Erlent Aðalræðisskrifstofa í Þórshöfn Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær, eftir að um málið náðist samkomulag við danska og færeyska ráðamenn, að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið að opna aðalræðisskrifstofu í Færeyjum bráðlega. Erlent 1.11.2006 21:51 Rannveig móðgar Færeyinga Jógvan á Lakjuni, þingmaður íhaldsmanna á færeyska lögþinginu og samstarfsráðherra Norðurlanda í færeysku landsstjórninni, sakaði Rannveigu Guðmundsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, í gær um að hafa móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðu á Norðurlandaráðsþingi um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Erlent 1.11.2006 21:52 Áframhaldandi einangrun Fimm menn, sem handteknir voru í byrjun september í Óðinsvéum í Danmörku, grunaðir um að skipuleggja stórfelld hryðjuverk, hafa verið dæmdir í áframhaldandi fjögurra vikna einangrun. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken. Erlent 1.11.2006 21:51 Óheppilegur brandari Öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry baðst afsökunar í gær á „misheppnuðum brandara“ um Íraksstefnu Bush Bandaríkjaforseta. Kerry hafði sagt unglingum í skóla sem hann heimsótti að þeir skyldu stunda nám sitt af kappi, annars ættu þeir á hættu að „festast í Írak“. Erlent 1.11.2006 21:51 Borpallur og áhöfn í hættu Norski olíuborpallurinn Bredford Dolphin var á reki í Norðursjó í gær með 75 manns innanborðs í miklu roki og öldugangi. Dráttarbátur var með borpallinn í eftirdragi þegar togvírarnir slitnuðu á þriðjudaginn, en veður var þá afar slæmt. Draga átti pallinn frá Noregi til Póllands vegna viðhalds og endurnýjunar. Erlent 1.11.2006 21:51 Finnar fá menningarmálin Í ljósi þess hve Finnum þótti freklega framhjá sér gengið er ákveðið var að Halldór Ásgrímsson yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, en ekki finnski ráðherrann Jan Erik Enestam, kom það ekki á óvart þegar það fréttist í gær að ákveðið hefði verið að ný norræn menningarmálaskrifstofa, „KulturKontakt Nord“, yrði staðsett í Finnlandi. Erlent 1.11.2006 21:51 Rafmagnsleysi í aftakaveðri Stórhríð olli rafmagnsleysi á fimmtíu þúsund heimilum í Svíþjóð í gærmorgun, þegar vindhviður brutu niður rafmagnsstaura. Erlent 1.11.2006 21:52 Hverfandi í Bretlandi Kynbundinn launamunur fer minnkandi í Bretlandi og meðal yngri kynslóða er hans lítt vart, kemur fram í frétt breska blaðsins Financial Times. Erlent 1.11.2006 21:52 Rússneska mafían og ölgróði Rússneska mafían hefur tögl og hagldir í ölgeiranum í Rússlandi og Ekstrablaðið segir það furðu sæta að Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson hafi sloppið þaðan auðugir menn. Erlent 1.11.2006 21:51 Fleiri NATO-lönd fái afnot af Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ræddu um breytta stöðu öryggismála Íslands á fundi í Kaupmannahöfn. Norðmenn og Danir segjast reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi í lögsögu Íslands. Erlent 1.11.2006 21:52 Óveður í Evrópu 22 menn hafa látist í miklum flóðum í suðaustanverðu Tyrklandi undanfarinn sólarhring. Þá rak norskan olíuborpall stjórnlaust í Norðursjó í fárviðri sem gekk yfir norðanverða Evrópu í nótt. Erlent 1.11.2006 18:06 Góður hagnaður hjá asískum bílaframleiðendum Bílaframleiðendur í Asíu skiluðu flestir góðum hagnaði á fyrri hluta ársins og búast við methagnaði á árinu. Helsta ástæðan er aukinn útflutningur á bílum til Evrópu og Indlands á tímabilinu. Viðskipti erlent 1.11.2006 16:18 Olíuverð lækkar áfram Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hefðu ákveðið að draga úr olíuframleiðslu frá og með deginum í dag til að sporna gegn frekari verðlækkunum á olíu. Viðskipti erlent 1.11.2006 15:27 Windows Vista krefst öflugri tölva Bandaríski metsöluhöfundurinn og fyrirlesarinn Mark Minasi kom hingað til lands í fimmta sinn á vegum Microsoft á Íslandi og EJS í síðustu viku. Tilgangur heimsóknar hans í þetta sinn var að kynna tæknimönnum flesta