Erlent 16 ára breskar stelpur handteknar í Ghana fyrir tilraun til smygls á kókaíni Tvær 16 ára breskar stelpur eiga von á fangelsisvist í Ghana eftir að hafa verið handteknar á Accra flugvellinum þar í landi með kókaín að verðmæti 37 milljóna króna. Stelpurnar voru handteknar 2. júlí síðastliðinn með sex kíló af kókaíni. Erlent 12.7.2007 12:12 Hæsti maður heims giftir sig Heimsins hæsti maður, Bao Xishun, gifti sig við hefðbundna athöfn í Mongólíu í nótt. Bao, sem er 2,36 metrar á hæð og 56 ára, giftist þá konunni Xia Shuijan, sem er 28 ára og 1,67 metrar á hæð. Giftingin fór síðan fram í grafhýsi Kublai Khan. Smellið á „Spila“ hnappinn hér að neðan til þess að sjá myndir frá brúðkaupinu. Erlent 12.7.2007 11:08 F.B.I. rannsakar myndband þar sem grunur er á að 2 ára stelpa sé undir áhrifum alsælu Alríkislögreglan í Bandaríkjunum er að hjálpa yfirvöldum í Houston, Texas þar sem verið er að athuga hvort að glæpur hafi verið framinn þegar hópur ungra kvenna tóku upp myndband af smábarni þar sem það sat á gólfi í aftursæti bíls. Konurnur hlógu óspart að barninu og gáfu í skyn að barnið, sem er tveggja ára stúlkubarn, væri undir áhrifum alsælu. Erlent 12.7.2007 10:26 Stuðningsmenn Ghazi vilja heilagt stríð „Al Jihad, al Jihad," eða „Heilagt stríð, heilagt stríð," ómaði um þegar klerkurinn úr Rauðu Moskunni, Abdul Rashid Ghazi, var jarðaður í morgun. Hann lést í áhlaupi pakistanska hersins á moskuna. Erlent 12.7.2007 10:22 Evrópusambandið á móti því að nota launmorðingja Evrópusambandið styður ekki þá hugmynd að beita launmorðingjum í baráttunni gegn hryðuverkum. Dómsmálaráðherra sambandsins, Franco Frattini, skýrði frá þessu í morgun. Hann var að svara hugmynd þýska innanríkisráðherrans Wolfgang Schaeuble, sem sagði í viðtali um helgina að skýra þyrfti hvenær stjórnarskrár heimiluðu ríkjum að elta uppi og myrða hryðjuverkamenn. Erlent 12.7.2007 09:59 Heimabær Hómers fundið En á meðan Potter aðdáendur flykkjast í kvikmyndahúsin kætast áhugamenn um Simpson-fjölskylduna í bænum Springfield í Vermontríki í Bandaríkjunum. Hann hefur verið valinn heimabær þeirra Homers, Marge, Barts, Lísu og Maggie og verður ný kvikmynd um fjölskylduna frumsýnd þar 21. þessa mánaðar. Erlent 11.7.2007 18:28 Mýs að æra Kínverja Hagamýs í milljarðatali eru nú að æra íbúa í Hunang-héraði í Kína. Samkvæmt kínverskum miðlum hafa íbúar drepið rúmlega tvær milljónir músa og byggt veggi og grafið skurði til að halda þeim frá ræktarlandi. Erlent 11.7.2007 18:26 Hóta hefndum Bretar segjast hafa verið í fullum rétti með að aðla rithöfundinum Salman Rushdie á dögunum fyrir framlag hans til bókmennta. Múslimar víða um heim hafa tekið því sem móðgun og hótar næstráðandi hjá al Kaída hefndum. Erlent 11.7.2007 18:25 Bandaríkin vilja sexmenningana í Líbíu úr haldi Bandaríkin brýna það fyrir Líbíu að leyfa heilbrigðisstarfsfólkinu að halda heim á leið strax. Í dag var dauðadómur yfir fimm búlgörskum hjúkrunarfræðingum og einum lækni frá Palestínu staðfestur. Þau hafa verið í haldi síðan 1999, og er þeim gefið að sök að hafa viljandi smitað 438 börn af HIV-veirunni með sýktu blóði. Erlent 11.7.2007 15:49 Óvenju há tíðni dauðsfalla í vinnuslysum á Ítalíu 435 hafa látist í vinnuslysum á Ítalíu á þessu ári. Rannsóknir sýna að tíðni vinnuslysa á Ítalíu er meira en 40% hærri en í Frakklandi, tvöfalt hærri en í Þýskalandi og sjöfalt hærri en í Bretlandi. Lögreglan telur að stór hluti þeirra sem látast séu ólöglegir innflytjendur sem vinna við óviðunandi öryggisaðstæður. Erlent 11.7.2007 14:19 Raðmorðingi dæmdur til dauða í Los Angeles Pítsusendillinn Chester Turner hlaut í dag dauðadóm fyrir að myrða tíu konur í Los Angeles á árunum 1987-1998. Ein konan var ófrísk og komin sex og hálfan mánuð á leið og var hann einnig dæmdur fyrir það. Konurnar sem urðu Turner að bráð voru flestar vændiskonur eða fíkniefnaneytendur. Erlent 11.7.2007 13:53 Dæmdir í lífstíðarfangelsi Mennirnir fjórir sem voru sakfelldir fyrir aðild sína að sprengjutilræði í júlí 2005 voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi. Þeir geta þó sótt um reynslulausn eftir 40 ár. Erlent 11.7.2007 12:01 Aukið verðmæti þorskútflutnings í Noregi Verðmæti útflutnings á ferskum þorski frá Noregi jókst um 15% á fyrsta árshelmingi 2007 og nam 3,3 milljörðum íslenskra króna. Útflutningur hefur aukist til markaða í Evrópusambandslöndunum og þá einkum til Danmerkur og Portúgal. Verðmæti útflutning á frystum þorski jókst um 48% og nam 2,7 milljörðum íslenskra króna. Erlent 11.7.2007 11:10 Átta létust í sprengingu í Alsír Sprenging varð átta manns að bana í herstöð alsírska hersins í morgun. Stöðin er 120 kílómetra frá höfuðborginni en enginn hefur ennþá lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Hópur tengdur al-Kaída hefur áður lýst yfir ábyrgð á svipuðum tilræðum í landinu. Erlent 11.7.2007 10:27 Féll í 14 metra djúpa holu 18 ára drengur er talinn hafa látið lífið í Mexíkóborg í gær þegar risastór hola opnaðist í götunni sem hann var í og gleypti hann, bíl á götunni og framhlið á húsi. Holan er 14 metra djúp og um 15 metrar að þvermáli. Smellið á „Spila“ til þess að sjá myndir af holunni. Erlent 11.7.2007 08:44 435 látið lífið í vinnuslysum á Ítalíu á árinu 435 manns hafa látið lífið í vinnuslysum á Ítalíu það sem af er árinu. Fjöldi vinnuslysa í landinu er tvisvar sinnum meiri en í Þýskalandi og sjö sinnum meiri en í Bretlandi. Erlent 11.7.2007 08:03 Uppreisnarmenn í Írak sleppa þýskri konu Annar tveggja þýskra ríkisborgara sem haldið var af uppreisnarmönnum í Írak hefur verið sleppt. Utanríkisráðherra landsins, Frank-Walter Steinmeier skýrði frá þessu í dag. Hannelore Krause hafði verið í haldi í hundrað fimmtíu og fimm daga en var sleppt seinni partinn í gær. Erlent 11.7.2007 07:48 Dómstólaráð Líbíu endurskoðar dauðadóm á mánudaginn Dómstólaráð Líbíu mun funda á mánudaginn kemur um framtíð sexmenninganna sem í morgun voru dæmdir til dauða. Áður höfðu Evrópusambandið og Búlgaría lýst yfir vonbrigðum vegna dómsins. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndband af fólkinu í hæstarétt landsins. Erlent 11.7.2007 07:40 Bush biður um lengri tíma George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hunsaði gagnrýni repúblikana um stríðsreksturinn í Írak í gær og krafðist þess að bandaríska þingið gæfi áætlun hans um fjölgun hermanna í Írak lengri tíma til þess að virka. Erlent 11.7.2007 07:20 Hús á tíu milljarða Stórhýsi í Beverly Hills í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur verið auglýst til sölu á litlar 165 milljónir dollara eða um tíu milljarða íslenskra króna. Heimilið var byggt á þriðja áratug síðustu aldar og var í eigu fjölmiðlakóngsins Williams Randolph Hearst. Smellið á „Spila“ til þess að sjá loftmyndir af húsinu. Erlent 11.7.2007 07:13 Aðgerðir við Rauðu moskuna á lokastigi Pakistanski herinn sagði í morgun að aðgerðir við Rauðu moskuna væru á lokastigi rúmum sólarhring eftir að aðgerðir hófust. Enn heyrast þaðan sprengingar og skothvellir. Herskái klerkurinn Abdul Rashid Ghazi lést í aðgerðum hersins í gær ásamt 50 stuðningsmönnum sínum. Þá var 50 konum og börnum bjargað úr moskunni. Erlent 11.7.2007 07:12 Bandarísk stjórnvöld funda vegna hryðjuverkahættu Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa kallað helstu löggæslustofnanir landsins saman á áríðandi fund vegna hættu á hryðjuverkum í landinu. Erlent 11.7.2007 07:07 20 manns verða líflátnir á næstu vikum í Íran Tuttugu manns verða hengdir í Íran fyrir ýmsa glæpi á næstunni. Eftir herferð í landinu í sumar gegn siðferðisglæpum, hefur lögreglan handtekið tugi fíkniefnaneytenda, smyglara og aðra glæpamenn. „Þeir tuttugu sem verða hengdir voru handteknir fyrir nauðganir, hjúskaparbrot og fleira." Þetta segir talsmaður dómarastéttar í landinu. Erlent 10.7.2007 16:26 Ólíklegt að ökumaður jeppans í Glasgow lifi af Samkvæmt læknum sem annast manninn sem keyrði jeppa inn í flugstöðina í Glasgow, þykir ólíklegt að hann haldi lífi. „Maðurinn hlaut 3. stigs bruna á búk og útlimum og ólíklegt er að við náum að bjarga honum," sagði einn læknanna. Erlent 10.7.2007 15:50 Málverkum að verðmæti milljóna dala stolið í Moskvu Þjófar í Moskvu stálu 13 málverkum, sem metin eru á margar milljónir dala. Rússneskur ellilífeyrisþegi hafði geymt verkin í óvarinni, tómri íbúð sem að hann á. Kamo Manukyan, fyrrverandi dómari, átti verkin. Þau eru eftir fræga listamenn á borð við Georges-Pierre Seurat, Ivan Aivazovsky og Alexej Jawlenski. Erlent 10.7.2007 14:57 2 látnir og 4 slasaðir eftir flugslys í Flórída Lítil Cessna 310 flugvél hrapaði á tvö heimili í Sanford, Flórída í morgun. Samkvæmt Cleo Cohen, talsmanni lögreglunnar, eru að minnsta kosti tveir látnir og fjórir alvarlega slasaðir og voru þeir fluttir með tveimur þyrlum á nærliggjandi sjúkrahús. Einnig er einn slökkviliðsmaður til aðhlynningar vegna brjóstverkja. Erlent 10.7.2007 14:18 Íbúafjöldasprengja yfirvofandi í Kaliforníu Íbúafjöldasprengja í Kaliforníu er yfirvofandi samkvæmt spá fjármálastofnunar ríkisins sem birtist á heimasíðu L.A. Times í dag. Á næstu 50 árum mun fólksfjöldinn aukast um 75%, sem þýðir fólksfjöldinn í ríkinu mun nálgast 60 milljóna markið. Erlent 10.7.2007 13:34 Bandaríkin senda þriðja flugmóðurskipið til Persaflóa Bandaríkin hafa sent þriðja flugmóðurskipið, Enterprise, til Persaflóans, á svæði nálægt írönsku hafsvæði. Sjóherinn sagði frá þessu í tilkynningu í morgun. „Enterprise er mótvægi við þær truflandi aðgerðir sem sum lönd á svæðinu standa fyrir. Einnig styður það við bakið á hermönnum okkar í Írak og Afganistan.“ sagði í tilkynningunni. Erlent 10.7.2007 12:08 60 handteknir í aðgerðum gegn mafíunni Lögreglan á suðurhluta Ítalíu handtók í dag fleiri en 60 manns í aðgerðum gegn mafíunni á svæðinu en hún kallast 'Ndrangheta. Meðlimir hennar eru grunaðir um smygl á eiturlyfjum, fólki og tryggingasvindl. 'Ndrangheta er staðsett í Kalabríu, rétt suður af Napólí, og er orðin stærri en Cosa Nostra mafían sem hefur aðsetur á Sikiley. Erlent 10.7.2007 11:51 Þúsundir fluttar á brott vegna goshættu Þúsundir Indónesa hafa þurft að flýja heimili sín vegna goshættu í eldfjallinu Mount Gamkonora. Fjallið spýr þegar út ösku og eldi allt upp í fjögur þúsund metra hæð. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir þaðan. Erlent 10.7.2007 11:01 « ‹ 77 78 79 80 81 82 83 84 85 … 334 ›
