Erlent 12 ára gamall böðull Talibanar í Afganistan notuðu tólf ára gamlan dreng sem böðul, þegar þeir tóku af lífi mann sem var sakaður um að hafa aðstoðað bandaríska hermenn. Drengurinn hjó höfuðið af manninum, og var það tekið upp á myndband. Erlent 23.4.2007 12:14 Sarkozy með forskot á Royal Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, berjast um franska forsetaembættið í seinni umferð kosninga þar í landi eftir hálfan mánuð. Kosningabarátta þeirra er þegar hafin. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum hefur Sarkozy allt að sex prósentustiga forskot á Royal. Erlent 23.4.2007 12:49 Söguleg bankaviðskipti Samið var um ein stærstu kaup í sögu bankaviðskipta í morgun þegar tilboð breska Barclays bankans í hollenska bankann ABN AMRO var samþykkt. Kaupverðið nemur jafnvirði sex þúsund milljarða íslenskra króna. Royal Bank of Scotland gæti þó boðið betur og bolað Barclays frá samningaborðinu Erlent 23.4.2007 12:42 Olíuverð hækkar vegna forsetakosninga Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag vegna hættu á að olíuframleiðsla í Nígeríu skerðist vegna forsetakosninga þar í landi sem nú standa yfir. Nokkur spilling er sögð einkenna forsetakosningarnar og hefur stjórnarandstaðan farið fram á að þær verði ógiltar og kosið að nýju. Viðskipti erlent 23.4.2007 11:31 Danskar löggur skotglaðar Danskir lögregluþjónar skjóta umtalsvert fleira fólk en lögregluþjónar í þeim löndum sem Danir bera sig helst saman við. Síðan árið 2001 hafa danskir lögregluþjónar skotið 11 manns til bana. Í Noregi hafa á sama tíma tveir fallið fyrir byssum lögreglumanna og í Svíþjóð eru þeir sex. Erlent 23.4.2007 11:12 Nýja prinsessan ljósmynduð Danir voru með tárin í augunum, í dag, þegar þeir fengu að sjá nýju prinsessuna sína. Hún fæddist síðastliðinn laugardag og fór heim af fæðingadeildinni í dag, með pabba og mömmu. Heima beið hennar stóri bróðirinn Christian. Meðal ljósmyndara sem mynduðu prinsessuna í dag var Íslendingurinn Teitur Jónasson, sem tók meðfylgjandi mynd fyrir Nyhedsavisen. Erlent 23.4.2007 10:16 Þungir dómar í Noregi Ræningjarnir sem rændu Munch málverkunum í Noregi, fengu þunga dóma. Sá sem skipulagði ránið fékk níu ára fangelsi, og sá sem ók flóttabílnum fékk níu og hálfs árs fangelsi. Þriðji maðurinn fékk fimm og hálfs árs fangelsi. Erlent 23.4.2007 09:52 Google verðmætasta vörumerkið Bandaríska netfyrirtækið Google hefur velt hugbúnaðarrisanum Microsoft úr toppsætinu sem verðmætasta vörumerki í heimi. Vörumerki Google er metið á 66,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 4.301 milljarðs íslenskra króna. Raftækjaframleiðandinn General Electric er í öðru sæti en Microsoft í því þriðja. Viðskipti erlent 23.4.2007 09:32 Englandsdrottning afhjúpuð Elísabet Englandsdrottning kom upp um sig þegar hún tók á móti leikmönnum Arsenal, í febrúar síðastliðnum. Leikmönnunum var boðið í Buckinghamhöll þar sem drottningin hafði ekki getað verið við vígslu Emirates leikvangsins vegna bakverkja. Erlent 23.4.2007 09:29 Chiracs-tímanum lokið Mörg ár eru frá því að svo spennandi forsetakosningar hafa verið haldnar í Frakklandi, besta sönnun þess er auðvitað kjörsóknin í dag. En baráttan undanfarna mánuði hefur líka verið bæði löng og ströng. Erlent 22.4.2007 19:11 Sarko og Sego komin áfram Samkvæmt fyrstu tölum úr frönsku forsetakosningunum eru þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komin áfram í síðari umferðina sem fram fer 6. maí næstkomanid. Sarkozy fékk 30,5 prósent atkvæða en Royal 24,3 prósent. Francois Bayrou fékk rúm átján prósent og Jean Marie Le Pen tólf prósent. 84 prósent mættu á kjörstað sem er einhver mesta kjörsókn um árabil. Erlent 22.4.2007 19:02 Munaðarleysingjahæli brann Fimm börn brunnu inni og sautján slösuðust þegar eldur kom upp á munaðarleysingjahæli í Sarajevo í Bosníu í morgun. Eldurinn er talinn hafa komið upp á þriðju hæð hússins og breiðst þaðan út til herbergjanna þar sem börnin sváfu. Erlent 22.4.2007 18:59 Sarko og Sego sögð örugg í aðra umferð Belgísk fréttastofa birti nú rétt í þessu kosningaspá sem bendir til að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal hafi komist áfram í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Franskir fjölmiðlar mega ekki birta slíkar spár fyrr en eftir að kjörstöðum hefur verið lokað. Erlent 22.4.2007 16:28 Þriðjungur búinn að kjósa Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. Erlent 22.4.2007 12:51 Rotnandi lík á strætum Mógadisjú Talið er að í það minnsta 200 manns hafi látið lífið í vargöldinni sem geisað hefur í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna fimm daga. Rotnandi lík eru sögð á götum borgarinnar og skothríð og sprengjudrunur kveða stöðugt við í átökum íslamista og stjórnarhers Sómalíu, studdum af eþíópískum hersveitum. Erlent 22.4.2007 10:08 Halda ætti aðrar kosningar Að mati stærstu eftirlitssamtakanna sem fylgdust með nígerísku forsetakosningunum í gær var framkvæmd þeirra svo gölluð að þær ætti að ógilda og halda aðrar síðar. Kosningarnar voru háðar í skugga ofbeldis en talið er að yfir fimmtíu manns hafi látist í átökum þeim tengdum. Erlent 22.4.2007 10:06 Frakkar ganga að kjörborðinu Kjörfundur er hafinn í Frakklandi vegna frönsku forsetakosninganna en kjörstaðir voru opnaðir klukkan átta í morgun. Íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. Erlent 22.4.2007 10:04 Tólf farast með færeyskum togara 12 manns fórust þegar eldur kom upp í vélarrúmi færeyska frystitogarans Herkúlesar þegar hann var að veiðum úti fyrir ströndum Chile á föstudagskvöldið. 105 manna áhöfn skipsins var bjargað í fjögur nálæg fiskiskip og sjómönnunum var svo komið fyrir í Póseidoni, systuskipi Herkúlesar. Erlent 22.4.2007 10:00 Kosningar í skugga ofbeldis Nígeríumenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu sér forseta, en synd væri að segja kosningarnar hefðu farið vel fram. Tugir hafa látist í ofbeldisverkum í tengslum við þær og framkvæmdin virðist hafa verið að flestu leyti meingölluð. Erlent 21.4.2007 18:58 Setti saman lista yfir fólk sem hann vildi drepa Fjölskylda Seung-Hui Cho, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkunum. Svo virðist sem Seung-Hui hafi lengi áformað að myrða skólafélaga sína til að hefna fyrir einelti sem hann varð fyrir. Erlent 21.4.2007 18:53 Mun líklega heita Margrét Lítil prinsessa bættist í dönsku konungsfjölskylduna í dag þegar Friðrik krónprins og Mary eiginkona hans eignuðust dóttur. Þetta er í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæðist í fjölskyldunni. Erlent 21.4.2007 18:28 Hvarf áhafnarinnar alger ráðgáta Enn hafa engar vísbendingar fundist afdrif þriggja manna áhafnar skútu sem fannst mannlaus á reki út fyrir ströndum Queensland í Ástralíu vikunni. Þegar björgunarmenn komust um borð í bátinn í gær voru öll segl hans uppi, vélar og tölvur í gangi og ósnertur matur lá á eldhúsborðinu. Þá voru öll björgunarvesti enn um borð. Erlent 21.4.2007 12:18 Fjölskyldan gjörsamlega miður sín Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkum ástvinar síns. Erlent 21.4.2007 12:15 Castro að hressast Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, átti í gær klukkustundarlangan fund með háttsettum kínverskum erindreka í Havana í gær. Castro hefur ekki sést opinberlega í níu mánuði og um tíma var óttast að hann væri við dauðans dyr. Erlent 