Lög og regla

Fréttamynd

Vegi lokað vegna alvarlegs slyss

Mjög alvarlegt umferðarslys varð skammt fyrir sunnan bæinn Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð um klukkan hálfsex í dag. Tveir bílar lentu í harkalegum árekstri en þrjár manneskjur voru í bílunum. Lögregla lokaði hringveginum í Öxnadal og má búast við að hann verði lokaður í um klukkustund í viðbót.

Innlent
Fréttamynd

Erill hjá lögreglunni í Reykjavík

Erilsamt var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt en alls voru átta ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur og fengu þrír þeirra að gista í fangageymslum lögreglunnar í nótt. Skýrsla af þeim verður tekin nú í morgunsárið. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík var ölvun talsverð í miðbæ Reykjavíkur í nótt en lögreglan segir þó að nóttin hafi gengið stórslysalaust fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvaði slagsmál með táragasi

Lögreglan í Hafnarfirði þurfti í gærkvöld að beita táragasi til þess að stöðva slagsmál við Löngumýri í Garðabæ. Tilkynnt var um ólæti við götuna um miðnætti og greint frá því að tíu til fimmtán piltar væru að slást þar auk þess sem bílum hefði verið ekið óvarlega í götunni. Þegar lögrega kom á staðinn var talsverður í æsingur í þeim sem þar voru og flugust menn á.

Innlent
Fréttamynd

Meiddist illa í hlaupahjólsslysi

Þrettán ára strákur slasaðist alvarlega þegar hann féll á hlaupahjóli sínu í fyrradag á Hátúni í Keflavík. Drengurinn fékk stýrið í kviðinn með þeim afleiðingum að miltað sprakk. Samkvæmt fréttavef <em>Víkurfrétta</em> var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítalans og var þaðan á gjörgæsludeild. Eftir aðhlynningu lækna var hann síðan fluttur á Barnaspítala Hringsins.

Innlent
Fréttamynd

Hrossaskíturinn dugði við Lyngmóa

Hrossaskítur dugði til að fæla unglinga frá því að hópast á túnblett við Lyngmóa í Garðabæ í gærkvöldi. Þess í stað kom hópur ungmenna saman við Löngufit og varð úr bæði ölvun og ólæti, raunar svo mikil að lögregla handtók þrjá pilta á svæðinu. Gistu þeir fangageymslu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Óánægja með sýknudóm yfir Lettum

Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Nokkuð annasamt í Kópavogi

Talsverður erill var einnig hjá lögreglunni í Kópavogi í nótt en einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Reykjanesbrautinni um klukkan eitt í nótt. Hann var þó látinn laus eftir að blóðsýni hafði verið tekið úr honum. Þá stöðvaði Selfosslögreglan ökumann vegna gruns um ölvun um klukkan átta í gærkvöld og segir lögreglan að viðkomandi hafi virst talsvert ölvaður en hafi þó fengið að fara heim eftir rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Mega vinna tímabundið á leyfis

Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Lettanna sem voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær, segir að með þessum dómi sé í fyrsta sinn tekið almennilega á álitaefnum varðandi útlendinga frá Eystrasaltsríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Ók á lögregubíl á mikilli ferð

Lögreglubíll endaði úti í skurði eftir að ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók á mikilli ferð á hann þegar lögregla hugðist ná tali af manninum. Lögreglan á Akranesi var í gærkvöldi beðin um að svipast um eftir manni sem farið var að sakna og fann hún bílinn og hélt í átt að honum. Þegar lögreglubifreiðin nálgaðist ók maðurinn af stað á móti lögreglubifreiðinni og beint framan á hana á mikilli ferð, en bílarnir voru á þröngum malarvegi þar sem ekki er hægt að mætast.

Innlent
Fréttamynd

Aftur fjallað um meintan fjárdrátt

Munnlegur málflutningur í máli Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á ölvaðan umferðarstjóra

Uppátæki sem líklega hefur átt að vera brandari fékk heldur slæman endi á Laugaveginum í nótt. Að sögn lögreglunnar höfðu einhverjir spaugsamir vegfarendur tekið bíl sem var í stæði á Laugavegi og dregið hann út á götu þannig að hann truflaði umferð. Maður sem leið átti hjá og ekki var allsgáður sá að ófremdarástand var að skapast og ákvað upp á sitt einsdæmi að taka að sér umferðarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Lettarnir voru sýknaðir

Lettarnir tveir sem komu hingað til lands á vegum lettnesku starfsmannaleigunnar Vislande til að aka rútu fyrir GT verktaka á Kárahnjúkum voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær en þeir voru ákærðir fyrir að starfa hér á landi án atvinnuleyfis. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sýknað af kröfum tóbaksfyrirtækja

Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfu British American Tobacco Nordic í Finnlandi og British American Investment í Bretlandi en stefnendur kröfðust viðurkenningar dómstóla á því að takmarkanir í tóbaksvarnarlögum frá árinu 2001 um sýnileika brytu í bága við eignarréttarákvæði, tjáningarfrelsisákvæði og atvinnufrelsisákvæði. Héraðsdómur var þó ósammála stefnendum og sýknaði ríkið.

