upptök hans að svo stöddu. Innlent 8.2.2007 21:02 Snjór framleiddur á Dalvík Á meðan snjó kyngir niður víða um Evrópu þurfa Dalvíkingar að framleiða hann sjálfir. Það hafa þeir gert í vetur og hafa fyrir vikið getað haft skíðasvæði sitt að hluta opið í rúmlega 50 daga sem ella hefði verið lokað flesta daga. Innlent 8.2.2007 19:30 Rán framið í Samkaup í Sandgerði Rán var fram í versluninni Samkaup í Sandgerði nú rétt eftir sjöleytið í kvöld. Lögreglan á suðurnesjum er enn á vettvangi að rannsaka vegsummerki á staðnum. Einn aðili var að verki og leitar nú lögreglan í bílum á leið frá svæðinu. Ekkert er hægt að segja til um umfang ránsins að svo stöddu. Innlent 8.2.2007 19:53 Svangir og hræddir Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. Innlent 8.2.2007 19:18 Stjórnvöld neita að taka ábyrgð á vímuefnasjúklingum Stjórnvöld stinga höfðinu í sandinn og neita að taka ábyrgð á hörmungarsögu Byrgisins, segir geðlæknir sem fyrstur reyndi að vekja athygli Landlæknis á kynferðismisnotkun ungra kvenna sem dvöldust í Byrginu. Innlent 8.2.2007 19:01 Hékk í poka yfir logandi kolavél Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Innlent 8.2.2007 18:23 Exista hf. hagnast um 37,4 milljarða Exista hf. birti í dag ársuppgjör sitt fyrir árið 2006. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta varð 37,4 milljarðar króna. Hagnaður á síðasta fjórðungi ársins var 13,1 milljarður króna. Stjórn félagsins mun því greiða út tæpa 11 milljarða í arð, eða um eina krónu á hlut. Innlent 8.2.2007 18:21 « ‹ 111 112 113 114 115 116 117 118 119 … 334 ›
Tvö risafyrirtæki hafa áhuga á Alcoa Breska dagblaðið the Times segir að risafyrirtækin BH Billiton og Rio Tinto séu hvort í sínu lagi að skoða yfirtöku á Alcoa, og talað um kaupverðið í kringum fjörutíu milljarða dollara. Áhugi fyrirtækjanna tveggja skapast af metverði sem nú fæst fyrir ál. Innlent 13.2.2007 15:38
Marel undir væntingum Marel skilaði 159 þúsunda evra hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 5,7 milljóna króna hagnaði á árinu samanborið við 5,7 milljóna evra, eða 507,8 milljóna króna, hagnað árið 2005. Fyrirtækið skilaði 500 þúsunda evra tapi á fjórða ársfjórðungi 2006. Það svarar til 44,4 milljóna króna taps sem er talsvert undir spám greinenda. Veltan tvöfaldaðist á á síðasta fjórðungi síðasta árs. Viðskipti innlent 13.2.2007 15:29
Tekinn fyrir of hraðan akstur í reynsluakstri Einn bílstjóri var tekinn fyrir of hraðan akstur við gatnamót Vesturlandsvegs og Suðurlandsvegs klukkan sex í kvöld. Hann var að reynsluaka nýjum Volvo C30 og svo virðist sem hann hafi gleymt sér aðeins. Lögregla mældi hann á 135 kílómetra hraða á klukkustund en hámarkshraði þar sem hann var tekinn var 80 kílómetra hraði. Ökumaðurinn má búast við hárri sekt og hugsanlegri tímabundinni sviptingu ökuleyfis. Innlent 12.2.2007 22:37
Af hverju er himinninn blár? Margir velta fyrir sér spurningun eins og þessari og svör við þeim er víða að finna. Nú fást þau líka á visir.is, sem hóf í dag samstarf við Vísindavef Háskóla Íslands um birtingu á völdum svörum við margvíslegum spurningum á sviði vísinda og fræða. Innlent 12.2.2007 21:13
Stúlkan sem lýst var eftir fundin Kolbrún Sara Runólfsdóttir, stúlkan sem lögregla lét lýsa eftir fyrr í kvöld, er komin fram heil á höldnu. Hún fannst eftir að eftirtektarsamur vegfarandi sem hafði fylgst með fjölmiðlum sá hana. Hún hafði ekki sést í tvo daga. Lögregla vill þakka öllum sem að komu fyrir skjót og góð viðbrögð. Innlent 12.2.2007 20:39