21.4.2007 10:07 Þriðjungur borgarbúa flúinn Ekkert lát virðist á átökum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu. Undanfarna þrjá daga hafa á annað hundrað manns týnt lífi í bardögum íslamista og sómalska stjórnarhersins, studdum af eþíópískum hersveitum. Erlent 21.4.2007 10:05 Fjölskylda Cho harmar fjöldamorðin Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún sagðist slegin miklum harmi vegna voðaverkanna sem ástvinur þeirra vann. Erlent 21.4.2007 10:03 Skaut gísl og stytti sér svo aldur Umsátri lögreglunnar í Houston í Texas um Johnson-geimferðamiðstöð NASA lauk í nótt með að gíslatökumaðurinn sem þar var innandyra skaut annan gísl sinn til bana og stytti sér svo aldur. Erlent 21.4.2007 10:01 Kjörfundur hafinn í Nígeríu Umtalsverð vandræði hafa verið við framkvæmd nígerísku forsetakosninganna sem fram fara í dag. Kjörseðlar sem nota á í kosningunum voru prentaðir erlendis og bárust því ekki til landsins fyrr en seint í gærkvöld. Snemma í morgun var reynt að sprengja upp skrifstofur landskjörstjórnar í höfuðborginni Abúdja en tilræðismönnunum tókst ekki að sprengja upp fleytifullan olíubíl sem þeir höfðu hlaðið á hvellhvettum. Erlent 21.4.2007 09:59 Hollusta pensíms verður stöðugt ljósari Niðurstöður nýrra rannsókna á pensími, íslensku efni sem unnið er úr þorskensímum, benda til að það geti unnið á flensustofnum sem herja á menn, jafnvel kvefi. Áður hefur verið sýnt fram á að pensím drepur fuglaflensuveirur. Innlent 20.4.2007 19:13 Óákveðnir gætu ráðið úrslitum Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag, en formlegri kosningabaráttu lýkur í kvöld. Þótt kannanir bendi til að kosið verði á milli þeirra Nicolas Sarkozy og Segolene Royal í síðari umferðinni gæti fjöldi óákveðinna kjósenda sett strik í reikninginn. Erlent 20.4.2007 18:59 « ‹ 123 124 125 126 127 128 129 130 131 … 334 ›
12 ára gamall böðull Talibanar í Afganistan notuðu tólf ára gamlan dreng sem böðul, þegar þeir tóku af lífi mann sem var sakaður um að hafa aðstoðað bandaríska hermenn. Drengurinn hjó höfuðið af manninum, og var það tekið upp á myndband. Erlent 23.4.2007 12:14
Sarkozy með forskot á Royal Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, berjast um franska forsetaembættið í seinni umferð kosninga þar í landi eftir hálfan mánuð. Kosningabarátta þeirra er þegar hafin. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum hefur Sarkozy allt að sex prósentustiga forskot á Royal. Erlent 23.4.2007 12:49
Söguleg bankaviðskipti Samið var um ein stærstu kaup í sögu bankaviðskipta í morgun þegar tilboð breska Barclays bankans í hollenska bankann ABN AMRO var samþykkt. Kaupverðið nemur jafnvirði sex þúsund milljarða íslenskra króna. Royal Bank of Scotland gæti þó boðið betur og bolað Barclays frá samningaborðinu Erlent 23.4.2007 12:42
Olíuverð hækkar vegna forsetakosninga Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag vegna hættu á að olíuframleiðsla í Nígeríu skerðist vegna forsetakosninga þar í landi sem nú standa yfir. Nokkur spilling er sögð einkenna forsetakosningarnar og hefur stjórnarandstaðan farið fram á að þær verði ógiltar og kosið að nýju. Viðskipti erlent 23.4.2007 11:31
Danskar löggur skotglaðar Danskir lögregluþjónar skjóta umtalsvert fleira fólk en lögregluþjónar í þeim löndum sem Danir bera sig helst saman við. Síðan árið 2001 hafa danskir lögregluþjónar skotið 11 manns til bana. Í Noregi hafa á sama tíma tveir fallið fyrir byssum lögreglumanna og í Svíþjóð eru þeir sex. Erlent 23.4.2007 11:12
Nýja prinsessan ljósmynduð Danir voru með tárin í augunum, í dag, þegar þeir fengu að sjá nýju prinsessuna sína. Hún fæddist síðastliðinn laugardag og fór heim af fæðingadeildinni í dag, með pabba og mömmu. Heima beið hennar stóri bróðirinn Christian. Meðal ljósmyndara sem mynduðu prinsessuna í dag var Íslendingurinn Teitur Jónasson, sem tók meðfylgjandi mynd fyrir Nyhedsavisen. Erlent 23.4.2007 10:16
Þungir dómar í Noregi Ræningjarnir sem rændu Munch málverkunum í Noregi, fengu þunga dóma. Sá sem skipulagði ránið fékk níu ára fangelsi, og sá sem ók flóttabílnum fékk níu og hálfs árs fangelsi. Þriðji maðurinn fékk fimm og hálfs árs fangelsi. Erlent 23.4.2007 09:52
Google verðmætasta vörumerkið Bandaríska netfyrirtækið Google hefur velt hugbúnaðarrisanum Microsoft úr toppsætinu sem verðmætasta vörumerki í heimi. Vörumerki Google er metið á 66,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 4.301 milljarðs íslenskra króna. Raftækjaframleiðandinn General Electric er í öðru sæti en Microsoft í því þriðja. Viðskipti erlent 23.4.2007 09:32
Englandsdrottning afhjúpuð Elísabet Englandsdrottning kom upp um sig þegar hún tók á móti leikmönnum Arsenal, í febrúar síðastliðnum. Leikmönnunum var boðið í Buckinghamhöll þar sem drottningin hafði ekki getað verið við vígslu Emirates leikvangsins vegna bakverkja. Erlent 23.4.2007 09:29
Chiracs-tímanum lokið Mörg ár eru frá því að svo spennandi forsetakosningar hafa verið haldnar í Frakklandi, besta sönnun þess er auðvitað kjörsóknin í dag. En baráttan undanfarna mánuði hefur líka verið bæði löng og ströng. Erlent 22.4.2007 19:11
Sarko og Sego komin áfram Samkvæmt fyrstu tölum úr frönsku forsetakosningunum eru þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komin áfram í síðari umferðina sem fram fer 6. maí næstkomanid. Sarkozy fékk 30,5 prósent atkvæða en Royal 24,3 prósent. Francois Bayrou fékk rúm átján prósent og Jean Marie Le Pen tólf prósent. 84 prósent mættu á kjörstað sem er einhver mesta kjörsókn um árabil. Erlent 22.4.2007 19:02
Munaðarleysingjahæli brann Fimm börn brunnu inni og sautján slösuðust þegar eldur kom upp á munaðarleysingjahæli í Sarajevo í Bosníu í morgun. Eldurinn er talinn hafa komið upp á þriðju hæð hússins og breiðst þaðan út til herbergjanna þar sem börnin sváfu. Erlent 22.4.2007 18:59
Sarko og Sego sögð örugg í aðra umferð Belgísk fréttastofa birti nú rétt í þessu kosningaspá sem bendir til að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal hafi komist áfram í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Franskir fjölmiðlar mega ekki birta slíkar spár fyrr en eftir að kjörstöðum hefur verið lokað. Erlent 22.4.2007 16:28
Þriðjungur búinn að kjósa Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. Erlent 22.4.2007 12:51
Rotnandi lík á strætum Mógadisjú Talið er að í það minnsta 200 manns hafi látið lífið í vargöldinni sem geisað hefur í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna fimm daga. Rotnandi lík eru sögð á götum borgarinnar og skothríð og sprengjudrunur kveða stöðugt við í átökum íslamista og stjórnarhers Sómalíu, studdum af eþíópískum hersveitum. Erlent 22.4.2007 10:08
Halda ætti aðrar kosningar Að mati stærstu eftirlitssamtakanna sem fylgdust með nígerísku forsetakosningunum í gær var framkvæmd þeirra svo gölluð að þær ætti að ógilda og halda aðrar síðar. Kosningarnar voru háðar í skugga ofbeldis en talið er að yfir fimmtíu manns hafi látist í átökum þeim tengdum. Erlent 22.4.2007 10:06
Frakkar ganga að kjörborðinu Kjörfundur er hafinn í Frakklandi vegna frönsku forsetakosninganna en kjörstaðir voru opnaðir klukkan átta í morgun. Íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. Erlent 22.4.2007 10:04
