Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna fólki í starfi. Innlent 10.4.2023 18:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðarmótin. Innlent 9.4.2023 18:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Komum sem leita í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022. Þetta kemur fram í komandi ársskýrslu athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. Innlent 8.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Icelandair hyggst skipta úr Boeing yfir í Airbus-flugvélar á næstu árum. Um er að ræða tímamót í íslenskri flugsögu. Allt frá því Flugélag Íslands fékk fyrstu Boeing þotuna til landsins árið 1967 hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Innlent 7.4.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru ennþá óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarf þess séu mikil vonbrigði. Innlent 6.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 5.4.2023 17:58 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. Innlent 4.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hluti hópsins hefur ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega körlunum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.4.2023 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Hopp tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggðist hefja innreið á markaðinn og að fyrstu Hopp leigubílarnir hefji keyrslu síðar í vor. Við skoðum málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.4.2023 18:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Hopp, sem stefnir nú á samkeppni á leigubílamarkaði, vonast eftir enn frekari rýmkun á leigubílalöggjöf. Ekkert komi í veg fyrir að Uber hasli sér völl hér á landi. Við fáum að kíkja á nýju leigubílana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hátt í eitt hundrað misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag og starfsmenn eru í áfalli. Við fáum Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem hefur málefni fjölmiðla á sínu borði, til að fara yfir stöðu fjölmiðla á Íslandi í beinni. Innlent 31.3.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikil hætta er enn á snjóflóðum og krapaflóðum á Austfjörðum og hefur verið gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Við fjöllum um stöðuna í fréttatímanum okkar kl. 18:30. Innlent 30.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. Við fjöllum um nýkynnta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 29.3.2023 18:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegurinn um Fagradal sem tengir helstu byggðarlög Austfjarða við Egilstaði opnaði síðdegis í dag eftir tæpa sólarhringslokun. Hvorki viðbragðsaðilar né aðrir höfðu komist um veginn, sem liggur meðal annars í Neskaupstað, vegna snjóflóðahættu. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu og ræðum meðal annars við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Innlent 28.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Við fjöllum um málið. Innlent 26.3.2023 17:57 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vinnueftirlitið mun setja sig í samband við verktakafyrirtækið sem byggir húsið í Garðabæ þar sem sprenging varð í gær. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir mikilvægt að sýna aðgát þegar unnið er með hættuleg efni. Innlent 25.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út síðdegis vegna elds sem kviknaði í þaki nýbyggingar í Garðabæ. Talið er að um hafi verið að ræða sprengingar í gaskútum en engin slys urðu á fólki. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við varðstjóra í beinni útsendingu. Innlent 24.3.2023 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna úti í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. Innlent 23.3.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir vaxtastökk Seðlabankans í dag og ástæður bankans fyrir þessari tólftu vaxtahækkun sinni. Seðlabankastjóri segir hættu á kreppu fái mikil verðbólga að grassera í langan tíma og þá verði erfiðara að vinda ofan af henni. Innlent 22.3.2023 18:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í barnamálaráðherra sem boðar breytingar á lögum um leikskóla og jafnvel lengingu á fæðingarorlofi. Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík stóðu fyrir mótmælum í Ráðhúsinu í dag vegna skorts á leikskólaplássum. Innlent 21.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikill titringur hefur verið á fjármálamörkuðum um allan heim í dag eftir yfirtöku á svissneska bankanum Credit Suisse um helgina. Við ræðum málið við sérfræðing í beinni útsendingu. Innlent 20.3.2023 17:59 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Svissneski bankinn UBS er sagður hafa komist að samkomulagi um yfirtöku á vandræðabankanum Credit Suisse. Íslenskur greinandi segir þetta líklega róa markaði í Evrópu. Kaupverðið er langt undir markaðsvirði sem komi ekki á óvart þar sem úlfatími sé á fjármálamarkaði um þessar mundir. Innlent 19.3.2023 18:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjármálaráðherra segir afleiðingarnar af hruni banka erlendis enn að koma í ljós. Styrkur íslenska fjármálakerfisins og viðnámsþrótturinn sé mjög mikill og hefur hann ekki áhyggjur, þó málið gæti haft einhver áhrif hér á landi. Innlent 18.3.2023 18:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín Rússlandsforseta, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu og vegna þess fjölda úkraínskra barna sem fluttur hefur verið með ólögmætum hætti frá Úkraínu. Við fjöllum um málið í beinni útsendingu. Innlent 17.3.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ eins og feðginin orða það. Innlent 16.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankinn hefur gert viðskiptabönkunum að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standa þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni. Innlent 15.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa, á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra í Kænugarði í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu. Innlent 14.3.2023 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá fjölgun fólks með fjölþættan vanda sem sækir gistiskýli borgarinnar. Bæði Reykjavíkurborg og heilbrigðisráðherra vinna að endurskoðun þjónustu við þennan hóp og er þá meðal annars horft til víðtækari úrræða og varanlegt neyslurými. Innlent 13.3.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann ætlar að stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og stefnir á að leggja málið fyrir Alþingi næsta vetur. Innlent 12.3.2023 18:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í Sjávarútvegi, segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.3.2023 18:01 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 64 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna fólki í starfi. Innlent 10.4.2023 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðarmótin. Innlent 9.4.2023 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Komum sem leita í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022. Þetta kemur fram í komandi ársskýrslu athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. Innlent 8.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Icelandair hyggst skipta úr Boeing yfir í Airbus-flugvélar á næstu árum. Um er að ræða tímamót í íslenskri flugsögu. Allt frá því Flugélag Íslands fékk fyrstu Boeing þotuna til landsins árið 1967 hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Innlent 7.4.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru ennþá óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarf þess séu mikil vonbrigði. Innlent 6.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 5.4.2023 17:58
