Erlent Komast leiðar sinnar með stolið norskt vegabréf Norðmenn eru uggandi yfir þeirri þróun að sífellt fleiri séu stöðvaðir við vegabréfaeftirlit með falsað norskt vegabréf. Fréttavefur Aftenposten í Noregi greinir frá því að hjá Interpol séu tilkynningar um 130.000 norsk vegabréf sem er saknað. Alls eru 12 milljón stolin vegabréf á skrá hjá Interpol. Haft er eftir yfirmanni hjá lögreglunni í Noregi að stolin norsk vegabréf séu vinsæl erlendis. Erlent 8.11.2006 22:24 Rumsfeld taldi gott fyrir alla að hann léti af embætti Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í gær hluta ástæðunnar fyrir því að hann ákvað að segja af sér. Erlent 8.11.2006 22:00 Vatíkanið fordæmir Gleðigöngu samkynhneigðra Vatíkanið hefur fordæmt Gleðigöngu samkynhneigðra sem halda á í Jerúsalem í Ísrael á föstudaginn kemur. Vatíkanið telur gönguna særandi í garð trúaðra og hvetur yfirvöld í Ísrael til að koma í veg fyrir gönguna. Erlent 8.11.2006 21:20 Viðurkenndi að stefnan í málefnum Íraks virki ekki nógu vel George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í ræðu sem hann hélt fyrr í dag að stefna Bandaríkjamanna í málefnum Íraks væri ekki að virka nógu vel og ekki nógu hratt. Erlent 8.11.2006 20:12 Demókratar hafa tryggt sér Montana Demókrataflokkurinn hefur tryggt sér öldunadeildarþingsæti í Montana en ekki er talin þörf á endurtalningu þar eins og líklegt var talið fyrr í dag. Þar með hafa Demókratar bætt við sig fimm öldungadeildarþingsætum og vantar aðeins eitt þingsæti til að ná völdum í Öldungadeildinni. Erlent 8.11.2006 19:35 Donald Rumsfeld sagði af sér Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt af sér. Við starfi hans tekur Robert Gates fyrrverandi yfirmaður CIA. Afsögnin er tilraun Bush forseta til að sætta ólík sjónarmið um utanríkisstefnu Bandaríkjanna eftir ósigur repúblikana í þingkosningunum í gær. Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í sjónvarpsávarpi nú fyrir skömmu. Erlent 8.11.2006 18:09 Sjáðu Napólí og deyðu Lögreglan í Napólí, á Ítalíu, handtók í dag þrjátíu og, tvo menn, í fyrstu stóraðgerð sinni til þess að binda enda á morðöldu sem gengið hefur yfir borgina undanfarna mánuði. Erlent 8.11.2006 16:50 Skothríð í Danmörku Danska lögreglan hefur beitt skotvopnum sínum mun oftar á þessu ári, en undanfarin ár. Það sem af er árinu hefur verið hleypt af níutíu skotum. Erlent 8.11.2006 16:32 Uppsagnir í kauphöllinni í New York Kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum ætlar að segja upp 17 prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins eða um 500 manns. Þetta eru einhverjar viðamestu uppsagnir innan fyrirtækisins síðan árið 1991. Ástæðan er aukin sjálfvirkni í kjölfar yfirtöku NYSE á rafræna hlutabréfamarkaðnum Archipelago Holdings Inc. Viðskipti erlent 8.11.2006 16:31 Móðir Parísar stolt af klámmyndbandinu Móðir Parísar Hilton er stolt af öllu sem hún hefur gert, einnig klámmyndbandinu sem fór á netið, ef marka má nýja ævisögu hennar sem Jerry nokkur Oppenheimer skráði. Erlent 8.11.2006 15:47 Evrópusambandið setur Tyrkjum úrslitakosti Evrópusambandið hefur gefið Tyrkjum frest fram í miðjan desember til þess að opna hafnir sínar fyrir skipum frá Kýpur, eða taka þeim afleiðingum sem áframhaldandi hafnbann hefði á aðildarumsókn landsins. Erlent 8.11.2006 15:43 Segir Bandaríkjastjórn áfram stefna að öryggi í Írak Zalmey Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, fullvissaði í dag írakska stjórnmálamenn um að George Bush Bandaríkjaforseti stefndi áfram að því að tryggja öryggi í Írak og að hann myndi vinna með demókrötum að því markmiði. Þessi orð lét hann falla í kjölfar sigurs demókrata í kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær, en kosningarnar þóttu um margt mælikvarði á