Erlent Hamas handtaka talsmann Hers íslam Hamas samtökin hafa handtekið talsmann hópsins Her íslam sem heldur fréttamanninum Alan Johnston í gíslingu. Hugsanlegt er að Hamas muni notfæra sér það til þess vinna að lausn Johnstons. Samtökin hafa krafist þess að hópurinn láti hann lausann. Erlent 2.7.2007 10:13 Maður lést eftir að hafa stokkið niður af 20 metra hárri brú Tuttugu og tveggja ára gamall maður hoppaði ofan af 20 metra hárri brú í Gautaborg aðfararnótt sunnudags og lést í kjölfarið. Rokktónleikar voru við annan enda Göta - Älv brúarinnar og voru nokkrir sem léku sér að því að stökkva niður af brúnni á meðan á þeim stóð. Maðurinn ætlaði ásamt félaga sínum að hoppa niður en félaginn hætti við á síðustu stundu. Erlent 2.7.2007 09:50 Samruni í bígerð við Persaflóa Tveir bankar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eiga í samrunaviðræðum. Gangi sameining þeirra eftir verður til einn stærsti banki við Persaflóa með eignir upp á 48,7 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 2.7.2007 09:43 Lögregla sótti Wiltord vegna umferðarbrota Lögregla sótti í morgun franska framherjann Sylvain Wiltord þar sem hann var að hefja æfingu hjá félagi sínu Olympique Lyon í morgun. Lögreglan vildi yfirheyra leikmanninn í tengslum við umferðarlagabrot. Hann fékk að yfirgefa lögreglustöðina og fara á æfingu eftir að hafa svarað spurningum lögreglu. Honum var svo gert að mæta aftur til lögreglu eftir nokkra mánuði. Erlent 2.7.2007 09:33 Tilboð í Virgin Media Fjárfestingafélagið Carlyle er sagt ætla að leggja fram yfirtökutilboð í bresku kapalsjónvarpsstöðina Virgin Media upp á rúma 5,5 milljarða punda, jafnvirði 692,7 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 2.7.2007 09:06 Leiðtogar Afríku funda í Accra Leiðtogafundur Afríkusambandsins fer fram í Accra, höfuðborg Ghana, í dag. í sambandinu eru alls 53 ríki. Yfirskrift fundarins eru viðræður um aukna samtvinnun ríkisstjórna Afríku og stærra hlutverk sambandsins. Hugmyndin um Bandaríki Afríku er ekki ný af nálinni en forseti Líbíu, Muammar Gadafi, hvatti leiðtoga Afríkuríkja nýverið til þess að hugsa nánar um hana. Erlent 2.7.2007 08:39 Hús sprakk í Danmörku Kröftug sprenging jafnaði íbúðarhús í Lystrup við Árósa við jörðu rétt eftir miðnætti í gær. Húsið var tómt og ekki er vitað hvað olli sprengingunni. Erlent 2.7.2007 08:27 Segja Írana vita af hernaðaraðgerðum í Írak Háttsettir einstaklingar innan írönsku stjórnarinnar vita af hernaðaraðgerðum Byltingarvarða landsins í Írak. Talsmenn bandaríska hersins fullyrtu þetta í morgun. Bandaríski herinn hefur löngum ásakað Byltingarverðina, sem eru sérsveitir íranska hersins, um að hvetja til og auka á ofbeldi í Írak. Erlent 2.7.2007 08:04 Eiginkona forsetans býður sig fram Eiginkona forseta Argentínu, Cristina Kirchner, ætlar sér að bjóða sig fram í forsetakosningum í landinu í október. Hún hefur hingað til verið öldungadeildar þingmaður. Eiginmaður hennar, Nestor Kirchner, hefur gegnt embætti í fjögur ár. Erlent 2.7.2007 07:51 Putin og Bush ræða saman Vladimir Putin, forseti Rússlands, og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, halda í dag óformlegar viðræður í ættarbústað Bush í Maine í Bandaríkjunum. Putin mun eyða tveimur dögum í félagsskap Bush. Erlent 2.7.2007 07:26 Obama slær fjáröflunarmet Demókratinn Barack Obama er sá frambjóðandi sem hefur safnað mestum peningum til þess að nota í baráttunni um forsetaefni flokksins. Obama safnaði 32,5 milljón dollara á síðustu þremur mánuðum, eða fimm milljónum