Erlent

Málsókn á hendur Google

MYND/AFP

Breski viðskiptajöfurinn Brian Retkin hefur farið í mál við upplýsingaveituna Google. Hann heldur því fram að leitarvélin beini fólki á verulega niðurlægjandi og eyðileggjandi efni um netfyrirtæki hans Dotworlds, meðal annars eru þar fullyrðingar um að Retkin sé svikull.

Málið er hið fyrsta sinnar tegundar í Bretlandi. Ekki hefur áður verið reynt að draga leitarvélar til ábyrgðar vegna slóða sem þær benda á. Retkin segir að einhver verði að bera ábyrgð á ummælunum. Þau eru birt nafnlaus svo engin leið er að lögsækja höfundinn. Starfsmenn Google hafa brugðist við með því að loka fyrir umrætt efni en Retkin segir það birtast jafnóðum á öðrum netsíðum.

Ef Retkin vinnur málið gæti það mögulega þýtt að netveitan væri ábyrg fyrir innihaldi 11.5 billjón vefsíðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×