Erlent

Plastpokar bannaðir

Zanzibar hefur bannað plastpoka, til þess að vernda umhverfið. Háar sektir, og jafnvel fangelsi, liggur við því að framleiða, flytja inn eða selja plastpoka.

Zanzibar er eyjaklasi á Indlandshafi og íbúar þar eru um ein milljón talsins. Þar er ekki fyrir hendi tækni til þess að endurvinna plast. Bannið nær eingöngu til þunnra gegnsærra plastpoka sem umhverfisráðherra landsins segir að fjúki út um, stífli niðurföll og gefi frá sér eitraðan reyk þegar þeir eru brenndir.

Ráðherrann sagði ekkert um hvað fólk ætti að gera við plastpokana sem það á fyrir. Fram til þessa hefur Zanzibar flutt inn 350 þúsund tonn af plastpokum árlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×