Auglýsinga- og markaðsmál

Fréttamynd

Gagn­rýnir nikó­tín­púða­aug­lýsingu Dr. Foot­ball: „Svona vit­leysingar eru að eitra huga komandi kyn­slóða“

Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum.

Innlent
Fréttamynd

Dularfull skilaboð á auglýsingaskiltum bæjarins

Listamaðurinn CozYboy opnaði í gær sýninguna Becoming Richard á 287 auglýsingaskjám sem eru á strætóskýlum og risa LED skiltum við fjölförnustu gatnamót á á höfuðborgarsvæðinu. CozYboy gefur ekki upp raunverulegt nafn sitt en á auglýsingaskiltunum má sjá ýmiskonar skilaboð sem hafa vakið athygli vegfarenda.

Lífið
Fréttamynd

Jólaauglýsingin sem margir bíða eftir

Undanfarin ár hafa jólaauglýsingar orðið sívinsælar hjá fyrirtækjum um allan heim og keppast þau oft við að gera sem mest úr hátíðunum í sínu kynningarstarfi.

Lífið
Fréttamynd

Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu

Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr.

Lífið
Fréttamynd

Umdeilda KSÍ auglýsingin verðlaunuð

Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar þar sem griðungur, gammur, dreki og bergrisi, landvættirnar fjórar, voru í forgrunni.

Viðskipti innlent