möguleika Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kemur út í mánuðinum. Áherslan var á öryggið í netheimum, sem Minasi segir að Microsoft geri allt til að tryggja. Viðskipti erlent 1.11.2006 13:40 Hagnaður Time Warner næstum þrefaldast Hagnaður bandarísku fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti tekna samsteypunnar eru komnar til vegna aukinna auglýsingatekna frá nethluta félagsins, American Online (AOL). Viðskipti erlent 1.11.2006 13:00 Demókratar leiða í skoðanakönnunum Skoðanakannanir sem Reuters skýrði frá í dag sýna að demókratar í Bandaríkjunum eru með meiri stuðning en Repúblikanar í 12 af 15 lykilsætum í komandi þingkosningum. Erlent 1.11.2006 12:10 Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher Drottins skrifa undir friðarsamkomulag Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher Drottins skrifuðu undir nýtt friðarsamkomulag í morgun. Vonast er til þess að það eigi eftir að koma skriði á viðræður sem er ætlað að binda endi á eina lengstu og hrottalegustu borgarastyrjöld í Afríku. Erlent 1.11.2006 11:50 Varnarmálaráðherra Rússlands líklegur arftaki Pútíns Rússneski varnarmálaráðherrann, Sergei Ivanov, neitaði í morgun að svara spurningum um hvort að hann væri líklegur til þess að taka við af Pútin Rússlandsforseta þegar hann leggur niður völd árið 2008. Erlent 1.11.2006 11:14 40 þúsund drukkin börn Umboðsmaður barna í Noregi er sleginn yfir nýjum upplýsingum um drykkjuvenjur barna og unglinga. Könnunin var gerð á drykkju barna á aldrinum fimmtán til sautján ára. Erlent 1.11.2006 11:03 Ókyrrð eykst í mið-Afríku Forseti Mið-Afríku Lýðveldisins, Francois Bozize, ásakaði í morgun stjórnvöld í Súdan um að senda vopnaða uppreisnarmenn yfir landamærin til þess að taka yfir bæ í norðausturhluta landsins. Erlent 1.11.2006 10:58 Vesturlandabúar manna lauslátastir Fólk í vesturheimi er lauslátara en fólk í þróunarlöndunum. Þetta kemur fram í rannsókn sem var gefin út í læknatímaritinu Lancet nýverið. Fréttavefur BBC skýrir frá. . Fréttavefur BBC skýrir frá. Erlent 1.11.2006 10:37 Stórabeltisbrúnni lokað vegna óveðurs Erlent 1.11.2006 10:33 Ísraelskir hermenn skjóta sex til bana Ísraelskir hermenn skutu sex Palestínumenn til bana, þar af fimm vígamenn, og særðu 33 í röð loftárása og byssubardaga á norðurhluta Gaza-svæðisins, samkvæmt fréttum frá palenstínskum öryggisyfirvöldum. Erlent 1.11.2006 10:27 Lego annar ekki eftirspurn Danski leikfangaframleiðandinn Lego á í mestu erfiðleikum með að anna eftirspurn vegna niðurskurðar hjá fyrirtækinu. Talsmaður fyrirtækisins segir flestar vörur Lego uppseldar og geti fyrirtækið ekki sinnt jólasölu með góðu móti. Búist er við að Lego verði af háum fjárhæðum vegna þessa. Viðskipti erlent 1.11.2006 10:09 Hisbollah og Ísrael í viðræðum Hisbollah-samtökin og Ísrael eiga í viðræðum um að skiptast á föngum. Fréttavefur BBC skýrir frá og segir að þetta hafi komið fram í sjónvarpsviðtali við leiðtoga Hisbollah í morgun. Erlent 1.11.2006 08:35 Milljónamæringar borga vel fyrir hús Fólki sem getur varið 130 milljónum til húsnæðiskaupa hefur fjölgað mikið í Bretlandi síðustu ár. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17 Eurotunnel bjargar sér frá gjaldþroti Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17 Hátíðisdagur kaþólikka um allan heim Þúsundir kaþólikka á Filippseyjum halda upp á Dag Allra Sálna í dag og fara þeir þá í kirkjugarða til þess að vitja látinna ástvina. Erlent 1.11.2006 09:02 Norður-Kórea aftur að samningaborðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu greindu frá því í morgun að þeir hefðu ákveðið að setjast aftur að samningaborðinu og taka þátt í Sexveldaumræðunum svokölluðu á ný. Erlent 1.11.2006 08:27 PW Botha látinn Fyrrum forseti Suður-Afríku, P.W. Botha, lést í gærkvöldi. Hann var níræður. Botha var forseti landsins frá 1978 til 1989. Á þeim tíma reyndi hann smám saman að auka réttindi minnihlutahópa í landinu en pólitísk réttindi voru aldrei aukin. Erlent 1.11.2006 08:47 « ‹ 238 239 240 241 242 243 244 245 246 … 334 ›
