Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þörf er á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi svo hægt sé að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Þetta segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Lítið sé vitað um innihald þeirra efna sem eru í umferð hér á landi. Fréttir 23.5.2023 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Innlent 22.5.2023 18:11 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu réði lögum og lofum á leiðtogafundi G7 sem lauk í dag, eftir ströng fundahöld og afgerandi stuðningsyfirlýsingar vesturveldanna við Úkraínu. Selenskí þurfti ítrekað að hafna fullyrðingum Rússa um yfirráð yfir úkraínsku borginni Bakhmút á lokadegi fundarins. Innlent 21.5.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til 29 sveitarfélaga og meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. Innlent 20.5.2023 18:17 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins, en á þriðja tug öryggismyndavéla sem settar voru upp fara hvergi. Við gerum leiðtogafundinn upp í fréttatímanum og ræðum aukið myndavélaeftirlit í kjölfar fundar við borgarfulltrúa í beinni útsendingu. Innlent 19.5.2023 18:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Við ræðum fundinn, áhrif hans og mikilvægi, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.5.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttatíma kvöldsins verður fjallað ítarlega um leiðtogafundinn í Reykjavík, opinbera yfirlýsingu fundarins, ávarp forsætisráðherra Úkraínu og hvernig fundargestir skemmtu sér í frítíma sínum. Innlent 17.5.2023 18:03 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarlegur viðbúnaður hefur verið í miðborg Reykjavíkur og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu. Þá var óvissustigi almannavarna lýst yfir síðdegis vegna fjölda netárása á opinberar stofnanir hér á landi. Innlent 16.5.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttatíma kvöldsins verður fjallað ítarlega um undirbúning leiðtogafundarins, en allt er að verða klárt í Hörpu. Þungvopnaðir lögreglumenn og leyniskyttur hafa komið sér fyrir og öryggisgæslan er af stærðargráðu sem við höfum aldrei séð hér á landi. Innlent 15.5.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Samtaka leigjenda er hræddur um að mörgum hafi brugðið þegar stjórnarformaður leigufélagsins Ölmu boðaði hækkun á leiguverði í dag. Yfirlýsing stjórnarformannsins um að leiguverð sé of lágt minni á vísindaskáldskap. Við ræðum við formanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.5.2023 17:57 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nokkur fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum heimilanna. Kona sem mætti á mótmælin segir fáránlegt að stýrivextir hafi verið hækkaðir marga mánuði í röð til þess eins að þrýsta á fólk að taka verðtryggð lán. Innlent 13.5.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. Innlent 12.5.2023 18:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Eflingar fagnar því að félagið fái nú beina aðild að Alþýðusambandinu eftir að meirihluti samþykkti úrsögn úr Starfsgreinasambandinu í atkvæðagreiðslu. Efling hljóti einnig að koma að viðræðum við stjórnvöld vegna komandi kjarasamninga. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, í beinni. Innlent 11.5.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leyniþjónusta rússneska hersins er talin standa fyrir stórum hluta þeirra netárása sem beinst hafa gegn Íslandi og öðrum NATO ríkjum. Lögregla skoðar nokkur mál þar sem erlendir aðilar eru grunaðir um að koma til landsins í þeim eina tilgangi að stunda hér njósnir. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.5.2023 17:57 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 9.5.2023 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslenskur lögmaður hefur verið kærður til lögreglunnar fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun. Formaður lögmannfélags Íslands segir málið alvarlegt. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.5.2023 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Rætt verður við Jón Gunnarsson í kvöldfréttum á Stöð 2. Innlent 7.5.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun. Innlent 6.5.2023 18:28 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá því að líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögunumm á höfuðborgarsvæðinu vegna hratt vaxandi eftirspurnar eftir heitu vatni á undanförnum árum. Langan tíma tekur að rannsaka ný orkusvæði og byggja þau upp til nýtingar. Innlent 5.5.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa er skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á önnur börn í grunnskólum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. Innlent 4.5.