stuðning Bandaríkjamanna við aðgerðirnar í Írak. Erlent 8.11.2006 15:37 Þrennt hálshöggvið í Saudi-Arabíu Þrír Pakistanar, voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu, í dag, fyrir smygl á fíkniefnum. Þetta voru tvær konur og einn karlmaður. Þau voru hálshöggvin á almannafæri. Erlent 8.11.2006 14:55 Spennið beltin og kveikið ykkur í sígarettu "Við viljum minna farþega á að það er leyfilegt að reykja í þessu flugi". Þannig hljóðar kynningin hjá nýju þýsku flugfélagi, sem hefur fengið nafnið Smokers International Airways. Erlent 8.11.2006 14:40 Plastpokar bannaðir Zanzibar hefur bannað plastpoka, til þess að vernda umhverfið. Háar sektir, og jafnvel fangelsi, liggur við því að framleiða, flytja inn eða selja plastpoka. Erlent 8.11.2006 14:01 Rússar tvöfalda verð á gasi til Georgíu Forsætisráðherra Georgíu sakaði Rússa í dag um pólitíska kúgun, vegna ákvörðunar um að meira en tvöfalda verð á gasi sem Rússar selja til landsins. Slík hækkun myndi leggja efnahag Georgíu í rúst. Erlent 8.11.2006 13:31 Michael Jackson snýr aftur á sviðið Michael Jackson mun snúa aftur og flytja lög af albúminu "Thriller" á tónlistarhátíð í Lundúnum um miðjan þennan mánuð. Jackson mun þar taka við viðurkenningu fyrir að hafa selt meira en eitthundrað milljón plötur á ferli sínum. Erlent 8.11.2006 13:23 Afkoma Pliva batnar milli ára Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva skilaði 67,4 milljónum bandaríkjadölum í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta svarar til 4,6 milljarða íslenskra króna sem er talsverður viðsnúningur frá afkomu síðasta árs þegar fyrirtækið tapaði 34,1 milljón dal eða rúmlega 2,3 milljörðum króna. Erlent 8.11.2006 11:30 Saddam verður hengdur fyrir áramót Forsætisráðherra Íraks segir að Saddam Hussein verði hengdur fyrir áramót. Hann vill engin afskipti annarra ríkja af réttarfari í landinu. Erlent 8.11.2006 10:54 Seðlabanki Indónesíu lækkar stýrivexti Seðlabanki Indónesíu lækkaði stýrivexti um 50 punkta í gær og standa vextirnir nú í 10,25 prósentum. Þetta er sjötta stýrivaxtalækkun seðlabanka Indónesíu á árinu. Ástæðan er snörp verðbólgulækkun í landinu sem hefur farið úr 14,5 prósentum í september í 6,2 prósent nú. Viðskipti erlent 8.11.2006 10:22 Þriggja daga þjóðarsorg vegna árása Ísraela Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg á svæðum Palestínumanna eftir að 18 óbreyttir borgarar, þar meðal átta börn, létust í árásum ísraleska hersins á íbúðabyggð í norðurhluta Beit Hanoun á Gasaströndinni í nótt. Erlent 8.11.2006 10:21 Kínversk kona í starf forstjóra WHO Framkvæmdastjórn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar tilkynnti í morgun að Kínverjinn Margaret Chan yrði næsti forstjóri stofnunarinnar. Hún var valin úr fimm manna hópi sem framkvæmdastjórnin ræddi við í gær en í honum voru auk Chan fulltrúar Mexíkós, Japans, Kúveits og Spánar. Erlent 8.11.2006 10:10 Átök hafin að nýju í Darfur Stjórnvöld í Súdan gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra starfsmenn hjálparstofnana og blaðamenn í að komast til Darfur héraðs, að sögn mannréttindasamtaka. Erlent 8.11.2006 09:57 Fangelsið ekki nógu fínt fyrir svikahrapp Ástralski svikahrappurinn Peter Foster, sem meðal annars sá um íbúðakaup fyrir forsætisráðherrafrú Bretlands, fékk í dag að flytja sig á lúxushótel á Fiji eyjum, vegna þess að fangelsið þykir of subbulegt. Erlent 8.11.2006 09:42 Forstjóri Volkswagen segir upp Bernd Pischetsrieder, forstjóri þýsku bílasmiðja Volkswagen, ætlar að segja starfi sínu lausu um áramótin en við starfi hans tekur Martin Winterkorn, yfirmaður Audi. Á sama tíma hefur Christian Streiff, fyrrum forstjóri Airbus, tekið við starfi forstjóra franska bílaframleiðandans Peugeot, eins helsta samkeppnisaðila