Læknar grunaðir Guðjón Helgason skrifar 3. júlí 2007 19:24 Ættingjar og samverkamenn læknis frá Jórdaníu eiga bágt með að trúa að hann hafi skipulagt hryðjuverkaárásina á Glasgow-flugvelli um síðustu helgi eða komið fyrir bílsprengjum í miðborg Lundúna. Athygli vekur að sjö þeirra sem nú eru í haldi lögreglu vegna málsins eru læknar eða læknanemar sem hafa starfað á Bretlandseyjum. Frá alda öðli hafa læknar svarið eið þann sem kennur er við Hippókrates, föður læknisfræðinnar. Þeir lofa því að láta sér ávallt annt um sjúklinga sína án manngreiningarálits og að gera fólki ekki mein. Athygli vekur að sjö þeirra átta sem nú eru í haldi lögreglu á Bretlandseyjum og í Ástralíu vegna hryðjuverkaárásarinnar í Glasgow um síðustu helgi og tveggja bílsprengna sem fundust í Lundúnum á föstudaginn eru læknar eða læknanemar sem allir hafa unnið á sjúkrahúsum á Bretlandseyjum. Einn læknir til viðbótar hefur verið yfirheyrður í Ástralíu. Enginn þeirra er fæddur á Bretlandseyjum. Spurningar hafa því vaknað um hversu vandlega bakgrunnur lækna sem þangað koma til starfa sé kannaður. Ekki eru allir á einu máli um það. Philip Trott, lögfræðingur innflytjenda, segir lækna sem sæki um dvalarleyfi þurfa að gangast undir öryggisrannsókn og það komi honum ekki á óvart að einhverjir sleppi í gegnum netið. Sian Thomas, fulltrúi opinberu heilsugæslunnar í Bretlandi, segir fólk þurfa að vita að rannsóknirnar séu ítarlegar og vandlega framkvæmdar. Starfsfólki heilbrigiðsþjónustunnar sé gert að framkvæmda þær á hverjum stað fyrir sig. Mohammed Abdelqader Jamil Asha er 26 ára læknir, fæddur í Amman í Jórdaníu. Hann og kona hans Marwa Dana voru handtekin aðfaranótt sunnudags vegna málsins. Samstarfsmenn hans eiga bágt með að trúa aðild hans að málinu. Ættingjar Asha trúa segja ómögulegt að hann tengist hryðjuverkum. Jamil Asha, faðir hans, segir að fjölskyldunni hafi brugðið. Sjálfur hafi hann ekki átt von á þess. Mohammed sonur hans sé langt frá því hryðjuverkamaður. Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Ættingjar og samverkamenn læknis frá Jórdaníu eiga bágt með að trúa að hann hafi skipulagt hryðjuverkaárásina á Glasgow-flugvelli um síðustu helgi eða komið fyrir bílsprengjum í miðborg Lundúna. Athygli vekur að sjö þeirra sem nú eru í haldi lögreglu vegna málsins eru læknar eða læknanemar sem hafa starfað á Bretlandseyjum. Frá alda öðli hafa læknar svarið eið þann sem kennur er við Hippókrates, föður læknisfræðinnar. Þeir lofa því að láta sér ávallt annt um sjúklinga sína án manngreiningarálits og að gera fólki ekki mein. Athygli vekur að sjö þeirra átta sem nú eru í haldi lögreglu á Bretlandseyjum og í Ástralíu vegna hryðjuverkaárásarinnar í Glasgow um síðustu helgi og tveggja bílsprengna sem fundust í Lundúnum á föstudaginn eru læknar eða læknanemar sem allir hafa unnið á sjúkrahúsum á Bretlandseyjum. Einn læknir til viðbótar hefur verið yfirheyrður í Ástralíu. Enginn þeirra er fæddur á Bretlandseyjum. Spurningar hafa því vaknað um hversu vandlega bakgrunnur lækna sem þangað koma til starfa sé kannaður. Ekki eru allir á einu máli um það. Philip Trott, lögfræðingur innflytjenda, segir lækna sem sæki um dvalarleyfi þurfa að gangast undir öryggisrannsókn og það komi honum ekki á óvart að einhverjir sleppi í gegnum netið. Sian Thomas, fulltrúi opinberu heilsugæslunnar í Bretlandi, segir fólk þurfa að vita að rannsóknirnar séu ítarlegar og vandlega framkvæmdar. Starfsfólki heilbrigiðsþjónustunnar sé gert að framkvæmda þær á hverjum stað fyrir sig. Mohammed Abdelqader Jamil Asha er 26 ára læknir, fæddur í Amman í Jórdaníu. Hann og kona hans Marwa Dana voru handtekin aðfaranótt sunnudags vegna málsins. Samstarfsmenn hans eiga bágt með að trúa aðild hans að málinu. Ættingjar Asha trúa segja ómögulegt að hann tengist hryðjuverkum. Jamil Asha, faðir hans, segir að fjölskyldunni hafi brugðið. Sjálfur hafi hann ekki átt von á þess. Mohammed sonur hans sé langt frá því hryðjuverkamaður.
Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira