Erlent

F.B.I. rannsakar myndband þar sem grunur er á að 2 ára stelpa sé undir áhrifum alsælu

Mynd/Liveleak.com

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum er að hjálpa yfirvöldum í Houston, Texas þar sem verið er að athuga hvort að glæpur hafi verið framinn þegar hópur ungra kvenna tóku upp myndband af smábarni þar sem það sat á gólfi í aftursæti bíls. Konurnur hlógu óspart að barninu og gáfu í skyn að barnið, sem er tveggja ára stúlkubarn, væri undir áhrifum alsælu.

Einnig finnst yfirvöldum full harkalega gengið að stúlkunni þar sem hún er slegin lauslega á kinnar. „Cookie, hættu að rúlla augunum, þú hefðir ekki átt að taka e-pillu," heyrist ein stelpan segja. Að stúlkunni undanskilinni voru sjö manneskjur í bílnum, þar á meðal 21 árs móðir barnsins.

Ein konan sagði við lögreglu að þeim hafi einfaldlega leiðst og hafi verið að leika við litlu stelpuna, þar sem hún hafi rúllað aftur augunum eftir konurnar báðu hana um það.

Hægt er að sjá myndbandið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×