Erlent

Hátíðisdagur kaþólikka um allan heim

Fólk á Filippseyjum heldur upp á Dag allra Sálna í dag.
Fólk á Filippseyjum heldur upp á Dag allra Sálna í dag. MYND/AP

Þúsundir kaþólikka á Filippseyjum halda upp á Dag Allra Sálna í dag og fara þeir þá í kirkjugarða til þess að vitja látinna ástvina.

Dagur þessi er haldinn hátíðlegur af kaþólsku kirkjunni og á honum á að minnast þeirra kaþólikka sem látist hafa. Áætlað er að allt að 30 þúsund manns hafi farið í kirkjugarðinn í Manila í morgun og er búist við því að fjöldinn eigi eftir að tvöfaldast eftir því sem líður á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×