Erlent

Páfinn líkir flóttamannamiðstöðvum í Evrópu við fangabúðir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frans páfi ávarpar samkomu fólks í basilíku sankti Bartólómeusar í Róm í gær.
Frans páfi ávarpar samkomu fólks í basilíku sankti Bartólómeusar í Róm í gær. Vísir/AFP
Frans páfi lýsti sumum af flóttamannamistöðvum Evrópu sem fangabúðum eða „concentration camps“. Þetta er haft eftir honum við heimsókn hans í basilíku í Róm þar sem hann hitti og ræddi við innflytjendur. BBC greinir frá.



Hann þakkaði þeim sem taka á móti flóttamönnum en sagði að svo virtist sem „alþjóðleg samkomulög skipti meira máli en mannréttindi.“

Samtök gyðinga í Bandaríkjunum sögðu að páfinn ætti að endurhugsa ummæli sín en samtökin telja þau óvarlegan samanburð við útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Páfinn sagði samkomunni frá heimsókn sinni í flóttamannabúðir á grísku eyjunni Lesbos í fyrra en þar hitti hann fyrir flóttamann sem hafði misst konu sína.

„Ég veit ekki hvort hann náði að yfirgefa fangabúðirnar, af því að flóttamannabúðir, margar þeirra, eru til samansöfnunar... af því að það er mikill fjöldi fólks skilinn eftir í þeim.“

David Harris, formaður Bandarísku gyðinganefndarinnar, gagnrýndi ummæli páfans.

„Það má vel vera að ástandið sem flóttamenn búa við í sumum Evrópulöndum sé erfitt og eigi skilið meiri alþjóðlega athygli en þetta eru alls ekki fangabúðir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×