Aðalræðisskrifstofa í Þórshöfn Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær, eftir að um málið náðist samkomulag við danska og færeyska ráðamenn, að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið að opna aðalræðisskrifstofu í Færeyjum bráðlega. Erlent 1.11.2006 21:51
Rannveig móðgar Færeyinga Jógvan á Lakjuni, þingmaður íhaldsmanna á færeyska lögþinginu og samstarfsráðherra Norðurlanda í færeysku landsstjórninni, sakaði Rannveigu Guðmundsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, í gær um að hafa móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðu á Norðurlandaráðsþingi um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Erlent 1.11.2006 21:52
Áframhaldandi einangrun Fimm menn, sem handteknir voru í byrjun september í Óðinsvéum í Danmörku, grunaðir um að skipuleggja stórfelld hryðjuverk, hafa verið dæmdir í áframhaldandi fjögurra vikna einangrun. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken. Erlent 1.11.2006 21:51
Óheppilegur brandari Öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry baðst afsökunar í gær á „misheppnuðum brandara“ um Íraksstefnu Bush Bandaríkjaforseta. Kerry hafði sagt unglingum í skóla sem hann heimsótti að þeir skyldu stunda nám sitt af kappi, annars ættu þeir á hættu að „festast í Írak“. Erlent 1.11.2006 21:51
Borpallur og áhöfn í hættu Norski olíuborpallurinn Bredford Dolphin var á reki í Norðursjó í gær með 75 manns innanborðs í miklu roki og öldugangi. Dráttarbátur var með borpallinn í eftirdragi þegar togvírarnir slitnuðu á þriðjudaginn, en veður var þá afar slæmt. Draga átti pallinn frá Noregi til Póllands vegna viðhalds og endurnýjunar. Erlent 1.11.2006 21:51
Finnar fá menningarmálin Í ljósi þess hve Finnum þótti freklega framhjá sér gengið er ákveðið var að Halldór Ásgrímsson yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, en ekki finnski ráðherrann Jan Erik Enestam, kom það ekki á óvart þegar það fréttist í gær að ákveðið hefði verið að ný norræn menningarmálaskrifstofa, „KulturKontakt Nord“, yrði staðsett í Finnlandi. Erlent 1.11.2006 21:51
Rafmagnsleysi í aftakaveðri Stórhríð olli rafmagnsleysi á fimmtíu þúsund heimilum í Svíþjóð í gærmorgun, þegar vindhviður brutu niður rafmagnsstaura. Erlent 1.11.2006 21:52
Hverfandi í Bretlandi Kynbundinn launamunur fer minnkandi í Bretlandi og meðal yngri kynslóða er hans lítt vart, kemur fram í frétt breska blaðsins Financial Times. Erlent 1.11.2006 21:52
Rússneska mafían og ölgróði Rússneska mafían hefur tögl og hagldir í ölgeiranum í Rússlandi og Ekstrablaðið segir það furðu sæta að Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson hafi sloppið þaðan auðugir menn. Erlent 1.11.2006 21:51
Fleiri NATO-lönd fái afnot af Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ræddu um breytta stöðu öryggismála Íslands á fundi í Kaupmannahöfn. Norðmenn og Danir segjast reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi í lögsögu Íslands. Erlent 1.11.2006 21:52
Óveður í Evrópu 22 menn hafa látist í miklum flóðum í suðaustanverðu Tyrklandi undanfarinn sólarhring. Þá rak norskan olíuborpall stjórnlaust í Norðursjó í fárviðri sem gekk yfir norðanverða Evrópu í nótt. Erlent 1.11.2006 18:06
Góður hagnaður hjá asískum bílaframleiðendum Bílaframleiðendur í Asíu skiluðu flestir góðum hagnaði á fyrri hluta ársins og búast við methagnaði á árinu. Helsta ástæðan er aukinn útflutningur á bílum til Evrópu og Indlands á tímabilinu. Viðskipti erlent 1.11.2006 16:18
Olíuverð lækkar áfram Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hefðu ákveðið að draga úr olíuframleiðslu frá og með deginum í dag til að sporna gegn frekari verðlækkunum á olíu. Viðskipti erlent 1.11.2006 15:27
Windows Vista krefst öflugri tölva Bandaríski metsöluhöfundurinn og fyrirlesarinn Mark Minasi kom hingað til lands í fimmta sinn á vegum Microsoft á Íslandi og EJS í síðustu viku. Tilgangur heimsóknar hans í þetta sinn var að kynna tæknimönnum flesta möguleika Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kemur út í mánuðinum. Áherslan var á öryggið í netheimum, sem Minasi segir að Microsoft geri allt til að tryggja. Viðskipti erlent 1.11.2006 13:40
Hagnaður Time Warner næstum þrefaldast Hagnaður bandarísku fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti tekna samsteypunnar eru komnar til vegna aukinna auglýsingatekna frá nethluta félagsins, American Online (AOL). Viðskipti erlent 1.11.2006 13:00
Demókratar leiða í skoðanakönnunum Skoðanakannanir sem Reuters skýrði frá í dag sýna að demókratar í Bandaríkjunum eru með meiri stuðning en Repúblikanar í 12 af 15 lykilsætum í komandi þingkosningum. Erlent 1.11.2006 12:10
Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher Drottins skrifa undir friðarsamkomulag Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher Drottins skrifuðu undir nýtt friðarsamkomulag í morgun. Vonast er til þess að það eigi eftir að koma skriði á viðræður sem er ætlað að binda endi á eina lengstu og hrottalegustu borgarastyrjöld í Afríku. Erlent 1.11.2006 11:50
Varnarmálaráðherra Rússlands líklegur arftaki Pútíns Rússneski varnarmálaráðherrann, Sergei Ivanov, neitaði í morgun að svara spurningum um hvort að hann væri líklegur til þess að taka við af Pútin Rússlandsforseta þegar hann leggur niður völd árið 2008. Erlent 1.11.2006 11:14
40 þúsund drukkin börn Umboðsmaður barna í Noregi er sleginn yfir nýjum upplýsingum um drykkjuvenjur barna og unglinga. Könnunin var gerð á drykkju barna á aldrinum fimmtán til sautján ára. Erlent 1.11.2006 11:03
Ókyrrð eykst í mið-Afríku Forseti Mið-Afríku Lýðveldisins, Francois Bozize, ásakaði í morgun stjórnvöld í Súdan um að senda vopnaða uppreisnarmenn yfir landamærin til þess að taka yfir bæ í norðausturhluta landsins. Erlent 1.11.2006 10:58
Vesturlandabúar manna lauslátastir Fólk í vesturheimi er lauslátara en fólk í þróunarlöndunum. Þetta kemur fram í rannsókn sem var gefin út í læknatímaritinu Lancet nýverið. Fréttavefur BBC skýrir frá. . Fréttavefur BBC skýrir frá. Erlent 1.11.2006 10:37
Ísraelskir hermenn skjóta sex til bana Ísraelskir hermenn skutu sex Palestínumenn til bana, þar af fimm vígamenn, og særðu 33 í röð loftárása og byssubardaga á norðurhluta Gaza-svæðisins, samkvæmt fréttum frá palenstínskum öryggisyfirvöldum. Erlent 1.11.2006 10:27
Lego annar ekki eftirspurn Danski leikfangaframleiðandinn Lego á í mestu erfiðleikum með að anna eftirspurn vegna niðurskurðar hjá fyrirtækinu. Talsmaður fyrirtækisins segir flestar vörur Lego uppseldar og geti fyrirtækið ekki sinnt jólasölu með góðu móti. Búist er við að Lego verði af háum fjárhæðum vegna þessa. Viðskipti erlent 1.11.2006 10:09
Hisbollah og Ísrael í viðræðum Hisbollah-samtökin og Ísrael eiga í viðræðum um að skiptast á föngum. Fréttavefur BBC skýrir frá og segir að þetta hafi komið fram í sjónvarpsviðtali við leiðtoga Hisbollah í morgun. Erlent 1.11.2006 08:35
Milljónamæringar borga vel fyrir hús Fólki sem getur varið 130 milljónum til húsnæðiskaupa hefur fjölgað mikið í Bretlandi síðustu ár. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17
Eurotunnel bjargar sér frá gjaldþroti Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17
Hátíðisdagur kaþólikka um allan heim Þúsundir kaþólikka á Filippseyjum halda upp á Dag Allra Sálna í dag og fara þeir þá í kirkjugarða til þess að vitja látinna ástvina. Erlent 1.11.2006 09:02
Norður-Kórea aftur að samningaborðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu greindu frá því í morgun að þeir hefðu ákveðið að setjast aftur að samningaborðinu og taka þátt í Sexveldaumræðunum svokölluðu á ný. Erlent 1.11.2006 08:27
PW Botha látinn Fyrrum forseti Suður-Afríku, P.W. Botha, lést í gærkvöldi. Hann var níræður. Botha var forseti landsins frá 1978 til 1989. Á þeim tíma reyndi hann smám saman að auka réttindi minnihlutahópa í landinu en pólitísk réttindi voru aldrei aukin. Erlent 1.11.2006 08:47