16 ára breskar stelpur handteknar í Ghana fyrir tilraun til smygls á kókaíni Tvær 16 ára breskar stelpur eiga von á fangelsisvist í Ghana eftir að hafa verið handteknar á Accra flugvellinum þar í landi með kókaín að verðmæti 37 milljóna króna. Stelpurnar voru handteknar 2. júlí síðastliðinn með sex kíló af kókaíni. Erlent 12.7.2007 12:12
Hæsti maður heims giftir sig Heimsins hæsti maður, Bao Xishun, gifti sig við hefðbundna athöfn í Mongólíu í nótt. Bao, sem er 2,36 metrar á hæð og 56 ára, giftist þá konunni Xia Shuijan, sem er 28 ára og 1,67 metrar á hæð. Giftingin fór síðan fram í grafhýsi Kublai Khan. Smellið á „Spila“ hnappinn hér að neðan til þess að sjá myndir frá brúðkaupinu. Erlent 12.7.2007 11:08
F.B.I. rannsakar myndband þar sem grunur er á að 2 ára stelpa sé undir áhrifum alsælu Alríkislögreglan í Bandaríkjunum er að hjálpa yfirvöldum í Houston, Texas þar sem verið er að athuga hvort að glæpur hafi verið framinn þegar hópur ungra kvenna tóku upp myndband af smábarni þar sem það sat á gólfi í aftursæti bíls. Konurnur hlógu óspart að barninu og gáfu í skyn að barnið, sem er tveggja ára stúlkubarn, væri undir áhrifum alsælu. Erlent 12.7.2007 10:26
Stuðningsmenn Ghazi vilja heilagt stríð „Al Jihad, al Jihad," eða „Heilagt stríð, heilagt stríð," ómaði um þegar klerkurinn úr Rauðu Moskunni, Abdul Rashid Ghazi, var jarðaður í morgun. Hann lést í áhlaupi pakistanska hersins á moskuna. Erlent 12.7.2007 10:22
Evrópusambandið á móti því að nota launmorðingja Evrópusambandið styður ekki þá hugmynd að beita launmorðingjum í baráttunni gegn hryðuverkum. Dómsmálaráðherra sambandsins, Franco Frattini, skýrði frá þessu í morgun. Hann var að svara hugmynd þýska innanríkisráðherrans Wolfgang Schaeuble, sem sagði í viðtali um helgina að skýra þyrfti hvenær stjórnarskrár heimiluðu ríkjum að elta uppi og myrða hryðjuverkamenn. Erlent 12.7.2007 09:59
Heimabær Hómers fundið En á meðan Potter aðdáendur flykkjast í kvikmyndahúsin kætast áhugamenn um Simpson-fjölskylduna í bænum Springfield í Vermontríki í Bandaríkjunum. Hann hefur verið valinn heimabær þeirra Homers, Marge, Barts, Lísu og Maggie og verður ný kvikmynd um fjölskylduna frumsýnd þar 21. þessa mánaðar. Erlent 11.7.2007 18:28
Mýs að æra Kínverja Hagamýs í milljarðatali eru nú að æra íbúa í Hunang-héraði í Kína. Samkvæmt kínverskum miðlum hafa íbúar drepið rúmlega tvær milljónir músa og byggt veggi og grafið skurði til að halda þeim frá ræktarlandi. Erlent 11.7.2007 18:26
Hóta hefndum Bretar segjast hafa verið í fullum rétti með að aðla rithöfundinum Salman Rushdie á dögunum fyrir framlag hans til bókmennta. Múslimar víða um heim hafa tekið því sem móðgun og hótar næstráðandi hjá al Kaída hefndum. Erlent 11.7.2007 18:25
Bandaríkin vilja sexmenningana í Líbíu úr haldi Bandaríkin brýna það fyrir Líbíu að leyfa heilbrigðisstarfsfólkinu að halda heim á leið strax. Í dag var dauðadómur yfir fimm búlgörskum hjúkrunarfræðingum og einum lækni frá Palestínu staðfestur. Þau hafa verið í haldi síðan 1999, og er þeim gefið að sök að hafa viljandi smitað 438 börn af HIV-veirunni með sýktu blóði. Erlent 11.7.2007 15:49
Óvenju há tíðni dauðsfalla í vinnuslysum á Ítalíu 435 hafa látist í vinnuslysum á Ítalíu á þessu ári. Rannsóknir sýna að tíðni vinnuslysa á Ítalíu er meira en 40% hærri en í Frakklandi, tvöfalt hærri en í Þýskalandi og sjöfalt hærri en í Bretlandi. Lögreglan telur að stór hluti þeirra sem látast séu ólöglegir innflytjendur sem vinna við óviðunandi öryggisaðstæður. Erlent 11.7.2007 14:19
Raðmorðingi dæmdur til dauða í Los Angeles Pítsusendillinn Chester Turner hlaut í dag dauðadóm fyrir að myrða tíu konur í Los Angeles á árunum 1987-1998. Ein konan var ófrísk og komin sex og hálfan mánuð á leið og var hann einnig dæmdur fyrir það. Konurnar sem urðu Turner að bráð voru flestar vændiskonur eða fíkniefnaneytendur. Erlent 11.7.2007 13:53
Dæmdir í lífstíðarfangelsi Mennirnir fjórir sem voru sakfelldir fyrir aðild sína að sprengjutilræði í júlí 2005 voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi. Þeir geta þó sótt um reynslulausn eftir 40 ár. Erlent 11.7.2007 12:01
Aukið verðmæti þorskútflutnings í Noregi Verðmæti útflutnings á ferskum þorski frá Noregi jókst um 15% á fyrsta árshelmingi 2007 og nam 3,3 milljörðum íslenskra króna. Útflutningur hefur aukist til markaða í Evrópusambandslöndunum og þá einkum til Danmerkur og Portúgal. Verðmæti útflutning á frystum þorski jókst um 48% og nam 2,7 milljörðum íslenskra króna. Erlent 11.7.2007 11:10
Átta létust í sprengingu í Alsír Sprenging varð átta manns að bana í herstöð alsírska hersins í morgun. Stöðin er 120 kílómetra frá höfuðborginni en enginn hefur ennþá lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Hópur tengdur al-Kaída hefur áður lýst yfir ábyrgð á svipuðum tilræðum í landinu. Erlent 11.7.2007 10:27
Féll í 14 metra djúpa holu 18 ára drengur er talinn hafa látið lífið í Mexíkóborg í gær þegar risastór hola opnaðist í götunni sem hann var í og gleypti hann, bíl á götunni og framhlið á húsi. Holan er 14 metra djúp og um 15 metrar að þvermáli. Smellið á „Spila“ til þess að sjá myndir af holunni. Erlent 11.7.2007 08:44
435 látið lífið í vinnuslysum á Ítalíu á árinu 435 manns hafa látið lífið í vinnuslysum á Ítalíu það sem af er árinu. Fjöldi vinnuslysa í landinu er tvisvar sinnum meiri en í Þýskalandi og sjö sinnum meiri en í Bretlandi. Erlent 11.7.2007 08:03
Uppreisnarmenn í Írak sleppa þýskri konu Annar tveggja þýskra ríkisborgara sem haldið var af uppreisnarmönnum í Írak hefur verið sleppt. Utanríkisráðherra landsins, Frank-Walter Steinmeier skýrði frá þessu í dag. Hannelore Krause hafði verið í haldi í hundrað fimmtíu og fimm daga en var sleppt seinni partinn í gær. Erlent 11.7.2007 07:48
Dómstólaráð Líbíu endurskoðar dauðadóm á mánudaginn Dómstólaráð Líbíu mun funda á mánudaginn kemur um framtíð sexmenninganna sem í morgun voru dæmdir til dauða. Áður höfðu Evrópusambandið og Búlgaría lýst yfir vonbrigðum vegna dómsins. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndband af fólkinu í hæstarétt landsins. Erlent 11.7.2007 07:40
Bush biður um lengri tíma George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hunsaði gagnrýni repúblikana um stríðsreksturinn í Írak í gær og krafðist þess að bandaríska þingið gæfi áætlun hans um fjölgun hermanna í Írak lengri tíma til þess að virka. Erlent 11.7.2007 07:20
Hús á tíu milljarða Stórhýsi í Beverly Hills í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur verið auglýst til sölu á litlar 165 milljónir dollara eða um tíu milljarða íslenskra króna. Heimilið var byggt á þriðja áratug síðustu aldar og var í eigu fjölmiðlakóngsins Williams Randolph Hearst. Smellið á „Spila“ til þess að sjá loftmyndir af húsinu. Erlent 11.7.2007 07:13
Aðgerðir við Rauðu moskuna á lokastigi Pakistanski herinn sagði í morgun að aðgerðir við Rauðu moskuna væru á lokastigi rúmum sólarhring eftir að aðgerðir hófust. Enn heyrast þaðan sprengingar og skothvellir. Herskái klerkurinn Abdul Rashid Ghazi lést í aðgerðum hersins í gær ásamt 50 stuðningsmönnum sínum. Þá var 50 konum og börnum bjargað úr moskunni. Erlent 11.7.2007 07:12
Bandarísk stjórnvöld funda vegna hryðjuverkahættu Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa kallað helstu löggæslustofnanir landsins saman á áríðandi fund vegna hættu á hryðjuverkum í landinu. Erlent 11.7.2007 07:07
20 manns verða líflátnir á næstu vikum í Íran Tuttugu manns verða hengdir í Íran fyrir ýmsa glæpi á næstunni. Eftir herferð í landinu í sumar gegn siðferðisglæpum, hefur lögreglan handtekið tugi fíkniefnaneytenda, smyglara og aðra glæpamenn. „Þeir tuttugu sem verða hengdir voru handteknir fyrir nauðganir, hjúskaparbrot og fleira." Þetta segir talsmaður dómarastéttar í landinu. Erlent 10.7.2007 16:26
Ólíklegt að ökumaður jeppans í Glasgow lifi af Samkvæmt læknum sem annast manninn sem keyrði jeppa inn í flugstöðina í Glasgow, þykir ólíklegt að hann haldi lífi. „Maðurinn hlaut 3. stigs bruna á búk og útlimum og ólíklegt er að við náum að bjarga honum," sagði einn læknanna. Erlent 10.7.2007 15:50
Málverkum að verðmæti milljóna dala stolið í Moskvu Þjófar í Moskvu stálu 13 málverkum, sem metin eru á margar milljónir dala. Rússneskur ellilífeyrisþegi hafði geymt verkin í óvarinni, tómri íbúð sem að hann á. Kamo Manukyan, fyrrverandi dómari, átti verkin. Þau eru eftir fræga listamenn á borð við Georges-Pierre Seurat, Ivan Aivazovsky og Alexej Jawlenski. Erlent 10.7.2007 14:57
2 látnir og 4 slasaðir eftir flugslys í Flórída Lítil Cessna 310 flugvél hrapaði á tvö heimili í Sanford, Flórída í morgun. Samkvæmt Cleo Cohen, talsmanni lögreglunnar, eru að minnsta kosti tveir látnir og fjórir alvarlega slasaðir og voru þeir fluttir með tveimur þyrlum á nærliggjandi sjúkrahús. Einnig er einn slökkviliðsmaður til aðhlynningar vegna brjóstverkja. Erlent 10.7.2007 14:18
Íbúafjöldasprengja yfirvofandi í Kaliforníu Íbúafjöldasprengja í Kaliforníu er yfirvofandi samkvæmt spá fjármálastofnunar ríkisins sem birtist á heimasíðu L.A. Times í dag. Á næstu 50 árum mun fólksfjöldinn aukast um 75%, sem þýðir fólksfjöldinn í ríkinu mun nálgast 60 milljóna markið. Erlent 10.7.2007 13:34
Bandaríkin senda þriðja flugmóðurskipið til Persaflóa Bandaríkin hafa sent þriðja flugmóðurskipið, Enterprise, til Persaflóans, á svæði nálægt írönsku hafsvæði. Sjóherinn sagði frá þessu í tilkynningu í morgun. „Enterprise er mótvægi við þær truflandi aðgerðir sem sum lönd á svæðinu standa fyrir. Einnig styður það við bakið á hermönnum okkar í Írak og Afganistan.“ sagði í tilkynningunni. Erlent 10.7.2007 12:08
60 handteknir í aðgerðum gegn mafíunni Lögreglan á suðurhluta Ítalíu handtók í dag fleiri en 60 manns í aðgerðum gegn mafíunni á svæðinu en hún kallast 'Ndrangheta. Meðlimir hennar eru grunaðir um smygl á eiturlyfjum, fólki og tryggingasvindl. 'Ndrangheta er staðsett í Kalabríu, rétt suður af Napólí, og er orðin stærri en Cosa Nostra mafían sem hefur aðsetur á Sikiley. Erlent 10.7.2007 11:51
Þúsundir fluttar á brott vegna goshættu Þúsundir Indónesa hafa þurft að flýja heimili sín vegna goshættu í eldfjallinu Mount Gamkonora. Fjallið spýr þegar út ösku og eldi allt upp í fjögur þúsund metra hæð. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir þaðan. Erlent 10.7.2007 11:01