Innlent
Fréttamynd

Skarst frá nefi í munn

22 ára gamall maður var á fimmtudag dæmdur í hálfsársfangelsi fyrir að slá annan mann, 25 ára að aldri, með glerflösku í andlitið þannig að hún brotnaði og sá hlaut djúpan 5 sentímetra langan skurð frá nefi og niður að vör.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur á gatnamótum

Þrír voru fluttir með sjúkrabíl til skoðunar hjá lækni eftir allharðan árekstur fólksbíls og jeppa við bæinn Tjörn, um 20 kílómetra sunnan við Húsavík, síðdegis á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Héngu aftan í strætó á línuskautum

Tveir ungir drengir héngu hjálmlausir á línuskautum aftan í strætisvagni í Skerjafirði í gær. Eigendur verslunarinnar Skerjavers urðu þessa varir og létu skólayfirvöld í Melaskóla vita.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 173 í Ártúnsbrekku

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði 18 ára ökumann á 173 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku klukkan að ganga tólf í gærkvöldi. Í brekkunni er hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Úr þakhýsi í kjallara

Landhelgisgæslan flutti í gær stjórnstöð sína frá Seljavegi 32 í Reykjavík þar sem hún hefur verið í 51 ár á efstu hæð. Stjórnstöðin er nú í kjallara í Skógarhlíð þar sem Neyðarlínan var fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað í tóbaksdómi

Á næstu vikum verður tekin ákvörðun um hvort áfrýjað verður dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum tóbaksframleiðandans British American Tobacco. Tíma tekur að kynna fyrirtækinu dóminn sem er viðamikill.

Innlent
Fréttamynd

Fylgst með reiðhjólanotkun

Í Kópavogi segist lögregla hafa sérstakt auga með reiðhjólafólki og börnum á reiðhjólum þessa dagana. Þetta mun vera eitt af hefðbundnum vorverkum lögreglu víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu, enda reiðhjólanotkun að aukast með bættu tíðarfari.

Innlent
Fréttamynd

Máli Gunnars Arnar vísað frá dómi

Hæstiréttur gagnrýnir rannsókn lögreglu og verknaðarlýsingu ákæru á hendur fyrrum endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna. Málinu var í gær vísað frá dómi. Ríkissaksóknari segir verða skoðað hvort málarekstur verði hafinn að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Allir vilja Jökulsárlón

Aðalmeðferð fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi í máli fjármálaráðuneytisins á hendur Sameigendafélagi Fells og Einari Birni Einarssyni til að fá hnekkt úrskurði Óbyggðanefndar um eignarhald á Jökulsárlóni og stórum hluta jarðarinnar Fells í Suðursveit.

Innlent
Fréttamynd

Dalsmynnisdómur stendur

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms um að maður og kona greiði Hundaræktinni Dalsmynni samtals um 730 þúsund krónur fyrir fimm hunda sem þau keyptu í ársbyrjun árið 2002, alla af Chihuahua-smáhundategund, einn hund og fjórar tíkur.

Innlent
Fréttamynd

Lithái sendur til Þýskalands

Hæstiréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að framselja bæri litháískan mann til Þýskalands. Hingað kom maðurinn með Norrænu í byrjun mars.

Innlent
Fréttamynd

Klofinn dómur í kynferðisbrotamáli

Héraðsdómur Norðurlands vestra klofnaði í máli manns sem sakaður var um kynferðisbrot gegn ungri systurdóttur sinni. Tveir dómarar sýknuðu manninn, en sá þriðji skilaði séráliti og vildi dæma hann í 10 mánaða fangelsi. Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

6 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Tuttugu og tveggja ára karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa slegið mann í andlitið með flösku fyrir utan skemmtistað í Reykjavík í desember árið 2003. Flaskan brotnaði á andliti mannsins með þeim afleiðingum að hann hlaut djúpan skurð í andlitið auk fjölda skurða á enni.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumaður sýknaður

Lögreglumaður var sýknaður í Hæstarétti í dag af ákæru um fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex skilorðsbundir. 

Innlent
Fréttamynd

Lögga sýknuð af fjárdrætti

Hæstiréttur sýknaði í gær fyrrum lögreglufulltrúa í ávana- og fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík af því að hafa dregið sér tæpar 900 þúsund krónur sem haldlagðar voru við húsleit þar sem rannsakað var meint brot á fíkniefnalögum. Um miðjan nóvember dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninn í 9 mánaða fangelsi fyrir fjárdráttinn.

Innlent
Fréttamynd

Óvenju gestkvæmt á Hverfisgötunni

Óvenju gestkvæmt var í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík í nótt, eða ellefu manns. Tveir þeirra sem þar dvelja nú voru teknir fyrir bílþjófnað og verða yfirheyrðir með morgninum og tveir, svokallaðir góðkunningjar, voru teknir þegar þeir komu sér inn í þvottahús í Norðurmýri þar sem þeir ætluðu að gista við lítinn fögnuð húseigenda.

Innlent