Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Læknir sem gerði banvæn mistök þegar hann tók á móti barni segir ekkert mikilvægara en að heilbrigðisstarfsfólk segi sannleikann og gangist strax við mistökum sínum. Hann telur fámenni Íslendinga gera þessi mál erfiðari. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þá er Ísland eitt fárra landa í heiminum sem hefur ekki kortlagt jarðauðlindir sínar eins og heitt og kalt vatn. Forstjóri Ísor segir um mikilvægustu auðlindir mannkyns að ræða og gríðarlega mikilvægt að hraða rannsóknum. 

Við lítum við á Vestfjörðum en íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa í næsta mánuði um sameiningu. Reynir þá í fyrsta sinn á nýj lagaákvæði um íbúakosningar.

Og við verðum í beinni útsendingu frá Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk. Þrír keppendur eru eftir og hafa þeir lokið meira en 220 kílómetra hlaupi. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×