Frá þessu segir á síðu Daily Pakistan þar sem vísað er í orð pakistansks embættismanns.
Sajid Ali Sadpara, sonur Ali Sadpara, sagði við blaðamenn í Skardu fyrr í dag að Pakistan hefði misst mikinn fjallgöngumann. „Faðir minn og tveir aðrir fjallgöngumenn eru ekki lengur meðal vor,“ sagði Sadpara.
T163- #K2winter: It is with profound sadness and a heavy heart that we are declaring the missing climbers #AliSadpara, #JohnSnorri,& #JPMohr as dead since we couldn't trace anything about their whereabouts during the extensive search mission. We did everything humanly possible... pic.twitter.com/pZCTuTfF4s
— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 18, 2021
Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherra á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, greindi frá því á fréttamannafundi fyrr í dag að þremenningarnir væru taldir af.
Það væri niðurstaða veðurfræðinga, annarra fjallgöngumanna og sérfræðinga pakistanskra hersins. Enginn geti lifað svo lengi við svo erfiðar veðuraðstæður.

Khan sagði að leit að líkum mannanna yrði þó fram haldið.
Tugir fjallgöngumanna reyndu að klífa K2 í vetur í þeirri von um að verða þeir fyrstu til að sigra fjallið að vetrarlagi. Það varð nepalskur fjallgöngumaður, Mingma Gyalje, og félagar hans sem náðu fyrstir takmarkinu um miðjan janúar.