Klofinn dómur í kynferðisbrotamáli 12. maí 2005 00:01 Maður hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa misnotað 10 ára gamla systurdóttur sína. Einn dómari skilaði séráliti og vildi dæma manninn í 10 mánaða fangelsi auk þess að láta hann greiða stúlkunni hálfa milljón í miskabætur. Maðurinn var sakaður um að hafa káfað innan klæða á rassi og kynfærum stúlkunnar, sett fingur inn í kynfæri hennar og nuddað lim sínum við ber kynfæri hennar og rass. Stúlkan var í heimsókn hjá manninum og sjö ára gamalli dóttur hans og sváfu þau öll í sama rúmi. Stúlkan bar að maðurinn hafi talið hana vera sofandi, en hún lét ekki vita af því að hún vakti og greindi frá því hvernig hann hafi að lokum farið á klósett og þvegið sér. Þegar hún taldi að maðurinn væri sofnaður sagðist hún hafa fært sig niður á gólf og var hún þar það sem eftir lifði nætur. Meint brot átti að hafa átt sér stað í júní 2003. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 6. þessa mánaðar af Halldóri Halldórssyni dómsformanni og Ásgeiri Magnússyni, héraðsdómurum. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari skilaði séráliti. Maðurinn neitaði staðfastlega sakargiftum og kvaðst enga skýringu geta gefið á því hvers vegna stúlkan sakaði hann um að hafa brotið á sér. Stúlkan var tvisvar fengin til að tjá sig um atburðina fyrir dómi, en vildi ekki í fyrra skiptið tjá sig. Í millitíðinni var tekið viðtal við stúlkuna í Barnahúsi þar sem hún greindi starfsmanni frá atburðum. Meirihluti dómsins tekur fram að þessir annmarkar á framburði stúlkunnar, gegn staðfastri neitun mannsins, þýði að ekki hafi tekist að "færa fram lögfulla sönnun á sekt hans." Í sératkvæði Sigrúnar bendir hún á að ágreiningslaust sé að stúlkan hafi dvalist næturlangt hjá manninum á umræddum tíma, hún hafi greint bæði bróður sinni og móður frá atburðum en það gerði hún rúmum mánuði eftir að meint brot átti sér stað. "Þótt stelpan hafi ekki skýrt ókunnugum frá atburðinum strax, álít ég hana trúverðuga og einlæga í framburði sínum," sagði hún og vísaði jafnframt til álits lækna um að meyjarhaft stúlkunnar hafi borið gróna áverka og hún hafi sýnt merki um slæma andlega líðan eftir atburðinn, svo sem svefntruflanir og sjálfsmeiðingar. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað en hann hafi verið sendur áfram til ríkissaksóknara. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Maður hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa misnotað 10 ára gamla systurdóttur sína. Einn dómari skilaði séráliti og vildi dæma manninn í 10 mánaða fangelsi auk þess að láta hann greiða stúlkunni hálfa milljón í miskabætur. Maðurinn var sakaður um að hafa káfað innan klæða á rassi og kynfærum stúlkunnar, sett fingur inn í kynfæri hennar og nuddað lim sínum við ber kynfæri hennar og rass. Stúlkan var í heimsókn hjá manninum og sjö ára gamalli dóttur hans og sváfu þau öll í sama rúmi. Stúlkan bar að maðurinn hafi talið hana vera sofandi, en hún lét ekki vita af því að hún vakti og greindi frá því hvernig hann hafi að lokum farið á klósett og þvegið sér. Þegar hún taldi að maðurinn væri sofnaður sagðist hún hafa fært sig niður á gólf og var hún þar það sem eftir lifði nætur. Meint brot átti að hafa átt sér stað í júní 2003. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 6. þessa mánaðar af Halldóri Halldórssyni dómsformanni og Ásgeiri Magnússyni, héraðsdómurum. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari skilaði séráliti. Maðurinn neitaði staðfastlega sakargiftum og kvaðst enga skýringu geta gefið á því hvers vegna stúlkan sakaði hann um að hafa brotið á sér. Stúlkan var tvisvar fengin til að tjá sig um atburðina fyrir dómi, en vildi ekki í fyrra skiptið tjá sig. Í millitíðinni var tekið viðtal við stúlkuna í Barnahúsi þar sem hún greindi starfsmanni frá atburðum. Meirihluti dómsins tekur fram að þessir annmarkar á framburði stúlkunnar, gegn staðfastri neitun mannsins, þýði að ekki hafi tekist að "færa fram lögfulla sönnun á sekt hans." Í sératkvæði Sigrúnar bendir hún á að ágreiningslaust sé að stúlkan hafi dvalist næturlangt hjá manninum á umræddum tíma, hún hafi greint bæði bróður sinni og móður frá atburðum en það gerði hún rúmum mánuði eftir að meint brot átti sér stað. "Þótt stelpan hafi ekki skýrt ókunnugum frá atburðinum strax, álít ég hana trúverðuga og einlæga í framburði sínum," sagði hún og vísaði jafnframt til álits lækna um að meyjarhaft stúlkunnar hafi borið gróna áverka og hún hafi sýnt merki um slæma andlega líðan eftir atburðinn, svo sem svefntruflanir og sjálfsmeiðingar. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað en hann hafi verið sendur áfram til ríkissaksóknara.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira