Erlent

Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher Drottins skrifa undir friðarsamkomulag

Flóttamannabúðir í norður-Úganda en þar hefur Uppreisnarher Drottins (e. Lord's Resistance Army) verið hvað skæðastur.
Flóttamannabúðir í norður-Úganda en þar hefur Uppreisnarher Drottins (e. Lord's Resistance Army) verið hvað skæðastur. MYND/David Baltzer

Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher Drottins skrifuðu undir nýtt friðarsamkomulag í morgun. Vonast er til þess að það eigi eftir að koma skriði á viðræður sem er ætlað að binda endi á eina lengstu og hrottalegustu borgarastyrjöld í Afríku.

Báðir aðilar voru sakaðir um að brjóta vopnahléssamkomulag sem var samþykkt í ágúst síðastliðnum. Var það í fyrsta sinn í tvo áratugi sem hlé komst í átökum þessara aðila en átökin hafa kostað tugi þúsunda lífið og orðið til þess að meira en 2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×