Innlent

Úr þakhýsi í kjallara

Landhelgisgæslan flutti í gær stjórnstöð sína frá Seljavegi 32 í Reykjavík þar sem hún hefur verið í 51 ár á efstu hæð. Stjórnstöðin er nú í kjallara í Skógarhlíð þar sem Neyðarlínan var fyrir. Á árinu stendur svo til að flytja alla starfsemi Gæslunnar yfir í Skógarhlíð í álmu sem er í smíðum. Viðbrigðin eru hins vegar töluverð fyrir starfsmenn stjórnstöðvarinnar sem fara úr ríflega 110 fermetrum á efstu hæð í 60 fermetra í kjallara sem þeir deila með öðrum. Þá bætir stjórnstöðin við sig verkefnum og tekur samkvæmt samningi við Siglingastofnun við stjórn vaktstöðvar siglinga og stýrir eftirleiðis tilkynningaskyldu og strandstöðvaþjónustu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×