Innlent

Allir vilja Jökulsárlón

Aðalmeðferð fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi í máli fjármálaráðuneytisins á hendur Sameigendafélagi Fells og Einari Birni Einarssyni til að fá hnekkt úrskurði Óbyggðanefndar um eignarhald á Jökulsárlóni og stórum hluta jarðarinnar Fells í Suðursveit. Á móti gera landeigendurnir gagnkröfur um að fá stærri eignarhlut en Óbyggðanefnd hafði úrskurðað. "Meðal annars er tekist á um lónið og stóran hluta af Breiðamerkurjökli," segir Reynir Karlsson hæstaréttarlögmaður sem fer með mál landeigendanna. "Vísindarannsóknir hafa sýnt að undir jöklinum var Breiðmörk og við landnám var þar grösugt svæði og láglendi. Landeigendur byggja á að þetta hafi verið numið þegar við landnám og engu eigi að breyta þótt snjóað hafi í jörðina." Óbyggðanefnd féllst hins vegar í úrskurði sínum á landamerki til austurs, vesturs og til sjávar, en miðaði kröfulínuna til norðurs við stöðu Breiðamerkurjökuls eins og hún var við gildistöku þjóðlendulaga árið 1998.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×