Volkswagen. Viðskipti erlent 8.11.2006 09:35 Úrslit: Demókratar með meirihluta í fulltrúadeildinni Hvíta húsið hefur staðfest að demókratar eru búnir að tryggja sér meirihluta í neðri deild bandaríska þingsins. Þetta er þetta í fyrsta skipti síðan 1994 sem demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni. Erlendar fréttastofur segja demókrata hafa grætt meira en þau 15 þingsæti sem upp á vantaði. Erlent 8.11.2006 04:45 Demókratar á siglingu Spár sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum benda til þess að Demókratar hafi unnið þrjú sæti af Repúblikönum, af þeim fimmtán sem þeir þurfa til að ná meirihluta í fulltrúadeildinni. Demókratar hafa náð öldungadeildarþingsætum í Pensilvaínu, Ohio og á Rhode Island. Repúblikanar leiða hins vegar mjög naumt kapphlaupin um öldungadeildarsætin í Tennessee og Virginíu. Erlent 8.11.2006 03:11 Liberman búinn að tryggja sér þingsæti samkvæmt spám Joseph Lieberman hlýtur endurkjör í fjórða sinn sem öldungadeildarþingmaður Bandaríkjaþings. Lieberman er óháður þingmaður en stuðningur hans við Íraksstríðið kostaði hann stuðning Demókrataflokksins. Samkvæmt spám ABC og NBC fréttastofanna hefur Lieberman sigrað Demókratann Ned Lamont. Erlent 8.11.2006 02:42 Fyrstu úrslit Demókrötum í hag Demókratar hafa strax unnið nokkra snemmbúna sigra í baráttunni Bandaríkjaþing. Demókratinn Bob Cadey Jr. sigraði í Pensilvaníu í baráttunni um öldungadeildarþingsæti. Í Indíana hefur Demókratinn Brad Ellsworth sigraði Repúblikanann John Hostettler í baráttu um fulltrúardeildarþingsæti. Erlent 8.11.2006 01:45 Kjósendur í Ohio völdu Demókrata sem fylkisstjóra Kjósendur í Ohiofylki völdu Demókrata sem fylkisstjóra í fyrsta sinn í sextán ár. Ohio er talið eitt þeirra ríkja þar sem baráttan verður hvað mest fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Erlent 8.11.2006 01:12 « ‹ 232 233 234 235 236 237 238 239 240 … 334 ›
Komast leiðar sinnar með stolið norskt vegabréf Norðmenn eru uggandi yfir þeirri þróun að sífellt fleiri séu stöðvaðir við vegabréfaeftirlit með falsað norskt vegabréf. Fréttavefur Aftenposten í Noregi greinir frá því að hjá Interpol séu tilkynningar um 130.000 norsk vegabréf sem er saknað. Alls eru 12 milljón stolin vegabréf á skrá hjá Interpol. Haft er eftir yfirmanni hjá lögreglunni í Noregi að stolin norsk vegabréf séu vinsæl erlendis. Erlent 8.11.2006 22:24
Rumsfeld taldi gott fyrir alla að hann léti af embætti Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í gær hluta ástæðunnar fyrir því að hann ákvað að segja af sér. Erlent 8.11.2006 22:00
Vatíkanið fordæmir Gleðigöngu samkynhneigðra Vatíkanið hefur fordæmt Gleðigöngu samkynhneigðra sem halda á í Jerúsalem í Ísrael á föstudaginn kemur. Vatíkanið telur gönguna særandi í garð trúaðra og hvetur yfirvöld í Ísrael til að koma í veg fyrir gönguna. Erlent 8.11.2006 21:20
Viðurkenndi að stefnan í málefnum Íraks virki ekki nógu vel George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í ræðu sem hann hélt fyrr í dag að stefna Bandaríkjamanna í málefnum Íraks væri ekki að virka nógu vel og ekki nógu hratt. Erlent 8.11.2006 20:12
Demókratar hafa tryggt sér Montana Demókrataflokkurinn hefur tryggt sér öldunadeildarþingsæti í Montana en ekki er talin þörf á endurtalningu þar eins og líklegt var talið fyrr í dag. Þar með hafa Demókratar bætt við sig fimm öldungadeildarþingsætum og vantar aðeins eitt þingsæti til að ná völdum í Öldungadeildinni. Erlent 8.11.2006 19:35
Donald Rumsfeld sagði af sér Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt af sér. Við starfi hans tekur Robert Gates fyrrverandi yfirmaður CIA. Afsögnin er tilraun Bush forseta til að sætta ólík sjónarmið um utanríkisstefnu Bandaríkjanna eftir ósigur repúblikana í þingkosningunum í gær. Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í sjónvarpsávarpi nú fyrir skömmu. Erlent 8.11.2006 18:09
Sjáðu Napólí og deyðu Lögreglan í Napólí, á Ítalíu, handtók í dag þrjátíu og, tvo menn, í fyrstu stóraðgerð sinni til þess að binda enda á morðöldu sem gengið hefur yfir borgina undanfarna mánuði. Erlent 8.11.2006 16:50
Skothríð í Danmörku Danska lögreglan hefur beitt skotvopnum sínum mun oftar á þessu ári, en undanfarin ár. Það sem af er árinu hefur verið hleypt af níutíu skotum. Erlent 8.11.2006 16:32
Uppsagnir í kauphöllinni í New York Kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum ætlar að segja upp 17 prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins eða um 500 manns. Þetta eru einhverjar viðamestu uppsagnir innan fyrirtækisins síðan árið 1991. Ástæðan er aukin sjálfvirkni í kjölfar yfirtöku NYSE á rafræna hlutabréfamarkaðnum Archipelago Holdings Inc. Viðskipti erlent 8.11.2006 16:31
Móðir Parísar stolt af klámmyndbandinu Móðir Parísar Hilton er stolt af öllu sem hún hefur gert, einnig klámmyndbandinu sem fór á netið, ef marka má nýja ævisögu hennar sem Jerry nokkur Oppenheimer skráði. Erlent 8.11.2006 15:47
Evrópusambandið setur Tyrkjum úrslitakosti Evrópusambandið hefur gefið Tyrkjum frest fram í miðjan desember til þess að opna hafnir sínar fyrir skipum frá Kýpur, eða taka þeim afleiðingum sem áframhaldandi hafnbann hefði á aðildarumsókn landsins. Erlent 8.11.2006 15:43
Segir Bandaríkjastjórn áfram stefna að öryggi í Írak Zalmey Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, fullvissaði í dag írakska stjórnmálamenn um að George Bush Bandaríkjaforseti stefndi áfram að því að tryggja öryggi í Írak og að hann myndi vinna með demókrötum að því markmiði. Þessi orð lét hann falla í kjölfar sigurs demókrata í kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær, en kosningarnar þóttu um margt mælikvarði á stuðning Bandaríkjamanna við aðgerðirnar í Írak. Erlent 8.11.2006 15:37
Þrennt hálshöggvið í Saudi-Arabíu Þrír Pakistanar, voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu, í dag, fyrir smygl á fíkniefnum. Þetta voru tvær konur og einn karlmaður. Þau voru hálshöggvin á almannafæri. Erlent 8.11.2006 14:55
Spennið beltin og kveikið ykkur í sígarettu "Við viljum minna farþega á að það er leyfilegt að reykja í þessu flugi". Þannig hljóðar kynningin hjá nýju þýsku flugfélagi, sem hefur fengið nafnið Smokers International Airways. Erlent 8.11.2006 14:40
Plastpokar bannaðir Zanzibar hefur bannað plastpoka, til þess að vernda umhverfið. Háar sektir, og jafnvel fangelsi, liggur við því að framleiða, flytja inn eða selja plastpoka. Erlent 8.11.2006 14:01
Rússar tvöfalda verð á gasi til Georgíu Forsætisráðherra Georgíu sakaði Rússa í dag um pólitíska kúgun, vegna ákvörðunar um að meira en tvöfalda verð á gasi sem Rússar selja til landsins. Slík hækkun myndi leggja efnahag Georgíu í rúst. Erlent 8.11.2006 13:31
Michael Jackson snýr aftur á sviðið Michael Jackson mun snúa aftur og flytja lög af albúminu "Thriller" á tónlistarhátíð í Lundúnum um miðjan þennan mánuð. Jackson mun þar taka við viðurkenningu fyrir að hafa selt meira en eitthundrað milljón plötur á ferli sínum. Erlent 8.11.2006 13:23
Afkoma Pliva batnar milli ára Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva skilaði 67,4 milljónum bandaríkjadölum í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta svarar til 4,6 milljarða íslenskra króna sem er talsverður viðsnúningur frá afkomu síðasta árs þegar fyrirtækið tapaði 34,1 milljón dal eða rúmlega 2,3 milljörðum króna. Erlent 8.11.2006 11:30
Saddam verður hengdur fyrir áramót Forsætisráðherra Íraks segir að Saddam Hussein verði hengdur fyrir áramót. Hann vill engin afskipti annarra ríkja af réttarfari í landinu. Erlent 8.11.2006 10:54
