Fjallamennska

Fréttamynd

John Snorri þráir kóka-kóla á K2

John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla.

Innlent
Fréttamynd

Rekin þrisvar úr menntaskóla

Vilborg Arna Gissurardóttir er fyrsta konan í heiminum til að ganga ein á skíðum á Suðurpólinn og klífa ein tind yfir 8000 metra. Á göngu á Hvannadalshnjúk árið 2002 setti hún sér það markmið að ganga á Suðurpólinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins.

Erlent
Fréttamynd

Ná loks saman um opin­bera hæð E­verest

Stjórnvöld í Kína og Nepal hafa lengi verið ósammála um hæð Everest-fjalls, hæsta fjalls heims, sem er að finna á landamærum ríkjanna. Samkomulag hefur hins vegar nú náðst milli ríkjanna um opinbera hæð fjallsins.

Erlent
Fréttamynd

Snælduvitlaust veður í grunnbúðunum hjá John Snorra

„Veðrið var klikkað í nótt og sum tjöldin þar á meðal eldhústjaldið sprungu,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngukappi. Hópur hans kom í grunnbúðir í gær og bar sig vel. Veðrið í nótt fór hins vegar illa með nýuppsettar búðir.

Innlent
Fréttamynd

Lofar konunni sinni að koma heim

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson segist hafa gefið eiginkonu sinni loforð um að koma heim úr svaðilför sinni. Hann ætlar að taka ákvarðanir sínar í klifrinu út frá því. Það drífur hann áfram að sjá íslenska fánann á toppi K2.

Innlent
Fréttamynd

Rotaðist í fjallgöngu í skjálftanum

Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Aðstoðuðu konu sem villtist við Helgafell

Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu konu sem villtist af leið eftir að hún gekk á Helgafell í Hafnarfirði í kvöld. Konan var þokkalega haldin þegar hún fannst og er hún nú á leið til byggða.

Innlent
Fréttamynd

Brugðust við tilkynningu um alvarlegt fjallahjólaslys

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást við útkalli vegna hjólreiðamanns sem fallið hafði af hjóli sínu Skálafelli í kvöld. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins, þar sem tilkynningin hljóðaði eins og um alvarlegt slys hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist á Snæfelli

Kalla þurfti til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að sækja göngumann sem slasaðist á göngu á Snæfelli á Austurlandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert lát á jarð­skjálfta­hrinunni

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul

Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt.

Lífið