Tólf farast með færeyskum togara 12 manns fórust þegar eldur kom upp í vélarrúmi færeyska frystitogarans Herkúlesar þegar hann var að veiðum úti fyrir ströndum Chile á föstudagskvöldið. 105 manna áhöfn skipsins var bjargað í fjögur nálæg fiskiskip og sjómönnunum var svo komið fyrir í Póseidoni, systuskipi Herkúlesar. Erlent 22.4.2007 10:00
Kosningar í skugga ofbeldis Nígeríumenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu sér forseta, en synd væri að segja kosningarnar hefðu farið vel fram. Tugir hafa látist í ofbeldisverkum í tengslum við þær og framkvæmdin virðist hafa verið að flestu leyti meingölluð. Erlent 21.4.2007 18:58
Setti saman lista yfir fólk sem hann vildi drepa Fjölskylda Seung-Hui Cho, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkunum. Svo virðist sem Seung-Hui hafi lengi áformað að myrða skólafélaga sína til að hefna fyrir einelti sem hann varð fyrir. Erlent 21.4.2007 18:53
Mun líklega heita Margrét Lítil prinsessa bættist í dönsku konungsfjölskylduna í dag þegar Friðrik krónprins og Mary eiginkona hans eignuðust dóttur. Þetta er í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæðist í fjölskyldunni. Erlent 21.4.2007 18:28
Hvarf áhafnarinnar alger ráðgáta Enn hafa engar vísbendingar fundist afdrif þriggja manna áhafnar skútu sem fannst mannlaus á reki út fyrir ströndum Queensland í Ástralíu vikunni. Þegar björgunarmenn komust um borð í bátinn í gær voru öll segl hans uppi, vélar og tölvur í gangi og ósnertur matur lá á eldhúsborðinu. Þá voru öll björgunarvesti enn um borð. Erlent 21.4.2007 12:18
Fjölskyldan gjörsamlega miður sín Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkum ástvinar síns. Erlent 21.4.2007 12:15
Castro að hressast Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, átti í gær klukkustundarlangan fund með háttsettum kínverskum erindreka í Havana í gær. Castro hefur ekki sést opinberlega í níu mánuði og um tíma var óttast að hann væri við dauðans dyr. Erlent 21.4.2007 10:07
Þriðjungur borgarbúa flúinn Ekkert lát virðist á átökum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu. Undanfarna þrjá daga hafa á annað hundrað manns týnt lífi í bardögum íslamista og sómalska stjórnarhersins, studdum af eþíópískum hersveitum. Erlent 21.4.2007 10:05
Fjölskylda Cho harmar fjöldamorðin Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún sagðist slegin miklum harmi vegna voðaverkanna sem ástvinur þeirra vann. Erlent 21.4.2007 10:03
Skaut gísl og stytti sér svo aldur Umsátri lögreglunnar í Houston í Texas um Johnson-geimferðamiðstöð NASA lauk í nótt með að gíslatökumaðurinn sem þar var innandyra skaut annan gísl sinn til bana og stytti sér svo aldur. Erlent 21.4.2007 10:01
Kjörfundur hafinn í Nígeríu Umtalsverð vandræði hafa verið við framkvæmd nígerísku forsetakosninganna sem fram fara í dag. Kjörseðlar sem nota á í kosningunum voru prentaðir erlendis og bárust því ekki til landsins fyrr en seint í gærkvöld. Snemma í morgun var reynt að sprengja upp skrifstofur landskjörstjórnar í höfuðborginni Abúdja en tilræðismönnunum tókst ekki að sprengja upp fleytifullan olíubíl sem þeir höfðu hlaðið á hvellhvettum. Erlent 21.4.2007 09:59
Hollusta pensíms verður stöðugt ljósari Niðurstöður nýrra rannsókna á pensími, íslensku efni sem unnið er úr þorskensímum, benda til að það geti unnið á flensustofnum sem herja á menn, jafnvel kvefi. Áður hefur verið sýnt fram á að pensím drepur fuglaflensuveirur. Innlent 20.4.2007 19:13
Óákveðnir gætu ráðið úrslitum Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag, en formlegri kosningabaráttu lýkur í kvöld. Þótt kannanir bendi til að kosið verði á milli þeirra Nicolas Sarkozy og Segolene Royal í síðari umferðinni gæti fjöldi óákveðinna kjósenda sett strik í reikninginn. Erlent 20.4.2007 18:59