Tæknin sem brýst í gegnum skýjahuluna og veðurofsann á K2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 15:01 Dæmi um mynd sem tekin hefur verið með gervihnöttum ICEYE af K2 og nýst hefur við leitina að John Snorra og samferðamönnum hans. ICEYE Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju. Leit að John Snorra og samferðamönnunum, pakistönsku þjóðhetjunni Ali Sadpara og síleska fjallagarpinum Juan Pablo Mohr, hefur staðið yfir síðan á laugardag. Síðast sást til þeirra við alræmdan flöskuháls í grennd við tind K2 á föstudag. Pakistanski herinn stýrir leitinni en að henni koma auk þess fjölmargir úr jafnmörgum áttum – og öllum tiltækum ráðum beitt. Fínkemba hvern einasta sentímetra Fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu frá fjölskyldum þremenninganna og aðstandenda leitarinnar að gögn úr staðsetningartækjum sem félagarnir báru á göngunni séu notuð til leitarinnar, auk þess sem rætt hafi verið við vitni „til að skapa tímaramma utan um staðsetningu göngumannanna“, líkt og segir í yfirlýsingunni. Þar er þess einnig getið að notast sé við svokallaða SAR-gervihnattartækni við leitina, sem ekki hafi verið gert áður. Með þessari tækni sé hægt að fínkemba „hvern einasta sentímetra“ við tind fjallsins þrátt fyrir slæmt skyggni og erfið veðurskilyrði, sem ítrekað hamlaði leit úr lofti í byrjun vikunnar. Daniel Leeb, eins stofnanda Geimvísindastofnunar Íslands, eru færðar kærar þakkir fyrir framlag sitt til verkefnisins í yfirlýsingunni. PRESS RELEASE Skardu, Pakistan 8 February 2021 72-Hour K2 Search Continues Despite Worsening Weather The families of...Posted by MUhammad Ali Sadpara Climber on Mánudagur, 8. febrúar 2021 Geimvísindastofnun Íslands er einkaframtak sem komið var á fót fyrir fáeinum árum og hefur beitt sér fyrir geimferðarannsóknum og -tilraunum á Íslandi. Daniel Leeb ræddi stofnunina í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2019. Hans hlutverk lítið miðað við framlag annarra Hann leggur sjálfur ríka áherslu á að þáttur hans og Geimvísindastofnunarinnar í leitinni á K2 sé örsmár miðað við aðra sem að henni standa; stjórnvöld í Pakistan, herinn, göngumenn og fleiri. „En ég er ánægður með að við höfum getað lagt þetta smáræði af mörkum svo að tæknin geti nýst og stuðli kannski að því að koma John Snorra og félögum hans heim. En ég ítreka að mitt hlutverk er lítið miðað við afrekið sem hefur verið unnið úti í Pakistan og fólkið sem hefur boðið erfiðum og hættulegum aðstæðum birginn á K2,“ segir Daniel í samtali við Vísi. En hvaða hlutverki hefur hann gegnt við leitina síðustu daga? „Það hefur í raun verið lítið annað en að átta mig á því að þessi tækni sé til,“ segir Daniel. Daniel Leeb, einn stofnenda fyrirtækisins Geimvísindastofnunar Íslands.Vísir/ Vilhelm Þurfa hvorki ljós né heiðríkju Hann lýsir því að Geimvísindastofnunin hafi um nokkurt skeið átt í samskiptum við finnska tæknifyrirtækið ICEYE, sem þróað hefur gervihnetti sem taka svokallaðar SAR-myndir. Þar er ekki átt við skammstöfunina yfir Search and rescue, eða leit og björgun upp á íslensku, heldur stendur SAR í þessu samhengi fyrir Synthetic Aperture Radar. Gerviopsflatarratsjá á íslensku. „ICEYE hefur fært tiltekna gervihnetti á tilteknar brautir til þess að mynda K2. Þau eru að nýta þessa tækni til fullnustu og á máta sem ekki hefur verið gert áður við leit og björgun. Þetta verður vonandi algengara í framtíðinni og ef til vill verður hægt að koma í veg fyrir mögulega harmleiki. Í grunninn felst þetta í því að taka mynd sem þarf hvorki ljós né heiðríkju. Myndirnar komast þannig til skila þó að ský byrgi sýn. Þannig að þetta er tækni sem getur nýst vel í björgun sem þessari. Og þar sem