Erlent

Sjáðu Napólí og deyðu

Frá Napólí
Frá Napólí MYND/AP

Lögreglan í Napólí, á Ítalíu, handtók í dag þrjátíu og, tvo menn, í fyrstu stóraðgerð sinni til þess að binda enda á morðöldu sem gengið hefur yfir borgina undanfarna mánuði.

Napólí er fátæk borg og fólk þar er ekki óvant afbrotum, en ástandið er nú orðið svo slæmt að fólk var farið að krefjast þess að herinn yrði sendur til þess að halda uppi lögum og reglu. Sjö morð á viku var of mikið til þess að kyngja.

Haft er í flimtingum að gamla orðtakið "Sjáðu Napólí og deyðu" sé orðið helst til viðeigandi.

Romano Prodi, forsætisráðherra, fór til neyðarfundar í Napólí um síðustum helgi. Hann veigraði sér við að senda herinn á vettvang, en sendi eittþúsund manna liðsauka frá lögreglunni, sem nú er farinn að taka til hendinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×