Stígamót eru á meðal þeirra samtaka sem hafa lýst þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem upp sé komin í málefnum fólks á flótta, sem vísað hafi verið úr allri þjónustu opinberra aðila eftir neikvæða niðurstöðu umsóknar um vernd á báðum stjórnsýslustigum. Því hafa þau boðað til fundar eftir helgi, sem þau óska eftir að dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra muni sækja.
Eins fjöllum við um stöðuna í innrásarstríði Rússa í Úkraínu og heyrum af áhugaverðri sjúkrastofu fyrir slappa lunda í Vestmannaeyjum.
Þá gerum við upp dagskrá Menningarnætur í Reykjavík, þar sem er af nógu að taka. Við verðum í beinni frá Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar og ræðum við tvær af heitustu stjörnum íslensks tónlistarlífs um þessar mundir, þau Patr!k og Unu Torfa.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan 18:30.