meira en Hillary Clinton, sem er hans helsti andstæðingur. Erlent 2.7.2007 07:13 Minningartónleikar um Díönu fóru fram í gær Minningartónleikar um Díönu Prinsessu af Wales fóru fram í Lundúnum í gær. Rúmlega sextíu þúsund manns hlýddu á stórstjörnur eins og Tom Jones, Elton John og Rod Stewart syngja sín bestu lög. Synir Díönu, William og Harry, skipulögðu tónleikana í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því móðir þeirra lést. Allur ágóði tónleikanna fór í góðgerðarmál. Erlent 2.7.2007 07:09 Tveir handteknir vegna árásanna í Bretlandi Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Erlent 2.7.2007 06:56 Stærsta yfirtaka í Kanada Samkomulag hefur náðst um kaup tveggja bandarískra fjárfestingasjóða og lífeyrissjóðs frá Kanada á kanadíska fjarskiptafélaginu Bell Canada. Kaupverð nemur 51,7 milljörðum kanadískum dölum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup í sögu Kanada. Viðskipti erlent 1.7.2007 23:39 Vísað úr landi Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Erlent 1.7.2007 19:24 Orðsporið gæti orðið fjötur um fót Íranar eru ósáttir við skipan Tonys Blairs, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem sérlegs sáttafulltrúa um lausn deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Breskur prófessor í stjórnmálafræði telur að orðspor hans geti orðið honum fjötur um fót. Erlent 1.7.2007 19:08 Óttast árás Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Erlent 1.7.2007 18:16 Reykingabann tekur gildi á Englandi Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Erlent 30.6.2007 19:32 Ódýrara að hringja Frá og með deginum í dag er mun ódýrara fyrir íbúa á Evrópusambandssvæðinu að hringja milli landa innan ESB. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir Evróputilskipun þess efnis lækka farsímareikning margra Íslendinga en þó ekki alveg strax. Erlent 30.6.2007 19:12 Flóttafólkið komið til Möltu Yfirvöld á Möltu hafa tekið við tuttugu flóttamönnum sem voru teknir um borð í togarann Eyborgu í Miðjarðarhafi fyrr í vikunni. Herskip sótti fólkið í dag og sigldi með það til hafnar á Möltu. Flóttamennirnir fundust í flotkvíum sem togarinn hafði í eftirdragi. Erlent 30.6.2007 18:56 Þriggja manna leitað Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Erlent 30.6.2007 12:21 Brú milli Danmerkur og Þýskalands Danir og Þjóðverjar hafa ákveðið að byggja brú milli Láglands og og Norður-Þýskalands. Brúin verður átján kílómetra löng. Framkvæmdin kostar jafnvirði hátt í 500 milljarða íslenskra króna og á að ljúka 2018. Erlent 29.6.2007 19:21 Blóðbaði afstýrt Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Erlent 29.6.2007 19:17 Líbanskir hermenn skutu á mótmælendur Líbanskir hermenn skutu í dag á palestínska mótmælendur með þeim afleiðingum að þrír létust og að minnsta kosti 20 særðust. Mótmælendurnir voru að reyna að komast í gegnum eftirlitshlið á leið sinni aftur í flóttamannabúðirnar Nahr al-Bared í norður Líbanon. Vitni sögðu hermennina í fyrstu hafa skotið upp í loftið en þegar mótmælendurnir sem voru að minnsta kosti hundrað talsins. Erlent 29.6.2007 15:46 Frumbyggjar mótmæla í Kanada Lögregla í Kanada hefur neyðst til þess að loka hluta af fjölförnustu hraðbraut landsins og lestarsamgöngur á milli Toronto og Montreal hafa verið stöðvaðar vegna mótmæla frumbyggja á götum úti. Mikil ferðamannahelgi er framundan enda þjóðhátíðardagurinn 1. júlí á sunnudaginn og hafa mómælin skapað talsverð vandræði. Erlent 29.6.2007 15:04 Nítján ára í lífstíðarfangelsi Hinn nítján ára Stuart Harling frá Rainham hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða hjúkrunarkonuna Cheryl Moss fyrir aftan St George's sjúkrahúsið í Hornchurch austan við London í apríl 2006. Moss var í sígarettupásu þegar Harling réðst að henni og stakk hana með sjötíu og tvisvar sinnum með hnífi. Erlent 29.6.2007 12:24 Skógareldar svíða Grikkland Mestu skógareldar í meira en tíu ár ógna nú höfuðborg Grikklands, Aþenu, en slökkviliðsmenn, hermenn og sjálfboðaliðar berjast nú við logana. Hundruð elda loga um allt Grikkland. Talið er að einhverjir séu komnir til vegna íkveikja en margir hófst vegna rafmagnslína sem kviknaði í vegna hitans. Erlent 29.6.2007 11:42 Pólverjar vilja endurskoða Evrópusáttmála Pólverjar vilja taka upp viðræður um nýundirskrifaðan sáttmála Evrópusambandsins að nýju. Forsætisráðherra landsins, Jaroslaw Kaczynski, sagði þetta á fréttamannafundi í morgun. Viðbúið er að yfirlýsingin eigi eftir að valda mikilli úlfúð meðal annarra landa Evrópusambandsins. Erlent 29.6.2007 11:26 Líkur á stýrivaxtahækkun í Japan Greinendur í Japan telja líkur á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í þriðja sinn á sjö árum í ágúst vegna verðhjöðnunar þar í landi upp á 0,1 prósent í maí, fjórða mánuðinn í röð. Stýrivextir í Japan hafa einungis verið hækkaðir tvisvar síðan árið 2000 og standa í 0,5 prósentum. Viðskipti erlent 29.6.2007 09:56 Nauðgunarlög í Súdan þarfnast yfirferðar Þörf er á því að yfirvöld í Súdan yfirfari lög um nauðganir til að stöðva þær fjöldanauðganir sem eiga sér stað í stríðshrjáðum héruðum Darfur. Fórnarlömb nauðgana hafa nær enga möguleika á því að leita réttar síns og eiga það jafnvel á hættu að verða lögsótt fyrir kynmök utan hjónabands. Erlent 29.6.2007 09:34 « ‹ 82 83 84 85 86 87 88 89 90 … 334 ›
Hamas handtaka talsmann Hers íslam Hamas samtökin hafa handtekið talsmann hópsins Her íslam sem heldur fréttamanninum Alan Johnston í gíslingu. Hugsanlegt er að Hamas muni notfæra sér það til þess vinna að lausn Johnstons. Samtökin hafa krafist þess að hópurinn láti hann lausann. Erlent 2.7.2007 10:13
Maður lést eftir að hafa stokkið niður af 20 metra hárri brú Tuttugu og tveggja ára gamall maður hoppaði ofan af 20 metra hárri brú í Gautaborg aðfararnótt sunnudags og lést í kjölfarið. Rokktónleikar voru við annan enda Göta - Älv brúarinnar og voru nokkrir sem léku sér að því að stökkva niður af brúnni á meðan á þeim stóð. Maðurinn ætlaði ásamt félaga sínum að hoppa niður en félaginn hætti við á síðustu stundu. Erlent 2.7.2007 09:50
Samruni í bígerð við Persaflóa Tveir bankar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eiga í samrunaviðræðum. Gangi sameining þeirra eftir verður til einn stærsti banki við Persaflóa með eignir upp á 48,7 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 2.7.2007 09:43
Lögregla sótti Wiltord vegna umferðarbrota Lögregla sótti í morgun franska framherjann Sylvain Wiltord þar sem hann var að hefja æfingu hjá félagi sínu Olympique Lyon í morgun. Lögreglan vildi yfirheyra leikmanninn í tengslum við umferðarlagabrot. Hann fékk að yfirgefa lögreglustöðina og fara á æfingu eftir að hafa svarað spurningum lögreglu. Honum var svo gert að mæta aftur til lögreglu eftir nokkra mánuði. Erlent 2.7.2007 09:33
Tilboð í Virgin Media Fjárfestingafélagið Carlyle er sagt ætla að leggja fram yfirtökutilboð í bresku kapalsjónvarpsstöðina Virgin Media upp á rúma 5,5 milljarða punda, jafnvirði 692,7 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 2.7.2007 09:06
