Áfram verður notast við þyrlur við leitina, en í gær voru þyrlur pakistanska hersins kallaðar út til að leita á svæðinu. Sú leit bar ekki árangur.
Þyrlurnar komast aðeins í sjö þúsund metra hæð, sem er töluvert neðar en fjórðu búðir fjallsins og flöskuhálsinn þar sem síðast sást til hópsins. Flöskuhálsinn er í um 8.211 metra hæð, fjögur hundruð metrum frá toppnum.
Route maps of #k2 .
— Muzammil Hasan Adv (@Muzammilwakeel) February 7, 2021
According to mountainers #Bottleneck is most crucial.#k2winterexpedition2021 pic.twitter.com/k5qZtfmI0Q
Svæðið fyrir ofan átta þúsund metra er jafnan kallað dauðasvæðið sökum súrefnisleysis.
Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í gærkvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi .