Erlent

Varnarmálaráðherra Japans segir af sér

Varnarmálaráðherra Japans sagði af sér í nótt vegna ummæla sem gáfu í skyn að hann væri sáttur við þá ákvörðun Bandaríkjamanna að beita kjarnorkusprengjum í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Ummælin komu á slæmum tíma fyrir Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins, en vinsældir hans hafa dvínað stöðugt undanfarna mánuði. Kosningar verða í Japan þann 29. júlí næstkomandi.

Ekki þykir við hæfi í Japan að ræða um kjarnorkusprengjurnar sem Bandaríkjamenn létu falla á Hiroshima og Nagasaki. Bæði er það talið angra Bandaríkjamenn, sem Japanar vilja halda góðum tengslum við og síðan minningu þeirra sem létust í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×