Nýtt fyrirkomulag við fjármögnun háskólanna var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir að það skili auknum gæðum í íslensku háskólanámi en stúdentar óttast að það verði til þess að færri komist í háskóla en áður. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri; í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjónn sem segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi.
Þingmaður Pírata hefur í fimmta sinn lagt fram frumvarp um afgæpavæðingu neysluskammta. Við verðum í beinni frá Alþingi þar sem umræður um bandorminn svokallaða standa enn yfir. Þá kynnum við okkur einnig svokallaðar kynjaveislur sem geta verið afar íburðamiklar. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður kafar ofan í þetta bandaríska menningarfyrirbrigði sem hefur rutt sér til rúms á Íslandi.
Og í Íslandi í dag; foreldrar segja ótrúlegustu hluti á leikjum barna sinna og við munum sýna þessa framkomu í Hliðarlínunni, nýjum þáttum sem eru á leið í loftið á Stöð 2. Sindri Sindarson kynnir sér þessa nýjustu þætti Lillý Valgerðar í Íslandi í dag.