Leiðtogar Afríku funda í Accra Leiðtogafundur Afríkusambandsins fer fram í Accra, höfuðborg Ghana, í dag. í sambandinu eru alls 53 ríki. Yfirskrift fundarins eru viðræður um aukna samtvinnun ríkisstjórna Afríku og stærra hlutverk sambandsins. Hugmyndin um Bandaríki Afríku er ekki ný af nálinni en forseti Líbíu, Muammar Gadafi, hvatti leiðtoga Afríkuríkja nýverið til þess að hugsa nánar um hana. Erlent 2.7.2007 08:39
Hús sprakk í Danmörku Kröftug sprenging jafnaði íbúðarhús í Lystrup við Árósa við jörðu rétt eftir miðnætti í gær. Húsið var tómt og ekki er vitað hvað olli sprengingunni. Erlent 2.7.2007 08:27
Segja Írana vita af hernaðaraðgerðum í Írak Háttsettir einstaklingar innan írönsku stjórnarinnar vita af hernaðaraðgerðum Byltingarvarða landsins í Írak. Talsmenn bandaríska hersins fullyrtu þetta í morgun. Bandaríski herinn hefur löngum ásakað Byltingarverðina, sem eru sérsveitir íranska hersins, um að hvetja til og auka á ofbeldi í Írak. Erlent 2.7.2007 08:04
Eiginkona forsetans býður sig fram Eiginkona forseta Argentínu, Cristina Kirchner, ætlar sér að bjóða sig fram í forsetakosningum í landinu í október. Hún hefur hingað til verið öldungadeildar þingmaður. Eiginmaður hennar, Nestor Kirchner, hefur gegnt embætti í fjögur ár. Erlent 2.7.2007 07:51
Putin og Bush ræða saman Vladimir Putin, forseti Rússlands, og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, halda í dag óformlegar viðræður í ættarbústað Bush í Maine í Bandaríkjunum. Putin mun eyða tveimur dögum í félagsskap Bush. Erlent 2.7.2007 07:26
Obama slær fjáröflunarmet Demókratinn Barack Obama er sá frambjóðandi sem hefur safnað mestum peningum til þess að nota í baráttunni um forsetaefni flokksins. Obama safnaði 32,5 milljón dollara á síðustu þremur mánuðum, eða fimm milljónum meira en Hillary Clinton, sem er hans helsti andstæðingur. Erlent 2.7.2007 07:13
Minningartónleikar um Díönu fóru fram í gær Minningartónleikar um Díönu Prinsessu af Wales fóru fram í Lundúnum í gær. Rúmlega sextíu þúsund manns hlýddu á stórstjörnur eins og Tom Jones, Elton John og Rod Stewart syngja sín bestu lög. Synir Díönu, William og Harry, skipulögðu tónleikana í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því móðir þeirra lést. Allur ágóði tónleikanna fór í góðgerðarmál. Erlent 2.7.2007 07:09
Tveir handteknir vegna árásanna í Bretlandi Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Erlent 2.7.2007 06:56
Stærsta yfirtaka í Kanada Samkomulag hefur náðst um kaup tveggja bandarískra fjárfestingasjóða og lífeyrissjóðs frá Kanada á kanadíska fjarskiptafélaginu Bell Canada. Kaupverð nemur 51,7 milljörðum kanadískum dölum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup í sögu Kanada. Viðskipti erlent 1.7.2007 23:39
Vísað úr landi Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Erlent 1.7.2007 19:24
Orðsporið gæti orðið fjötur um fót Íranar eru ósáttir við skipan Tonys Blairs, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem sérlegs sáttafulltrúa um lausn deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Breskur prófessor í stjórnmálafræði telur að orðspor hans geti orðið honum fjötur um fót. Erlent 1.7.2007 19:08
Óttast árás Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Erlent 1.7.2007 18:16
Reykingabann tekur gildi á Englandi Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Erlent 30.6.2007 19:32
Ódýrara að hringja Frá og með deginum í dag er mun ódýrara fyrir íbúa á Evrópusambandssvæðinu að hringja milli landa innan ESB. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir Evróputilskipun þess efnis lækka farsímareikning margra Íslendinga en þó ekki alveg strax. Erlent 30.6.2007 19:12