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leiðtogar Norðurlandanna hétu Úkraínuforseta auknum stuðningi á sögulegum fundi þeirra í Helsinki í dag. Enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. Heimir Már og Einar Árnason myndatökumaður okkar eru í Helsinki og gera upp viðburðaríkan dag í finnsku höfuðborginni. Innlent 3.5.2023 18:02 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tæknideild lögreglu hefur í allan dag rannsakað vettvang stórbruna sem kom upp í húsnæði við höfnina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Lögregla óskar eftir að ná tali af fjórum ungmennum vegna málsins. Innlent 2.5.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður BSRB segir fjarstæðukennt sé að árið 2023 séu kjaradeilur í svo hörðum hnút að grípa þurfi til verkfalla. Gera þurfi þá kröfu að fólk geti lifað af launum sínum. Margrét Björk fylgdist með baráttufundi verkafólks í dag og heyrði í verkafólki. Innlent 1.5.2023 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. Innlent 30.4.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, eftir að viðræður stéttarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sigldu í strand. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma. Innlent 29.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja eitt hundrað og sjötíu milljónum króna til að sporna gegn ópíóðafaraldrinum. Samstaða ríkir hins vegar ekki um afglæpavæðingu neysluskammta. Fjallað verður nánar um málið og rætt við yfirlækni Vogs um mögulegt fyrirkomulag boðaðrar viðbragðsþjónustu vegna vímuefnaneyslu. Innlent 28.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum af völdum of stórs skammts af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. Innlent 27.4.2023 17:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérsveitin fór í nærri tvöfalt fleiri útköll vegna vopnaburðar í fyrra en árið 2019. Verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir yngri kynslóðir virðast gera minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna. Dreifing ofbeldismyndbanda sé liður í frekari niðurlægingu þolenda. Innlent 26.4.2023 18:16 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Einn maður lést og tveir slösuðust þegar eldur kom upp í Grímsnesi GK í Njarðvíkurhöfn í nótt. Ljóst er að litlu mátti muna að fleiri færust í brunanum sem var mjög erfiður viðureignar. Báturinn er mikið skemmdur. Innlent 25.4.2023 18:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands. Pólska samfélagið á Íslandi óraði ekki fyrir því að slík grimmdarverk gætu verið framin á hinu örugga og hægláta Íslandi. Þrír af fjórum sakborningum eru nú vistaðir á Stuðlum sökum aldurs. Innlent 24.4.2023 18:00 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 65 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þörf er á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi svo hægt sé að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Þetta segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Lítið sé vitað um innihald þeirra efna sem eru í umferð hér á landi. Fréttir 23.5.2023 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Innlent 22.5.2023 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu réði lögum og lofum á leiðtogafundi G7 sem lauk í dag, eftir ströng fundahöld og afgerandi stuðningsyfirlýsingar vesturveldanna við Úkraínu. Selenskí þurfti ítrekað að hafna fullyrðingum Rússa um yfirráð yfir úkraínsku borginni Bakhmút á lokadegi fundarins. Innlent 21.5.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til 29 sveitarfélaga og meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. Innlent 20.5.2023 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins, en á þriðja tug öryggismyndavéla sem settar voru upp fara hvergi. Við gerum leiðtogafundinn upp í fréttatímanum og ræðum aukið myndavélaeftirlit í kjölfar fundar við borgarfulltrúa í beinni útsendingu. Innlent 19.5.2023 18:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Við ræðum fundinn, áhrif hans og mikilvægi, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.5.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttatíma kvöldsins verður fjallað ítarlega um leiðtogafundinn í Reykjavík, opinbera yfirlýsingu fundarins, ávarp forsætisráðherra Úkraínu og hvernig fundargestir skemmtu sér í frítíma sínum. Innlent 17.5.2023 18:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarlegur viðbúnaður hefur verið í miðborg Reykjavíkur og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu. Þá var óvissustigi almannavarna lýst yfir síðdegis vegna fjölda netárása á opinberar stofnanir hér á landi. Innlent 16.5.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttatíma kvöldsins verður fjallað ítarlega um undirbúning leiðtogafundarins, en allt er að verða klárt í Hörpu. Þungvopnaðir lögreglumenn og leyniskyttur hafa komið sér fyrir og öryggisgæslan er af stærðargráðu sem við höfum aldrei séð hér á landi. Innlent 15.5.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Samtaka leigjenda er hræddur um að mörgum hafi brugðið þegar stjórnarformaður leigufélagsins Ölmu boðaði hækkun á leiguverði í dag. Yfirlýsing stjórnarformannsins um að leiguverð sé of lágt minni á vísindaskáldskap. Við ræðum við formanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.5.2023 17:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nokkur fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum heimilanna. Kona sem mætti á mótmælin segir fáránlegt að stýrivextir hafi verið hækkaðir marga mánuði í röð til þess eins að þrýsta á fólk að taka verðtryggð lán. Innlent 13.5.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. Innlent 12.5.2023 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Eflingar fagnar því að félagið fái nú beina aðild að Alþýðusambandinu eftir að meirihluti samþykkti úrsögn úr Starfsgreinasambandinu í atkvæðagreiðslu. Efling hljóti einnig að koma að viðræðum við stjórnvöld vegna komandi kjarasamninga. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, í beinni. Innlent 11.5.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leyniþjónusta rússneska hersins er talin standa fyrir stórum hluta þeirra netárása sem beinst hafa gegn Íslandi og öðrum NATO ríkjum. Lögregla skoðar nokkur mál þar sem erlendir aðilar eru grunaðir um að koma til landsins í þeim eina tilgangi að stunda hér njósnir. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.5.2023 17:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 9.5.2023 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslenskur lögmaður hefur verið kærður til lögreglunnar fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun. Formaður lögmannfélags Íslands segir málið alvarlegt. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.5.2023 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Rætt verður við Jón Gunnarsson í kvöldfréttum á Stöð 2. Innlent 7.5.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun. Innlent 6.5.2023 18:28
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá því að líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögunumm á höfuðborgarsvæðinu vegna hratt vaxandi eftirspurnar eftir heitu vatni á undanförnum árum. Langan tíma tekur að rannsaka ný orkusvæði og byggja þau upp til nýtingar. Innlent 5.5.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa er skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á önnur börn í grunnskólum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. Innlent 4.5.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leiðtogar Norðurlandanna hétu Úkraínuforseta auknum stuðningi á sögulegum fundi þeirra í Helsinki í dag. Enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. Heimir Már og Einar Árnason myndatökumaður okkar eru í Helsinki og gera upp viðburðaríkan dag í finnsku höfuðborginni. Innlent 3.5.2023 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tæknideild lögreglu hefur í allan dag rannsakað vettvang stórbruna sem kom upp í húsnæði við höfnina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Lögregla óskar eftir að ná tali af fjórum ungmennum vegna málsins. Innlent 2.5.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður BSRB segir fjarstæðukennt sé að árið 2023 séu kjaradeilur í svo hörðum hnút að grípa þurfi til verkfalla. Gera þurfi þá kröfu að fólk geti lifað af launum sínum. Margrét Björk fylgdist með baráttufundi verkafólks í dag og heyrði í verkafólki. Innlent 1.5.2023 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. Innlent 30.4.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, eftir að viðræður stéttarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sigldu í strand. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma. Innlent 29.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja eitt hundrað og sjötíu milljónum króna til að sporna gegn ópíóðafaraldrinum. Samstaða ríkir hins vegar ekki um afglæpavæðingu neysluskammta. Fjallað verður nánar um málið og rætt við yfirlækni Vogs um mögulegt fyrirkomulag boðaðrar viðbragðsþjónustu vegna vímuefnaneyslu. Innlent 28.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum af völdum of stórs skammts af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. Innlent 27.4.2023 17:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérsveitin fór í nærri tvöfalt fleiri útköll vegna vopnaburðar í fyrra en árið 2019. Verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir yngri kynslóðir virðast gera minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna. Dreifing ofbeldismyndbanda sé liður í frekari niðurlægingu þolenda. Innlent 26.4.2023 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Einn maður lést og tveir slösuðust þegar eldur kom upp í Grímsnesi GK í Njarðvíkurhöfn í nótt. Ljóst er að litlu mátti muna að fleiri færust í brunanum sem var mjög erfiður viðureignar. Báturinn er mikið skemmdur. Innlent 25.4.2023 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands. Pólska samfélagið á Íslandi óraði ekki fyrir því að slík grimmdarverk gætu verið framin á hinu örugga og hægláta Íslandi. Þrír af fjórum sakborningum eru nú vistaðir á Stuðlum sökum aldurs. Innlent 24.4.2023 18:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent