Olíuverð komið yfir 60 dali á tunnu 9. febrúar 2007 09:15 Við bensíndælu í Kína. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Hráolíuverð hefur daðrað við 60 dala markið síðustu vikuna eftir að kólna tók í Bandaríkjunum. Verðið fór hins vegar niður fyrir 50 dalina skömmu eftir áramótin vegna hlýinda vestanhafs en það dró úr eftirspurninni. Veðurfræðingar spá því að veðrið haldist óbreytt í Bandaríkjunum í um viku til viðbótar og telja greinendur að hráolíuverðið haldist hátt á sama tíma. Þá harðnaði í deilu Bandaríkjamanna og Írana eftir að Ayatollah Khamenei, æðsti klerkur Írana, hótaði því að svara í sömu mynt ef Bandaríkjamenn gerðu innrás í landið til að stöðva kjarnorkutilraunir Írana. Hráolíuverðið hækkaði vegna þessa um hálfan dal og fór í 60,21 dal á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu. Verðið stóð í 59,71 dal á tunnu í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Hráolíuverð hefur daðrað við 60 dala markið síðustu vikuna eftir að kólna tók í Bandaríkjunum. Verðið fór hins vegar niður fyrir 50 dalina skömmu eftir áramótin vegna hlýinda vestanhafs en það dró úr eftirspurninni. Veðurfræðingar spá því að veðrið haldist óbreytt í Bandaríkjunum í um viku til viðbótar og telja greinendur að hráolíuverðið haldist hátt á sama tíma. Þá harðnaði í deilu Bandaríkjamanna og Írana eftir að Ayatollah Khamenei, æðsti klerkur Írana, hótaði því að svara í sömu mynt ef Bandaríkjamenn gerðu innrás í landið til að stöðva kjarnorkutilraunir Írana. Hráolíuverðið hækkaði vegna þessa um hálfan dal og fór í 60,21 dal á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu. Verðið stóð í 59,71 dal á tunnu í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira