Erlent

Fréttamynd

Kynlífsmyndir af verðandi Danaprinsessu

Svissneski sjentilmaðurinn Anthony D. sem er fyrrverandi kærasti Marie Cavallier verðandi Danaprinsessu hefur nú upplýst að hann eigi kynlífsmyndir og myndbönd af þeim, sem "ekki þoli dagsins ljós," eins og hann orðar það.

Lífið
Fréttamynd

Olíuverðið komið úr methæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á fjármálamörkuðum í dag vegna aukinnar eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar auk vaxandi spennu í Miðausturlöndum en Tyrkir hóta að ráðast gegn Kúrdum í N-Írak. Verðið er hins vegar komið úr methæðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bannað að reykja utandyra

Borgarstjórnin í Oakland í Kaliforníu hefur einróma samþykkt ný lög sem banna reykingar utandyra á veitingahúsum.

Erlent
Fréttamynd

Angelina Pedersen

Ozzy, Scarlett, Angelina, Bono og Shakira eru flutt til Danmerkur. Og einnig John Lennon.

Erlent
Fréttamynd

Íransforseta boðið til Rússlands

Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Ahmadinejad Íransforseta í opinbera heimsókn til Moskvu til að ræða samskipti ríkjanna og kjarnorkudeiluna við Írana. Íransforseti hefur þekkst boðið.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður JP Morgan yfir væntingum

Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 3,4 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 207 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 100 milljónum dala meira en á sama tíma í fyrra. Fréttirnar þykja góðar í ljósi þess að bankinn afskrifaði 1,6 milljarða dala lán vegna óróleika á bandarískum fasteignamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Indverska hlutabréfavísitalan féll um níu prósent

Viðskipti voru stöðvuð tímabundið í kauphöllinni á Indlandi í dag þegar gengi hlutabréfa féll skyndilega en Sensex-hlutabréfavísitalan féll um níu prósent á einum degi. Fallið kom í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda að setja hömlur á hlutabréfakaup erlendra fjárfesta í því augnamiði að kæla hlutabréfamarkaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Annar lækkanadagurinn í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag, annan daginn í röð. Ástæðan eru ummæli Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, sem sagði niðursveiflu á fasteignalánamarkaði að öllum líkindum verða dragbít á hagkerfinu lengur en menn hafi spáð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afkoma Yahoo yfir væntingum

Hagnaður bandarísku netveitunnar Yahoo nam 151 milljón bandaríkjadala, jafnvirði 9,2 milljarða íslenskra króna, á þriðja árfjórðungi, sem er sjö milljón dölum minna en á sama tíma í fyrra. Fjárfestar voru engu að síður ánægðir með niðurstöðuna þar sem hagnaður á hlut var óbreyttur á milli ára, 11 sent á hlut. Gert hafði verið ráð fyrir þriggja senta samdrætti á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sænskar orrustuþotur til Tælands

Búist er við að Tælenski flugherinn kaupi sænskar Gripen orrustuþotur frekar en bandarískar F-16 þotur, þegar kemur að því að skipta út hluta af orrustuflugflota landsins.

Erlent
Fréttamynd

Danaprinsi snúið frá Eystri-landsrétti

Jafnvel Jóakim Danaprins komst ekki framhjá öryggisvörðum við Eystri-Landsréttinn í Kaupmannahöfn í dag, þegar þar fóru fram vitnaleiðslur í máli meintra hryðjuverkmanna sem handteknir voru í Óðinsvéum á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki að Dalai Lama fái orðu

Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt.

Erlent
Fréttamynd

Fjögurra hæða risaeðla

Steingervingafræðingar í Argentínu hafa fundið einstaklega heillega beinagrind af einhverri stærstu risaeðlu sem um getur.

Erlent
Fréttamynd

Andvaka sebrafiskar

Fiskar hafa kannski ekki augnlok, en þeir sofa samt. Og sumir þeirra þjást jafnvel af svefntruflunum.

Erlent
Fréttamynd

Afganskur harmleikur

Afgönsk móðir og fjögur börn hennar létu lífið þegar hún reyndi að hindra son sinn í að gera sjálfsmorðssprengjuárás á erlenda hermenn í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Óbreytt verðbólga í Bretlandi

Verðbólga mældist 1,8 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði en það er óbreytt staða frá því í mánuðinum á undan, samkvæmt tölum frá hagstofu landsins. Greinendur segja að þar sem verðbólgan sé 0,2 prósentustigum undir verðbólgumarkmiðum breska seðlabankans þá séu litlar líkur á því að bankinn hækki stýrivexti í bráð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vírus strádrepur seli

Óþekktur vírus hefur í sumar og haust drepið á þriðja þúsund seli í Kattegat og Skagerrak.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir halda fast við innrás í Írak

Tyrkneskur hershöfðingi sagði í dag að of snemmt sé að segja til um nákvæmlega hvenær verður ráðist inn í Írak eða hversu miklum herafla verði beitt.

Erlent
Fréttamynd

Hrukkukrem virka ekki

Árum saman hefur fólk trúað því að dýru fínu hrukkukremin væru betri en þau ódýru. Það er rangt, ef marka má nýlega rannsókn í Svíþjóð.

Erlent
Fréttamynd

Sakaður um að gefa Saddam vindla

Bandarískur fangavörður Saddams Hussein mætir fyrir rétt í dag fyrir það meðal annars að hafa gefið hinum fallna einræðisherra kúbverska vindla.

Erlent