Erlent

Fréttamynd

May nýtur áfram trausts í Bretlandi

Breski Íhaldsflokkurinn viðheldur töluverðu forskoti á Verkamannaflokkinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Tæpur helmingur svarenda sagðist vilja Theresu May áfram í forsætisráðherrastól.

Erlent
Fréttamynd

Þrjátíu og sex gíslar lausir úr haldi ISIS

Farið var með gíslana þrjátíu og sex, sem allir eru úr Yazidi-ættbálknum, í miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Dohuk í norðurhluta Íraks. Enn er óljóst hvort fólkið hafi sloppið sjálft úr prísundinni eða látið laust.

Erlent
Fréttamynd

UKIP lofar búrkubanni

Búrkur eru trúar- og menningarlegur klæðnaður kvenna innan íslam. Leiðtogi breska stjórnmálaflokksins UKIP, Paul Nuttal, sagði að það að klæðast búrkum, sem hylja allt andlitið, á almannafæri væri ógn við öryggi.

Erlent
Fréttamynd

Þrýsta á breytingar á lögum um fóstureyðingar

Nefnd skipuð níutíu og níu almennum borgurum krefst breytinga á lögum um fóstureyðingar á Írlandi. Írskar konur vilja að fóstureyðingar verði einnig leyfðar þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Reiðar eiginkonur lögreglumanna mótmæla í París

Á annað hundrað eiginkonur og makar lögregluþjóna mótmæltu í dag í París, höfuðborg Frakklands, í kjölfar árásar á lögreglumenn á Champs-Élysées á fimmtudag. Lögregluþjónninn Xavier Jugele lést í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Kínversk borg byggð í Hvíta-Rússlandi

Stjórnvöld í Kína og Hvíta-Rússlandi hafa náð samkomulagi um uppbyggingu 150 þúsund manna borgar sem er hugsuð sem stökkpallur inn í Evrópu fyrir kínversk fyrirtæki. Þannig vilja stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi koma hagkerfi sínu af stað á ný.

Erlent
Fréttamynd

Dóttir Gaddafís eignaðist barn

Dóttir Gaddafís hefur eignast barn í Alsír, en þangað fór hún ásamt móður sinni og tveimur bræðrum á mánudag. Talsmaður Alsírsstjórnar segir fjölskyldunni veitt hæli vegna þess að dóttirin var barnshafandi. Uppreisnarmenn í Líbíu segja óskiljanlegt að fjölskylda hafi fengið hæli í Alsír.

Erlent
Fréttamynd

Vill norðurevru í stað evru

Lausnin á vanda evrunnar er norðurevra sem yrði nýr sameiginlegur gjaldmiðill Þýskalands, Finnlands, Austurríkis, Hollands og Belgíu. Þetta er mat eins af þungavigtarmönnunum í viðskiptalífi Þýskalands, Hans-Olafs Henkel. Í umræðugrein í Financial Times skrifar Henkel að hann sé ekki jafn jákvæður gagnvart evrunni og áður. Stjórnmálamenn hafi samþykkt aðild landa að myntbandalaginu þótt þau hafi ekki uppfyllt efnahagslegar kröfur. Sameiginleg vaxtastefna henti ekki öllum auk þess sem bandalagið sundri frekar en sameini.- ibs

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir mótmæla í Damaskus

Þúsundir manna héldu út á götur Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, að loknum morgunbænum í gær, sem var fyrsti dagurinn í lokahátíð föstumánaðar múslima. Mótmælendur krefjast þess að Bashar Assad forseti og stjórn hans segi af sér. Öryggissveitir hafa bæði í gær og undanfarna daga gengið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum og meðal annars skotið beint á fólk með þeim afleiðingum að í gær létu að minnsta kosti sjö manns lífið.

Erlent