Rifist um ábyrgð á alþingi Eignir ríkisins að Efri brú í Grímsnesi verða líklega seldar, að sögn forsætisráðherra, en meðferðarstarf þar verður lagt af. Skipað verður sérstakt áfallateymi til að aðstoða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisins og geðdeild Landspítalans stendur þeim opin. Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar rifust á alþingi í dag um hver bæri mesta ábyrgð í Byrgismálinu. Innlent 12.2.2007 19:32
Fjöldi öryrkja kominn á atvinnumarkað Fjöldi öryrkja á Norðurlandi er kominn á atvinnumarkað eftir þátttöku í tilraunaverkefni. Fyrrum óvinnufær einstaklingur þakkaði þetta nýrri nálgun sem vakið hefur athygli fyrir utan landsteinana. Innlent 12.2.2007 19:37
Fórnarlömb forstöðumanns Byrgisins fá enga hjálp Aðstandendur stúlknanna úr Byrginu hrópa á hjálp. Móðir einnar þeirra segir tvær í bráðri sjálfsvígshættu en þrjár munu hafa lent í neyslu á nýjan leik. Í gær var einni stúlkunni neitað um áfallahjálp á Landspítalanum með þeim rökum að fórnarlömb forstöðumanns Byrgisins fengju hjálp annars staðar. Sú hjálp hefur þó enn ekki borist. Innlent 12.2.2007 19:28
Lögreglan lýsir eftir stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 16 ára gamalli stúlku, Kolbrúnu Söru Runólfsdóttur. Kolbrún er 168 sentímetrar að hæð, dökkhærð, stuttklippt og þéttvaxin. Kolbrún fór að heiman síðla dags, laugardaginn 10. febrúar og hefur ekkert til hennar spurst eftir þann tíma. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir Kolbrúnar Söru eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1100. Innlent 12.2.2007 19:10
Kosningalykt af samgönguáætlun Eitthundrað og fimm milljörðum verður varið til vegamála á næstu fjórum árum, þar af verður tæpum tólf milljörðum ráðstafað til tveggja jarðganga, Óshlíðarganga og Héðinsfjarðarganga. Til samanburðar var varið áttatíu milljörðum til vegamála á árunum 2003 til 2006. Innlent 12.2.2007 19:00
Þjóðarsátt um nýtingu og verndun náttúru Þjóðarsátt, til framtíðar um nýtingu og verndun auðlinda í jörðu, verður tilbúin eftir þrjú ár, segja ráðherrar iðnaðar- og umhverfis. Blekking, segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem telur að stjórnvöld séu að slá ryki í augu almennings nú rétt fyrir kosningar. Innlent 12.2.2007 18:25
Sól á Suðurnesjum funda vegna Helguvíkur Samtökin Sól á Suðurnesjum ætla annað kvöld að efna til opins fundar í Saltfisksetrinu í Grindavík til þess að ræða um fyrirhugað álver í Helguvík og tengdar framkvæmdir. Samtökin vilja meina að framkvæmdir vegna álversins muni setja mark sitt á dýrmætar náttúruperlur Grindvíkinga. Innlent 12.2.2007 17:27
LÍ spáir 48,5 milljóna króna hagnaði hjá Marel Marel birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að félagið hafi tvöfaldast að vöxtum með yfirtökum í fyrra. Er gert ráð fyrir því að tekjur síðasta fjórðungs nemi 69 milljónum evra, jafnvirði 6,1 milljarða króna og verði hagnaður eftir skatta um 548 þúsund evrur, um 48,5 milljóna króna hagnaði. Viðskipti innlent 12.2.2007 16:19
Verðbólga mælist 7,4 prósent Vísitala neysluverðs hækkað um 0,41 prósent frá síðasta mánuði og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 7,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 12.2.2007 09:23
Úrskurðir í safni Pósts og síma Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Innlent 9.2.2007 19:29
Uggur í skipverjum Uggur er í skipverjum um borð í flutningaskipinu Castor Star, sem hefur verið í Grundartangahöfn síðan í fyrradag. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd laun og rýran kost vera um borð. Fulltrúi útgerðarfélagsins kom um borð í morgun og hefur fram eftir degi ráðið ráðum sínum með íslenskum lögfræðingi. Innlent 9.2.2007 19:23
Kaupþing spáir 0,2 prósenta hækkun VNV Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir febrúar á mánudag. Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða en gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent. Viðskipti innlent 9.2.2007 16:51
