Viðskipti erlent

Tilboð í Virgin Media

Richard Branson, stofnandi og stærsti hluthafi í Virgin-samstæðunni.
Richard Branson, stofnandi og stærsti hluthafi í Virgin-samstæðunni. Mynd/AFP

Fjárfestingafélagið Carlyle er sagt ætla að leggja fram yfirtökutilboð í bresku kapalsjónvarpsstöðina Virgin Media upp á rúma 5,5 milljarða punda, jafnvirði 692,7 milljarða íslenskra króna.

Að sögn breska ríkisútvarpsins hljóðar tilboðið upp á 33 til 35 dölum á hlut. Til samanburðar stóð gengi Virgin, sem skráð á bandaríska hlutabréfamarkaðinn Nasdaq, í 24,37 dölum á hlut við lokun markaða á föstudag.

Talið er að heildarvirði Virgin Media að teknu tilliti til skulda nemi 11,5 milljörðum punda, 23 milljörðum dala, eða um 1.450 milljörðum íslenskra króna.

Breski auðkýfingurinn sir Richard Branson, einn af stofnendum Virgin-samstæðunnar, er stærsti hluthafi Virgin Media.

Að sögn BBC er oft snemmt að segja til um hvort Carlyle komi til með að kaupa Virgin Media á endanum enda hafi nokkur fjárfestingafélög sjónvarpsstöðina í sigtinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×