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. Innlent 4.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hluti hópsins hefur ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega körlunum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.4.2023 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Hopp tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggðist hefja innreið á markaðinn og að fyrstu Hopp leigubílarnir hefji keyrslu síðar í vor. Við skoðum málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.4.2023 18:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Hopp, sem stefnir nú á samkeppni á leigubílamarkaði, vonast eftir enn frekari rýmkun á leigubílalöggjöf. Ekkert komi í veg fyrir að Uber hasli sér völl hér á landi. Við fáum að kíkja á nýju leigubílana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hátt í eitt hundrað misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag og starfsmenn eru í áfalli. Við fáum Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem hefur málefni fjölmiðla á sínu borði, til að fara yfir stöðu fjölmiðla á Íslandi í beinni. Innlent 31.3.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikil hætta er enn á snjóflóðum og krapaflóðum á Austfjörðum og hefur verið gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Við fjöllum um stöðuna í fréttatímanum okkar kl. 18:30. Innlent 30.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. Við fjöllum um nýkynnta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 29.3.2023 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegurinn um Fagradal sem tengir helstu byggðarlög Austfjarða við Egilstaði opnaði síðdegis í dag eftir tæpa sólarhringslokun. Hvorki viðbragðsaðilar né aðrir höfðu komist um veginn, sem liggur meðal annars í Neskaupstað, vegna snjóflóðahættu. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu og ræðum meðal annars við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Innlent 28.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Við fjöllum um málið. Innlent 26.3.2023 17:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vinnueftirlitið mun setja sig í samband við verktakafyrirtækið sem byggir húsið í Garðabæ þar sem sprenging varð í gær. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir mikilvægt að sýna aðgát þegar unnið er með hættuleg efni. Innlent 25.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út síðdegis vegna elds sem kviknaði í þaki nýbyggingar í Garðabæ. Talið er að um hafi verið að ræða sprengingar í gaskútum en engin slys urðu á fólki. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við varðstjóra í beinni útsendingu. Innlent 24.3.2023 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna úti í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. Innlent 23.3.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir vaxtastökk Seðlabankans í dag og ástæður bankans fyrir þessari tólftu vaxtahækkun sinni. Seðlabankastjóri segir hættu á kreppu fái mikil verðbólga að grassera í langan tíma og þá verði erfiðara að vinda ofan af henni. Innlent 22.3.2023 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í barnamálaráðherra sem boðar breytingar á lögum um leikskóla og jafnvel lengingu á fæðingarorlofi. Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík stóðu fyrir mótmælum í Ráðhúsinu í dag vegna skorts á leikskólaplássum. Innlent 21.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikill titringur hefur verið á fjármálamörkuðum um allan heim í dag eftir yfirtöku á svissneska bankanum Credit Suisse um helgina. Við ræðum málið við sérfræðing í beinni útsendingu. Innlent 20.3.2023 17:59
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Svissneski bankinn UBS er sagður hafa komist að samkomulagi um yfirtöku á vandræðabankanum Credit Suisse. Íslenskur greinandi segir þetta líklega róa markaði í Evrópu. Kaupverðið er langt undir markaðsvirði sem komi ekki á óvart þar sem úlfatími sé á fjármálamarkaði um þessar mundir. Innlent 19.3.2023 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjármálaráðherra segir afleiðingarnar af hruni banka erlendis enn að koma í ljós. Styrkur íslenska fjármálakerfisins og viðnámsþrótturinn sé mjög mikill og hefur hann ekki áhyggjur, þó málið gæti haft einhver áhrif hér á landi. Innlent 18.3.2023 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín Rússlandsforseta, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu og vegna þess fjölda úkraínskra barna sem fluttur hefur verið með ólögmætum hætti frá Úkraínu. Við fjöllum um málið í beinni útsendingu. Innlent 17.3.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ eins og feðginin orða það. Innlent 16.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankinn hefur gert viðskiptabönkunum að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standa þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni. Innlent 15.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa, á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra í Kænugarði í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu. Innlent 14.3.2023 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá fjölgun fólks með fjölþættan vanda sem sækir gistiskýli borgarinnar. Bæði Reykjavíkurborg og heilbrigðisráðherra vinna að endurskoðun þjónustu við þennan hóp og er þá meðal annars horft til víðtækari úrræða og varanlegt neyslurými. Innlent 13.3.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann ætlar að stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og stefnir á að leggja málið fyrir Alþingi næsta vetur. Innlent 12.3.2023 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í Sjávarútvegi, segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.3.2023 18:01