FME svarar fyrirspurnum um Bridge Group Fjármálaeftirlitinu hefur borist fjöldi fyrirspurna varðandi starfsemi Bridge Group International, sem aflar og kynnir fjárfestingarmöguleika. Fjármálaeftirlitið segir starfsemi Bridge Group ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins né undir annarra eftirlitsstofnana í öðrum ríkjum auk þess sem fyrirtækið hafi ekki starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, að því er Fjármálaeftirlitið kemst næst. Viðskipti innlent 9.2.2007 16:09
Útgerðarmaður flutningaskips kominn um borð Heitt var í kolunum um borð í flutningaskipinu Castor Star í Grundartangahöfn í morgun þegar grískur útgerðarmaður skipsins kom um borð. Nær öll áhöfnin hefur ekki fengið laun í um 5 mánuði og kostur um borð mun vera af skornum skammti. Siglingastofnun kannar nú skráningarpappíra skipsins. Innlent 9.2.2007 11:59
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,3 milljarðar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námum tæpum 4,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þetta er 600 milljónum krónum minna en í mánuðinum á undan. Af heildarútlánum síðasta mánaðar námu almenn útlán 3,5 milljörðum króna en tæplega 800 milljónir króna vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins. Viðskipti innlent 9.2.2007 10:08
Olíuverð komið yfir 60 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Viðskipti erlent 9.2.2007 09:15
Enn logar í gamla skátaheimilinu Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu við Hraunberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar fóru inn í húsið að leita að eldsupptökum en eldurinn er enn sem komið er aðeins inni í húsinu. Slökkviliðið er sem stendur að rífa gat á þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Innlent 8.2.2007 21:44
Eldur í gamla skátaheimilinu í Breiðholti Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu bakvið Gerðuberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar eru þegar komnir inn í húsið. Slökkviliðið gat ekkert sagt um umfang eldsins eða upptök hans að svo stöddu. Innlent 8.2.2007 21:02
Snjór framleiddur á Dalvík Á meðan snjó kyngir niður víða um Evrópu þurfa Dalvíkingar að framleiða hann sjálfir. Það hafa þeir gert í vetur og hafa fyrir vikið getað haft skíðasvæði sitt að hluta opið í rúmlega 50 daga sem ella hefði verið lokað flesta daga. Innlent 8.2.2007 19:30
Rán framið í Samkaup í Sandgerði Rán var fram í versluninni Samkaup í Sandgerði nú rétt eftir sjöleytið í kvöld. Lögreglan á suðurnesjum er enn á vettvangi að rannsaka vegsummerki á staðnum. Einn aðili var að verki og leitar nú lögreglan í bílum á leið frá svæðinu. Ekkert er hægt að segja til um umfang ránsins að svo stöddu. Innlent 8.2.2007 19:53
Svangir og hræddir Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. Innlent 8.2.2007 19:18
Stjórnvöld neita að taka ábyrgð á vímuefnasjúklingum Stjórnvöld stinga höfðinu í sandinn og neita að taka ábyrgð á hörmungarsögu Byrgisins, segir geðlæknir sem fyrstur reyndi að vekja athygli Landlæknis á kynferðismisnotkun ungra kvenna sem dvöldust í Byrginu. Innlent 8.2.2007 19:01
Hékk í poka yfir logandi kolavél Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Innlent 8.2.2007 18:23
Exista hf. hagnast um 37,4 milljarða Exista hf. birti í dag ársuppgjör sitt fyrir árið 2006. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta varð 37,4 milljarðar króna. Hagnaður á síðasta fjórðungi ársins var 13,1 milljarður króna. Stjórn félagsins mun því greiða út tæpa 11 milljarða í arð, eða um eina krónu á hlut. Innlent 8.2.2007 18:21