við höfðum þegar komið á sambandi við ICEYE hafði ég samband við þau og spurði hvort hægt væri að nota þessa tækni við leitina. Þetta gerðist allt mjög hratt eftir það,“ segir Daniel. Boltinn hafi raunar rúllað svo hratt að það hafi komið honum á óvart. Daniel kveðst hafa komið hugmyndum sínum um ICEYE-samstarfið áleiðis við utanríkisráðuneytið og honum hafi á endanum verið komið í samband við þá sem stýri leitinni úti. „Göngumennirnir eru frá þremur löndum, Pakistan, Íslandi og Síle, og allar þessar þjóðir leggja sitt af mörkum við þessa gríðarlegu björgunaraðgerð. Og við höfum unnið með ICEYE til að ganga úr skugga um að rétta fólkið og réttu sérfræðingarnir geti notað þessa tækni við leitina,“ segir Daniel. Engin töfralausn Daniel segir að ICEYE hafi látið Geimvísindastofnun Íslands fá myndirnar sem teknar eru með gervihnöttunum og stofnunin komi þeim áfram á þá sem þess þurfa. Geimvísindastofnunin hafi þannig milligöngu um tæknina og samskiptin milli fyrirtækisins og þeirra sem standa að leitinni. „Í þessu tilfelli hefur tekist að mynda hlið K2 þar sem gönguleiðin liggur. Þannig að þetta er nokkuð stórt svæði en upplausnin er frábær og sérfræðingar geta komið auga á minnstu smáatriði,“ segir Daniel. „Það er enginn vafi á því að þessar gervihnattarmyndir hafa komið að frábærum notum við leitaraðgerðir. Ég hef það frá beinum samskiptum mínum við þá sem leiða leitina. Það er þó enginn vafi á því heldur að tæknin er takmörkunum háð. Það fást ítarlegar upplýsingar en þetta er heldur engin töfralausn. Og þetta er aðeins einn þáttur af mörgum sem notaðir eru við leitina. Allir þessir þættir samanlagðir eru það sem nýtist best.“ John Snorra Sigurjónssonar hefur verið saknað á K2 síðan á föstudag.Elia Saikaly Byggja á síðustu skráðu staðsetningunni Daniel kveðst ekki hafa leyfi til að upplýsa nákvæmlega um það sem myndirnar hafa sýnt. Hann geti þó sagt að svæðið sem myndatökubúnaðinum sé beint að byggist á þeirri staðsetningu þremenninganna sem síðast var skráð. „Ég veit að önnur fyrirtæki hafa boðið fram sína gervihnetti, að því gefnu að skyggnið batni. En það hefur verið skýjað. Og einu gervihnattarmyndirnar sem hafa nýst eru þess vegna SAR-myndirnar.“ Daniel bendir á að samskipti Geimferðastofnunarinnar við ICEYE hafi upphaflega lotið að rannsóknum tengdum tunglinu og Mars hér á Íslandi. „Það hefur verið heiður að geta nýtt samböndin sem við höfum stofnað til í gegnum árin til að hjálpa við þessa leit. Við sendum John Snorra og samferðamönnum hans, og fjölskyldu hans og hinum hugrökku leitarmönnum, virðingu okkar og jákvæða strauma,“ segir Daniel. „Ég er ekki Íslendingur en ég hef búið hér og starfað um árabil. Kona mín og dætur eru Íslendingar. Við þekkjum það öll að þegar Íslendingur afrekar eitthvað utan landsteinanna fagnar öll þjóðin og, á sama hátt, þegar Íslendingur lendir í vandræðum stendur þjóðin að baki honum. Þjóðin er fjölskylda sem tekur höndum saman og hjálpast að. Og ég held að það sé fallegur og mikilvægur hluti þessarar sögu.“ John Snorra og samferðamanna hans hefur nú verið saknað í viku. Innanríkisráðherra á svæðinu greindi frá því á Twitter í dag að herflugvél með hitamyndavél myndi halda til leitar um klukkan hálf tólf að pakistönskum tíma. Fram kom fyrr í vikunni að grunnbúðum í fjallinu yrði haldið opnum fram á laugardag. Yfirvöld í Pakistan hafa gefið út að þau muni gefa sér tvo mánuði til leitaraðgerða í fjallinu. John Snorri á K2 Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska Tengdar fréttir Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. 11. febrúar 2021 16:01 Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs. 11. febrúar 2021 11:21 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Sjá meira
Leit að John Snorra og samferðamönnunum, pakistönsku þjóðhetjunni Ali Sadpara og síleska fjallagarpinum Juan Pablo Mohr, hefur staðið yfir síðan á laugardag. Síðast sást til þeirra við alræmdan flöskuháls í grennd við tind K2 á föstudag. Pakistanski herinn stýrir leitinni en að henni koma auk þess fjölmargir úr jafnmörgum áttum – og öllum tiltækum ráðum beitt. Fínkemba hvern einasta sentímetra Fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu frá fjölskyldum þremenninganna og aðstandenda leitarinnar að gögn úr staðsetningartækjum sem félagarnir báru á göngunni séu notuð til leitarinnar, auk þess sem rætt hafi verið við vitni „til að skapa tímaramma utan um staðsetningu göngumannanna“, líkt og segir í yfirlýsingunni. Þar er þess einnig getið að notast sé við svokallaða SAR-gervihnattartækni við leitina, sem ekki hafi verið gert áður. Með þessari tækni sé hægt að fínkemba „hvern einasta sentímetra“ við tind fjallsins þrátt fyrir slæmt skyggni og erfið veðurskilyrði, sem ítrekað hamlaði leit úr lofti í byrjun vikunnar. Daniel Leeb, eins stofnanda Geimvísindastofnunar Íslands, eru færðar kærar þakkir fyrir framlag sitt til verkefnisins í yfirlýsingunni. PRESS RELEASE Skardu, Pakistan 8 February 2021 72-Hour K2 Search Continues Despite Worsening Weather The families of...Posted by MUhammad Ali Sadpara Climber on Mánudagur, 8. febrúar 2021 Geimvísindastofnun Íslands er einkaframtak sem komið var á fót fyrir fáeinum árum og hefur beitt sér fyrir geimferðarannsóknum og -tilraunum á Íslandi. Daniel Leeb ræddi stofnunina í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2019. Hans hlutverk lítið miðað við framlag annarra Hann leggur sjálfur ríka áherslu á að þáttur hans og Geimvísindastofnunarinnar í leitinni á K2 sé örsmár miðað við aðra sem að henni standa; stjórnvöld í Pakistan, herinn, göngumenn og fleiri. „En ég er ánægður með að við höfum getað lagt þetta smáræði af mörkum svo að tæknin geti nýst og stuðli kannski að því að koma John Snorra og félögum hans heim. En ég ítreka að mitt hlutverk er lítið miðað við afrekið sem hefur verið unnið úti í Pakistan og fólkið sem hefur boðið erfiðum og hættulegum aðstæðum birginn á K2,“ segir Daniel í samtali við Vísi. En hvaða hlutverki hefur hann gegnt við leitina síðustu daga? „Það hefur í raun verið lítið annað en að átta mig á því að þessi tækni sé til,“ segir Daniel. Daniel Leeb, einn stofnenda fyrirtækisins Geimvísindastofnunar Íslands.Vísir/ Vilhelm Þurfa hvorki ljós né heiðríkju Hann lýsir því að Geimvísindastofnunin hafi um nokkurt skeið átt í samskiptum við finnska tæknifyrirtækið ICEYE, sem þróað hefur gervihnetti sem taka svokallaðar SAR-myndir. Þar er ekki átt við skammstöfunina yfir Search and rescue, eða leit og björgun upp á íslensku, heldur stendur SAR í þessu samhengi fyrir Synthetic Aperture Radar. Gerviopsflatarratsjá á íslensku. „ICEYE hefur fært tiltekna gervihnetti á tilteknar brautir til þess að mynda K2. Þau eru að nýta þessa tækni til fullnustu og á máta sem ekki hefur verið gert áður við leit og björgun. Þetta verður vonandi algengara í framtíðinni og ef til vill verður hægt að koma í veg fyrir mögulega harmleiki. Í grunninn felst þetta í því að taka mynd sem þarf hvorki ljós né heiðríkju. Myndirnar komast þannig til skila þó að ský byrgi sýn. Þannig að þetta er tækni sem getur nýst vel í björgun sem þessari. Og þar sem við höfðum þegar komið á sambandi við ICEYE hafði ég samband við þau og spurði hvort hægt væri að nota þessa tækni við leitina. Þetta gerðist allt mjög hratt eftir það,“ segir Daniel. Boltinn hafi raunar rúllað svo hratt að það hafi komið honum á óvart. Daniel