Erlent

Spennið beltin og kveikið ykkur í sígarettu

Smokers International Airways ætlar að nota Boeing 747 þotur eins og þessa, sem tilheyrir íslenska flugfélaginu Atlanta.
Smokers International Airways ætlar að nota Boeing 747 þotur eins og þessa, sem tilheyrir íslenska flugfélaginu Atlanta.

"Við viljum minna farþega á að það er leyfilegt að reykja í þessu flugi". Þannig hljóðar kynningin hjá nýju þýsku flugfélagi, sem hefur fengið nafnið Smokers International Airways.

Stofnandi félagsins er auðkýfingurinn Alexander Schopmann sem sjálfur reykir einn pakka af sígarettum á dag. Hann þarf að ferðast mikið, vegna starfs síns, og segist vera orðinn hundleiður á lélegri þjónustu hjá flugfélögum, sem þar að auki banna reykingar.

Reykingaflugfélagið verður gert út frá Dusseldorf og í fyrstu verður eingöngu flogið til Asíu á Boeing 747 breiðþotum. Hjá venjulegum flugfélögum eru allt að 560 sæti um borð í slíkum vélum, en Schopman ætlar ekki að hafa nema 138 sæti um borð í sínum vélum. Það verður því rúmt um farþegana. Ætlunin er að fyrsta flugið verði farið í október á næsta ári.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×