Erlent

Eiginkona forsetans býður sig fram

Cristina ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands.
Cristina ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. MYND/AFP

Eiginkona forseta Argentínu, Cristina Kirchner, ætlar sér að bjóða sig fram í forsetakosningum í landinu í október. Hún hefur hingað til verið öldungadeildar þingmaður. Eiginmaður hennar, Nestor Kirchner, hefur gegnt embætti í fjögur ár.

Fréttaskýrendum ber ekki saman um hvers vegna hann ætlar sér að láta af embætti. Honum er almennt þakkað að hafa bjargað Argentínu úr klóm efnahagskreppunnar árið 2002. Skoðanakannanir gefa til kynna að Cristina gæti unnið kosningarnar strax í fyrstu umferð þeirra. Hún yrði þá fyrsti kjörni kvenforseti Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×