kveðst hafa komið hugmyndum sínum um ICEYE-samstarfið áleiðis við utanríkisráðuneytið og honum hafi á endanum verið komið í samband við þá sem stýri leitinni úti. „Göngumennirnir eru frá þremur löndum, Pakistan, Íslandi og Síle, og allar þessar þjóðir leggja sitt af mörkum við þessa gríðarlegu björgunaraðgerð. Og við höfum unnið með ICEYE til að ganga úr skugga um að rétta fólkið og réttu sérfræðingarnir geti notað þessa tækni við leitina,“ segir Daniel. Engin töfralausn Daniel segir að ICEYE hafi látið Geimvísindastofnun Íslands fá myndirnar sem teknar eru með gervihnöttunum og stofnunin komi þeim áfram á þá sem þess þurfa. Geimvísindastofnunin hafi þannig milligöngu um tæknina og samskiptin milli fyrirtækisins og þeirra sem standa að leitinni. „Í þessu tilfelli hefur tekist að mynda hlið K2 þar sem gönguleiðin liggur. Þannig að þetta er nokkuð stórt svæði en upplausnin er frábær og sérfræðingar geta komið auga á minnstu smáatriði,“ segir Daniel. „Það er enginn vafi á því að þessar gervihnattarmyndir hafa komið að frábærum notum við leitaraðgerðir. Ég hef það frá beinum samskiptum mínum við þá sem leiða leitina. Það er þó enginn vafi á því heldur að tæknin er takmörkunum háð. Það fást ítarlegar upplýsingar en þetta er heldur engin töfralausn. Og þetta er aðeins einn þáttur af mörgum sem notaðir eru við leitina. Allir þessir þættir samanlagðir eru það sem nýtist best.“ John Snorra Sigurjónssonar hefur verið saknað á K2 síðan á föstudag.Elia Saikaly Byggja á síðustu skráðu staðsetningunni Daniel kveðst ekki hafa leyfi til að upplýsa nákvæmlega um það sem myndirnar hafa sýnt. Hann geti þó sagt að svæðið sem myndatökubúnaðinum sé beint að byggist á þeirri staðsetningu þremenninganna sem síðast var skráð. „Ég veit að önnur fyrirtæki hafa boðið fram sína gervihnetti, að því gefnu að skyggnið batni. En það hefur verið skýjað. Og einu gervihnattarmyndirnar sem hafa nýst eru þess vegna SAR-myndirnar.“ Daniel bendir á að samskipti Geimferðastofnunarinnar við ICEYE hafi upphaflega lotið að rannsóknum tengdum tunglinu og Mars hér á Íslandi. „Það hefur verið heiður að geta nýtt samböndin sem við höfum stofnað til í gegnum árin til að hjálpa við þessa leit. Við sendum John Snorra og samferðamönnum hans, og fjölskyldu hans og hinum hugrökku leitarmönnum, virðingu okkar og jákvæða strauma,“ segir Daniel. „Ég er ekki Íslendingur en ég hef búið hér og starfað um árabil. Kona mín og dætur eru Íslendingar. Við þekkjum það öll að þegar Íslendingur afrekar eitthvað utan landsteinanna fagnar öll þjóðin og, á sama hátt, þegar Íslendingur lendir í vandræðum stendur þjóðin að baki honum. Þjóðin er fjölskylda sem tekur höndum saman og hjálpast að. Og ég held að það sé fallegur og mikilvægur hluti þessarar sögu.“ John Snorra og samferðamanna hans hefur nú verið saknað í viku. Innanríkisráðherra á svæðinu greindi frá því á Twitter í dag að herflugvél með hitamyndavél myndi halda til leitar um klukkan hálf tólf að pakistönskum tíma. Fram kom fyrr í vikunni að grunnbúðum í fjallinu yrði haldið opnum fram á laugardag. Yfirvöld í Pakistan hafa gefið út að þau muni gefa sér tvo mánuði til leitaraðgerða í fjallinu.
John Snorri á K2 Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska Tengdar fréttir Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. 11. febrúar 2021 16:01 Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs. 11. febrúar 2021 11:21 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Sjá meira
Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. 11. febrúar 2021 16:01
Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs. 11. febrúar 2021 11:21
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10