Dómstólaráð Líbíu endurskoðar dauðadóm á mánudaginn Jónas Haraldsson skrifar 11. júlí 2007 07:40 Dómstólaráð Líbíu mun koma saman á mánudaginn 16. júlí og ákveða örlög sexmenninganna. Dauðadómur yfir þeim var staðfestur í morgun. Dómstólaráðið ákvað að taka málið að sér og getur mildað dóminn eða náðað fólkið. Embættismenn í Líbíu segja það þó háð samkomulagi um bætur fyrir fjölskyldur þeirra barna sem smituðust svo að þær geti borgað fyrir umönnun barna sinna. Seint í gærkvöldi tilkynnti Gaddafi-stofnunin, sem hefur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilunni, því yfir að sátt hefði náðst um bætur handa fjölskyldum þeirra barna sem smituðust af HIV árið 1998. Talið er að meiningin með þeirri yfirlýsingu hafi verið að lægja öldurnar í alþjóðasamfélaginu og gefa til kynna að fólkið yrði náðað. Evrópusambandið hefur lýst yfir vonbrigðum sínum að hæstiréttur Líbíu staðfesti dauðadóminní morgun. Þeir sögðust þó vonast eftir því að farsæl lausn næðist í málinu von bráðar. Forseti Búlgaríu, en fimm starfsmannanna koma þaðan, sagðist vonast til þess að dómstólaráðið, sem dómsmálaráðherra Líbíu situr yfir, myndi náða fólkið. Smellið á „Spila" hnappinn til þess að sjá myndband af fólkinu í hæstarétt landsins.Hafa setið í fangelsi síðan 1999Heilbrigðisstarfsfólkið hefur setið í fangelsi síðan árið 1999 en smitin áttu sér stað árið 1998. Líbía var lengi vel í alþjóðlegri einangrun vegna kjarnorkuáætlunar sinnar. Árið 2003 gaf landið hana síðan upp á bátinn en hefur síðan þurft að glíma við afleiðingar HIV málsins.Um fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og einn palestínskan lækni er að ræða. Atburðurinn á að hafa átt sér stað árið 1998. 56 börn af þeim 438 sem voru smituðust hafa látið lífið. Sökuð um að hafa vitandi gefið börnunum HIV-sýkt blóðFólkið var sakfellt fyrir að hafa gefið börnunum blóð sem þau vissu að væri HIV-sýkt í þeim tilgangi að reyna að finna lækningu við AIDS. Það segist hafa verið pyntað þar til það gekkst við verknaðinum. Sumar hjúkrunarkonurnar segja að þeim hafi verið nauðgað til þess að fá þær til þess að játa. Opinberlega hafa þau ávallt haldið fram sakleysi sínu.Fyrsti dómurinn féll í málinu árið 2004 og var fólkið þá dæmt til dauða. Hæstiréttur landsins lét rétta aftur í málinu og nú rétt fyrir jól varð niðurstaðan sú sama. Þau áfrýjuðu þá og nú hefur dauðadómurinn verið staðfestur af hæstarétti landsins. Fólkið var ekki viðstatt dómsuppkvaðninguna í morgun.Óháðir sérfræðingar gerðu rannsókn á málinu og niðurstaða þeirra var að börnin hefðu smitast áður en fólkið kom til starfa í landinu. Margir segja Muammar Gaddafi, forseta landsins, vera að reyna að breiða yfir galla í heilbrigðiskerfinu með því að sækja fólkið til saka. Erlent Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Dómstólaráð Líbíu mun koma saman á mánudaginn 16. júlí og ákveða örlög sexmenninganna. Dauðadómur yfir þeim var staðfestur í morgun. Dómstólaráðið ákvað að taka málið að sér og getur mildað dóminn eða náðað fólkið. Embættismenn í Líbíu segja það þó háð samkomulagi um bætur fyrir fjölskyldur þeirra barna sem smituðust svo að þær geti borgað fyrir umönnun barna sinna. Seint í gærkvöldi tilkynnti Gaddafi-stofnunin, sem hefur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilunni, því yfir að sátt hefði náðst um bætur handa fjölskyldum þeirra barna sem smituðust af HIV árið 1998. Talið er að meiningin með þeirri yfirlýsingu hafi verið að lægja öldurnar í alþjóðasamfélaginu og gefa til kynna að fólkið yrði náðað. Evrópusambandið hefur lýst yfir vonbrigðum sínum að hæstiréttur Líbíu staðfesti dauðadóminní morgun. Þeir sögðust þó vonast eftir því að farsæl lausn næðist í málinu von bráðar. Forseti Búlgaríu, en fimm starfsmannanna koma þaðan, sagðist vonast til þess að dómstólaráðið, sem dómsmálaráðherra Líbíu situr yfir, myndi náða fólkið. Smellið á „Spila" hnappinn til þess að sjá myndband af fólkinu í hæstarétt landsins.Hafa setið í fangelsi síðan 1999Heilbrigðisstarfsfólkið hefur setið í fangelsi síðan árið 1999 en smitin áttu sér stað árið 1998. Líbía var lengi vel í alþjóðlegri einangrun vegna kjarnorkuáætlunar sinnar. Árið 2003 gaf landið hana síðan upp á bátinn en hefur síðan þurft að glíma við afleiðingar HIV málsins.Um fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og einn palestínskan lækni er að ræða. Atburðurinn á að hafa átt sér stað árið 1998. 56 börn af þeim 438 sem voru smituðust hafa látið lífið. Sökuð um að hafa vitandi gefið börnunum HIV-sýkt blóðFólkið var sakfellt fyrir að hafa gefið börnunum blóð sem þau vissu að væri HIV-sýkt í þeim tilgangi að reyna að finna lækningu við AIDS. Það segist hafa verið pyntað þar til það gekkst við verknaðinum. Sumar hjúkrunarkonurnar segja að þeim hafi verið nauðgað til þess að fá þær til þess að játa. Opinberlega hafa þau ávallt haldið fram sakleysi sínu.Fyrsti dómurinn féll í málinu árið 2004 og var fólkið þá dæmt til dauða. Hæstiréttur landsins lét rétta aftur í málinu og nú rétt fyrir jól varð niðurstaðan sú sama. Þau áfrýjuðu þá og nú hefur dauðadómurinn verið staðfestur af hæstarétti landsins. Fólkið var ekki viðstatt dómsuppkvaðninguna í morgun.Óháðir sérfræðingar gerðu rannsókn á málinu og niðurstaða þeirra var að börnin hefðu smitast áður en fólkið kom til starfa í landinu. Margir segja Muammar Gaddafi, forseta landsins, vera að reyna að breiða yfir galla í heilbrigðiskerfinu með því að sækja fólkið til saka.
Erlent Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira