Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði héraðsdómur að ríkissáttasemjari fær aðgang að kjörskrá Eflingar. Fjallað verður ítarlega um deiluna í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30 og rætt við ríkissáttasemjara um stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í á fjórða ár ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríflega 400 börn búa við ótryggar húsnæðisaðstæður í Reykjavík og eru nánast tvöfalt fleiri en árið áður. Við ræðum við borgarfulltrúa minnihlutans sem segir ekki hægt að fela sig á bak við stöðuna í samfélaginu og kallar eftir meiri skynsemi af hálfu meirihlutans.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir ekki í boði að Landhelgisgæslan verði án þeirrar viðbragðsgetu sem flugvélin TF-SIF veiti. Ríkisstjórnin fundaði um málið í dag og dómsmálaráðherra telur líklegt að ákvörðun um sölu verði dregin til baka. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að vinna saman að því með Seðlabankanum og ríkissjóði að draga úr þenslu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðunar verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Efling krefst þess að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld úr gildi og hefur lagt fram stjórnsýslukæru vegna tillögunnar til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður Eflingar krefst þess að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn umdeildri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ráðherra neyddist þó til að fresta fundi með formanninum sem halda átti í fyrramálið. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segum við frá glæfraakstri sem endaði með árekstri tveggja bíla þar sem fimm þurftu að fara á spítala. Að sögn lögreglu var hluti farþega ekki í bílbelti en enginn slasaðist alvarlega. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson fréttamaður hefur fylgst með kjaradeilu Eflingar og SA í dag. Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna sem upp er komin í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir ákvörðun Þjóðverja sem loks tóku af skarið í dag um að senda öfluga skriðdreka til Úkraínu. Hann fundaði einnig í dag með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og við heyrum í henni í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút.Heimir Már Pétursson fylgdist með kjaramálum í dag og fer yfir þau í kvöldfréttum auk þess sem hann ræðir við forstjóra Íslandshótela – sem telur starfsfólk sitt ekki hafa áhuga á verkfalli.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Efling boðar til ótímabundinna verkfalla hótelstarfsmanna eftir tvær vikur, samþykki þrjú hundruð félagsmenn að leggja niður störf. Formaður félagsins væntir þess að fleiri fari í verkfall fallist atvinnurekendur ekki á kröfur þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö segjum við frá veðurhvellinum sem varð á suðvesturhorninu í dag þar sem næstum þúsund farþegar voru strandaglópar í flugvélum á Keflavíkurflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir barns í Fossvogsskóla segir foreldra langþreytta á ítrekuðum vandamálum sem komið hafa upp í skólanum síðustu misseri, nú síðast þegar gríðarlegur leki varð í glænýju þaki skólans. Borgin vinni á hraða snigilsins, sem sé óásættanlegt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum á slaginu 18:30. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Flóðaástand skapaðist víðs vegar um borgina í dag og slökkvilið hafði í nógu að snúast. Vegalokanir settu svip sinn á daginn og öllu innanlandsflugi var aflýst. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sonur konu sem lést í umsjá læknis, sem sætir lögreglurannsókn vegna meintra brota í starfi, blöskrar að læknirinn fái að starfa áfram á Landspítalanum. Hann segir móður sína hreinlega hafa verið tekna af lífi á sjúkrahúsinu og vísar skýringum læknisins, sem tjáði sig í fyrsta sinn um málið í dag, á bug.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómari í hryðjuverkamálinu íhugar nú hvort vísa eigi frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. Sindri Snær og Ísidór, sem ákærðir eru í málinu, neituðu að hafa skipulagt hryðjuverk þegar málið var þingfest í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Íbúar segja rof á símasambandi áhyggjuefni og kalla eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Við heyrum í íbúum og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Eflingar vísar því á bug að fólk sé að reyna að yfirgefa félagið og hefur litla trú á lýðræðisást formanns samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Við ræðum við hann í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Enga myglu er að finna í Festi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur. Forstjóri stofnunarinnar segir mikla áskorun bíða hennar á árinu vegna fjölda flóttamanna sem stefna hingað til lands. Gríðarlegur skortur sé á húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti stöðvað starfsemina. Við fjöllum um málið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Landverndar segir innviði landsins og náttúru komna að þolmörkum og óttast spár um fjölgun ferðamanna á þessu ári. Við heyrum í honum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Eflingar segir komið að ögurstundu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Deiluaðilar funda hjá ríkissáttasemjara á morgun, klukkustund áður en nýtt gagntilboð Eflingar rennur út. Efling boðar verkfall, taki SA ekki tilboðið til grundvallar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö verður rætt við framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins í beinni útsendingu um kjaraviðræður samtakana og Eflingar. 

Innlent