Erlent

Raðmorðingi dæmdur til dauða í Los Angeles

NordicPhotos/GettyImages

Pítsusendillinn Chester Turner hlaut í dag dauðadóm fyrir að myrða tíu konur í Los Angeles á árunum 1987-1998. Ein konan var ófrísk og komin sex og hálfan mánuð á leið og var hann einnig dæmdur fyrir það. Konurnar sem urðu Turner að bráð voru flestar vændiskonur eða fíkniefnaneytendur.

Kviðdómur í málinu vildi fá Turner dæmdan til dauða og það samþykkti dómarinn William R. Pounders. „Ég held að enginn kviðdómur í landinu myndi komast að annari niðurstöðu en að mæla með dauðarefsingu," sagði Pounders. Turner, sem er fertugur, vildi ekkert tjá sig á meðan réttarhöldin stóðu yfir.

Turner var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2002, en eftir DNA rannsókn á honum kom í ljós að hann hafði myrt konurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×