Seðlabanki Indónesíu lækkar stýrivexti Seðlabanki Indónesíu lækkaði stýrivexti um 50 punkta í gær og standa vextirnir nú í 10,25 prósentum. Þetta er sjötta stýrivaxtalækkun seðlabanka Indónesíu á árinu. Ástæðan er snörp verðbólgulækkun í landinu sem hefur farið úr 14,5 prósentum í september í 6,2 prósent nú. Viðskipti erlent 8.11.2006 10:22
Þriggja daga þjóðarsorg vegna árása Ísraela Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg á svæðum Palestínumanna eftir að 18 óbreyttir borgarar, þar meðal átta börn, létust í árásum ísraleska hersins á íbúðabyggð í norðurhluta Beit Hanoun á Gasaströndinni í nótt. Erlent 8.11.2006 10:21
Kínversk kona í starf forstjóra WHO Framkvæmdastjórn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar tilkynnti í morgun að Kínverjinn Margaret Chan yrði næsti forstjóri stofnunarinnar. Hún var valin úr fimm manna hópi sem framkvæmdastjórnin ræddi við í gær en í honum voru auk Chan fulltrúar Mexíkós, Japans, Kúveits og Spánar. Erlent 8.11.2006 10:10
Átök hafin að nýju í Darfur Stjórnvöld í Súdan gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra starfsmenn hjálparstofnana og blaðamenn í að komast til Darfur héraðs, að sögn mannréttindasamtaka. Erlent 8.11.2006 09:57
Fangelsið ekki nógu fínt fyrir svikahrapp Ástralski svikahrappurinn Peter Foster, sem meðal annars sá um íbúðakaup fyrir forsætisráðherrafrú Bretlands, fékk í dag að flytja sig á lúxushótel á Fiji eyjum, vegna þess að fangelsið þykir of subbulegt. Erlent 8.11.2006 09:42
Forstjóri Volkswagen segir upp Bernd Pischetsrieder, forstjóri þýsku bílasmiðja Volkswagen, ætlar að segja starfi sínu lausu um áramótin en við starfi hans tekur Martin Winterkorn, yfirmaður Audi. Á sama tíma hefur Christian Streiff, fyrrum forstjóri Airbus, tekið við starfi forstjóra franska bílaframleiðandans Peugeot, eins helsta samkeppnisaðila Volkswagen. Viðskipti erlent 8.11.2006 09:35
Úrslit: Demókratar með meirihluta í fulltrúadeildinni Hvíta húsið hefur staðfest að demókratar eru búnir að tryggja sér meirihluta í neðri deild bandaríska þingsins. Þetta er þetta í fyrsta skipti síðan 1994 sem demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni. Erlendar fréttastofur segja demókrata hafa grætt meira en þau 15 þingsæti sem upp á vantaði. Erlent 8.11.2006 04:45
Demókratar á siglingu Spár sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum benda til þess að Demókratar hafi unnið þrjú sæti af Repúblikönum, af þeim fimmtán sem þeir þurfa til að ná meirihluta í fulltrúadeildinni. Demókratar hafa náð öldungadeildarþingsætum í Pensilvaínu, Ohio og á Rhode Island. Repúblikanar leiða hins vegar mjög naumt kapphlaupin um öldungadeildarsætin í Tennessee og Virginíu. Erlent 8.11.2006 03:11
Liberman búinn að tryggja sér þingsæti samkvæmt spám Joseph Lieberman hlýtur endurkjör í fjórða sinn sem öldungadeildarþingmaður Bandaríkjaþings. Lieberman er óháður þingmaður en stuðningur hans við Íraksstríðið kostaði hann stuðning Demókrataflokksins. Samkvæmt spám ABC og NBC fréttastofanna hefur Lieberman sigrað Demókratann Ned Lamont. Erlent 8.11.2006 02:42
Fyrstu úrslit Demókrötum í hag Demókratar hafa strax unnið nokkra snemmbúna sigra í baráttunni Bandaríkjaþing. Demókratinn Bob Cadey Jr. sigraði í Pensilvaníu í baráttunni um öldungadeildarþingsæti. Í Indíana hefur Demókratinn Brad Ellsworth sigraði Repúblikanann John Hostettler í baráttu um fulltrúardeildarþingsæti. Erlent 8.11.2006 01:45
Kjósendur í Ohio völdu Demókrata sem fylkisstjóra Kjósendur í Ohiofylki völdu Demókrata sem fylkisstjóra í fyrsta sinn í sextán ár. Ohio er talið eitt þeirra ríkja þar sem baráttan verður hvað mest fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Erlent 8.11.2006 01:12