Flóttafólkið komið til Möltu Yfirvöld á Möltu hafa tekið við tuttugu flóttamönnum sem voru teknir um borð í togarann Eyborgu í Miðjarðarhafi fyrr í vikunni. Herskip sótti fólkið í dag og sigldi með það til hafnar á Möltu. Flóttamennirnir fundust í flotkvíum sem togarinn hafði í eftirdragi. Erlent 30.6.2007 18:56
Þriggja manna leitað Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Erlent 30.6.2007 12:21
Brú milli Danmerkur og Þýskalands Danir og Þjóðverjar hafa ákveðið að byggja brú milli Láglands og og Norður-Þýskalands. Brúin verður átján kílómetra löng. Framkvæmdin kostar jafnvirði hátt í 500 milljarða íslenskra króna og á að ljúka 2018. Erlent 29.6.2007 19:21
Blóðbaði afstýrt Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Erlent 29.6.2007 19:17
Líbanskir hermenn skutu á mótmælendur Líbanskir hermenn skutu í dag á palestínska mótmælendur með þeim afleiðingum að þrír létust og að minnsta kosti 20 særðust. Mótmælendurnir voru að reyna að komast í gegnum eftirlitshlið á leið sinni aftur í flóttamannabúðirnar Nahr al-Bared í norður Líbanon. Vitni sögðu hermennina í fyrstu hafa skotið upp í loftið en þegar mótmælendurnir sem voru að minnsta kosti hundrað talsins. Erlent 29.6.2007 15:46
Frumbyggjar mótmæla í Kanada Lögregla í Kanada hefur neyðst til þess að loka hluta af fjölförnustu hraðbraut landsins og lestarsamgöngur á milli Toronto og Montreal hafa verið stöðvaðar vegna mótmæla frumbyggja á götum úti. Mikil ferðamannahelgi er framundan enda þjóðhátíðardagurinn 1. júlí á sunnudaginn og hafa mómælin skapað talsverð vandræði. Erlent 29.6.2007 15:04
Nítján ára í lífstíðarfangelsi Hinn nítján ára Stuart Harling frá Rainham hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða hjúkrunarkonuna Cheryl Moss fyrir aftan St George's sjúkrahúsið í Hornchurch austan við London í apríl 2006. Moss var í sígarettupásu þegar Harling réðst að henni og stakk hana með sjötíu og tvisvar sinnum með hnífi. Erlent 29.6.2007 12:24
Skógareldar svíða Grikkland Mestu skógareldar í meira en tíu ár ógna nú höfuðborg Grikklands, Aþenu, en slökkviliðsmenn, hermenn og sjálfboðaliðar berjast nú við logana. Hundruð elda loga um allt Grikkland. Talið er að einhverjir séu komnir til vegna íkveikja en margir hófst vegna rafmagnslína sem kviknaði í vegna hitans. Erlent 29.6.2007 11:42
Pólverjar vilja endurskoða Evrópusáttmála Pólverjar vilja taka upp viðræður um nýundirskrifaðan sáttmála Evrópusambandsins að nýju. Forsætisráðherra landsins, Jaroslaw Kaczynski, sagði þetta á fréttamannafundi í morgun. Viðbúið er að yfirlýsingin eigi eftir að valda mikilli úlfúð meðal annarra landa Evrópusambandsins. Erlent 29.6.2007 11:26
Líkur á stýrivaxtahækkun í Japan Greinendur í Japan telja líkur á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í þriðja sinn á sjö árum í ágúst vegna verðhjöðnunar þar í landi upp á 0,1 prósent í maí, fjórða mánuðinn í röð. Stýrivextir í Japan hafa einungis verið hækkaðir tvisvar síðan árið 2000 og standa í 0,5 prósentum. Viðskipti erlent 29.6.2007 09:56
Nauðgunarlög í Súdan þarfnast yfirferðar Þörf er á því að yfirvöld í Súdan yfirfari lög um nauðganir til að stöðva þær fjöldanauðganir sem eiga sér stað í stríðshrjáðum héruðum Darfur. Fórnarlömb nauðgana hafa nær enga möguleika á því að leita réttar síns og eiga það jafnvel á hættu að verða lögsótt fyrir kynmök utan hjónabands. Erlent 29.6.2007 09:34