Erlent

Fréttamynd

Læknar grunaðir

Ættingjar og samverkamenn læknis frá Jórdaníu eiga bágt með að trúa að hann hafi skipulagt hryðjuverkaárásina á Glasgow-flugvelli um síðustu helgi eða komið fyrir bílsprengjum í miðborg Lundúna. Athygli vekur að sjö þeirra sem nú eru í haldi lögreglu vegna málsins eru læknar eða læknanemar sem hafa starfað á Bretlandseyjum.

Erlent
Fréttamynd

Brown vill flytja meira vald til þingsins

Gordon Brown lagði, í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra í Breska þinginu í dag, til að þingið fengi aukið vald í viðamiklum málum. Brown lofaði því að þingið fengi að hafa síðasta orðið í mögulegum ákvörðunum um stríð og einnig meira vægi í alþjóðlegum samningum.

Erlent
Fréttamynd

Tveir menn handteknir í Blackburn

Lögregla í Norðvestur Englandi hefur handtekið tvo menn í Blackburn í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um síðustu helgi. Sjö til viðbótar eru í haldi lögreglu á Englandi og í Skotlandi vegna málsins, fimm þeirra eru læknar.

Erlent
Fréttamynd

Níu látnir í átökum við Rauðu moskuna í Pakistan

Að minnst kosti níu manns, stúdentar hermenn, blaðamaður og borgarar hafa látist í átökum sem staðið hafa í allan dag við Rauðu moskuna í Islamabad í Pakistan. Um 150 manns særðust, en lögregla hefur meðal annars beitt táragasi á hóp róttækra íslamskra stúdenta og klerka Rauðu moskunnar.

Erlent
Fréttamynd

Ákvörðun Bandaríkjaforseta umdeild

Bush Bandaríkjaforseti náðaði í gær að hluta Lewis "Scooter" Libby, fyrrverandi aðstoðamann Cheneys, varaforseta. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa fordæmt ákvörðun forsetans og segja hann misnota vald sitt.

Erlent
Fréttamynd

Tveir læknar í Ástralíu handteknir

Tveir læknar voru í nótt og í morgun hnepptir í varðhald í Ástralíu í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um helgina. Sjö til viðbótar eru í haldi í Bretlandi - fimm þeirra eru sagðir læknar.

Erlent
Fréttamynd

Húsið í Lystrup sprengt

Sprengjusérfræðingur í Danmörku segir að hús í Lystrup hafi verið sprengt í loft upp í fyrrinótt en það hafi viðvaningur gert. Engan sakaði þegar einbýlishúsið sprakk. Kraftur sprengingarinnar var svo mikill að helmingur af þaki hússins féll saman og veggir eyðilögðust. Nærliggjandi hús skemmdust ekki.

Erlent
Fréttamynd

Málsókn á hendur Google

Breski viðskiptajöfurinn Brian Retkin hefur farið í mál við upplýsingaveituna Google. Hann heldur því fram að leitarvélin beini fólki á verulega niðurlægjandi og eyðileggjandi efni um netfyrirtæki hans Dotworlds, meðal annars eru þar fullyrðingar um að Retkin sé svikull.

Erlent
Fréttamynd

Gæti eignast hálfsystkini sín

Kanadísk kona hefur fryst egg úr sjálfri sér svo að dóttir hennar, sem er með sérstakan erfðagalla og er ófær um að eignast börn, geti notað þau og eignast börn síðar á lífsleiðinni. Ef stelpan ákveður að nota eggin mun hún í raun eignast hálfbróður sinn eða systur.

Erlent
Fréttamynd

Hráolía lækkar í verði

Verð á hráolíu lækkaði í dag eftir að hafa náð tíu mánaða hámarki seint í gær. Fjölmargir olíumiðlarar höfðu gert framvirka samninga í von um að verð héldi áfram að hækka og ýttu þar með undir hækkun á olíuverði. Verðið hafði hækkað um fimm prósent undanfarna fjóra daga vegna slíkra samninga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Talið að al-Kaída beri ábyrgð á árásinni í Yemen

Talið er að al-Kaída samtökin beri ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem framin var við hið forna Queen og Sheba musteri í héraðinu Marib í Yemen í gær. Níu létust í árásinni þar af sjö spænskir ferðamenn. Auk þess særðust sex til viðbótar.

Erlent
Fréttamynd

Pakki sprengdur við Hammersmith

Breska lögreglan sprengdi í morgun upp grunsamlegan pakka sem hafði fundist við Hammersmith lestarstöðina í vesturhluta Lundúna. Meira er ekki vitað um málið að svo stöddu.

Erlent
Fréttamynd

Barist í mosku í Pakistan

Hersveitir í höfuðborg Pakistans, Islamabad, gerðu í morgun áhlaup á mosku og trúarskóla í borginni. Þær beittu táragási og vitni sögðust hafa heyrt skothríð í nágrenni moskunnar. Stjórnvöld hafa mánuðum saman átt í útistöðum við klerkana þar og nemendur þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Evrópusambandið á eitt vinsælasta myndbandið á YouTube

Eitt vinsælasta myndbandið á vefveitunni YouTube þessa dagana er myndband frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Myndbandið fjallar hins vegar ekki um landbúnaðarsáttamála þess heldur er það samantekt af kynlífsatriðum úr evrópskum verðlaunabíómyndum. Myndbandinu er ætlað að fagna evrópskri kvikmyndagerð.

Erlent
Fréttamynd

Drápu 23 liðsmenn al-Kaída

Bandaríski herinn skýrði frá því í morgun að hann hefði drepið að minnsta kosti 23 liðsmenn al-Kaída í bardögum í Írak um helgina. Átökin áttu sér stað í vesturhluta Anbar-héraðsins. Herinn sagði að al-Kaída hópurinn hefði samanstaðið af sjálfsvígssprengjumönnum sem hefðu verið á leið til borgarinnar Ramadi. Aðgerðin er talin ein sú árangursríkasta í Írak í marga mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Írakska ríkisstjórnin samþykkir olíufrumvarp

Írakska ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp um skiptingu olíuauðs á milli trúar- og þjóðfélagshópa. Næsta skref er að leggja það fyrir þingið og vonast til þess að það verði samþykkt. Samskonar frumvarp var samþykkt af ríkisstjórninni í febrúar síðastliðnum en þá féll það í þinginu þar sem Kúrdar voru á móti því. Þeim fannst þeir ekki fá það sem þeir áttu rétt á.

Erlent
Fréttamynd

Fátækrahverfi í Rio tekin í gegn

Yfirvöld í Brasilíu hafa tilkynnt um nýja áætlun til þess að bæta aðstæður í fátækrahverfum í og við borgina Rio de Janeiro. Undanfarna daga hefur lögreglan í borginni staðið í miklum aðgerðum gegn eiturlyfjasölum í hverfunum og hafa 19 manns látist í þeim aðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

Varnarmálaráðherra Japans segir af sér

Varnarmálaráðherra Japans sagði af sér í nótt vegna ummæla sem gáfu í skyn að hann væri sáttur við þá ákvörðun Bandaríkjamanna að beita kjarnorkusprengjum í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Bush styttir dóm Libby

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, stytti í gærkvöldi fangelsisdóm Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmanns Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar fordæmdu ákvörðun Bush og sögðu hana dæmi um misnotkun á valdi forseta.

Erlent
Fréttamynd

Veiðar á undan viðræðum

Það fór vel á með Bush Bandaríkjaforseta og Pútín forseta Rússlands þar sem þeir skelltu sér í veiðiferð nærri sumardvalarstað Bush-fjölskyldunnar í Main-ríki í Bandaríkjunum í dag. Leiðtogarnir voru þar umkringdir lífvörðum en létu það ekki aftra sér í að reyna að landa þeim stóra.

Erlent
Fréttamynd

Læknar meðal grunaðra

Læknir menntaður í Írak og annar frá Jórdaníu eru meðal sjömenninganna sem breska lögreglan hefur í haldi vegna hryðjuverkaárásar í Skotlandi á laugardaginn og bílsprengna sem gerðar voru óvirkar í Lundúnum á föstudaginn. Faðir jórandska læknisins, sem hefur unnið á tveimur sjúkrahúsum á Englandi, segist viss um að sonur sinn tengist ekki hryðjuverkum.

Erlent
Fréttamynd

Lieberman vill fjölga öryggismyndavélum

Joe Lieberman öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, segist vilja fjölga öryggismyndavélum í landinu. Hann vill taka Breta til fyrirmyndar í þeim efnum og telur að öryggismyndavélar, sem dreift er mjög víða um helstu borgir í Bretlandi, hafi átt þátt í því að hafa uppi á grunuðum í eftir tilraunir til hryðjuverka þar um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Átta látnir í sprengingu í Yemen

Maður sprengdi sig í loft upp í bíl á ferðamannastað nærri fornu musteri Yemen í dag. Átta létu lífið, sex spænskir ferðamenn og tveir Yemenar. Sjö spánverjar til viðbótar særðust í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Óttast stórbrotin hryðjuverk

Leynileg bandarísk lögregluskýrsla sem er í undirbúningi fyrir Heimavarnarráðið varar því að al Qaeda samtökin séu að skipuleggja stórbrotin hryðjuverk nú í sumar. Háttsettur embættismaður með aðgang að skýrslunni greinir frá þessu við ABC fréttastofuna. Hann segir hryðjuverkin sem lögreglan óttast vera í anda þeirra sem voru framin 11 september.

Erlent
Fréttamynd

1.600 Íslendingar á leið á Hróaskelduhátíðina

Um 45.000 manns eru nú komnir á Hróaskelduhátíðina. Svæðið var opnað á sunnudagskvöldið en hátíðin nær hámarki næstu helgi. 1.600 íslendingar hafa keypt miða á hátíðina og verða samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hennar 2 % gesta.

Erlent
Fréttamynd

DaimlerChrysler frestar uppgjöri

Bandarísk- þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler ætlar að fresta birtingu uppgjörs fyrirtækisins fyrir annan ársfjórðung fram til loka ágúst. Upphaflega stóð til að birta uppgjörið 26. júlí næstkomandi. Ástæðan fyrir töfunum er sala á meirihluta í Chrysler-armi fyrirtækisins til bandaríska fjárfestingafélagsins Cerberus Capital Management.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Berezovsky ákærður fyrir að hvetja til valdaráns

Saksóknarar í Rússlandi hafa ákært rússneska auðkýfinginn Boris Berezovsky fyrir að hvetja til valdaráns. Lögfræðingur hans skýrði frá þessu í dag. Ákæran segir að hann hafi ætlað sér að ræna völdum með vopnavaldi. Berezovsky hefur búið í Bretlandi síðan hann flúði Rússland fyrir rúmum sex árum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Rigningarmet slegið í Danmörku

Rigningarmet var slegið í Danmörku í síðasta mánuði. Að meðaltali rignir um 55 millimetra í júní en í ár var magnið 124 millimetrar. Ekki hefur rignt jafn mikið á sama tíma síðan árið 1946.

Erlent