Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Vextir á námslánum hækka sífellt og hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Lántakendum hefur fækkað á síðustu árum og forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Örlög Kevins McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ráðast í kvöld með atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gegn honum. Við förum yfir nýjustu vendingar.

Umboðsmanni barna hafa borist erindi frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Við ræðum við Salvöru Nordal sem segir börnin upplifa mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan.

Þá verðum við í beinni frá fyrsta opna íbúafundinum um Sundabraut, heyrum í Sjálfstæðismönnum um nýja tillögu um uppsetningu á sólarsellum á heimilum í Reykjavík og skoðum fyrstu íslensku tilraunastofuna í stjarneðlisfræði.

Í Íslandi í dag hittir Kristín Ólafsdóttir þríburamömmur sem eignuðust dætur sínar í vor - þremur mánuðum fyrir tímann. Mæðurnar segja okkur fæðingarsöguna og fara yfir erfiðleikana, ástina og gleðina sem fylgir því að eignast þrjú börn á einu bretti.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×