Erlent Lífstíðar fangelsi fyrir hryðjuverk Fimm breskir islamistar voru dæmdir í lífstíðar fangelsi í dag, fyrir að undirbúa stórfelld hryðjuverk í landinu. Ætlan þeirra var að búa til sprengiefni úr 600 kílóum af ammoníum nítrat áburði, til þess að hefna fyrir stuðning Breta við Bandaríkjamenn eftir 11. september árásirnar. Mennirnir fimm voru í tengslum við þá sem myrtu 52 í sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum árið 2005. Erlent 30.4.2007 16:24 Enn í sjokki Þegar starfsmenn líkhúss á sjúkrahúsi í Dublin komu til þess að sækja mann sem hafði látist á einni deild sjúkrahússins byrjuðu þeir á að breiða lak fyrir andlit hans. Svo ýttu þeir rúminu á undan sér út af sjúkrastofnunni. Þá vaknaði líkið og settist upp. Erlent 30.4.2007 16:03 Illa ígrundað stríð Forsætisráðherra Ísraels er harkalega gagnrýndur í skýrslu rannsóknarnefndar sem fjallaði um stríðið gegn Hisbolla í Líbanon, á síðasta ári. Ehud Olmert er sagður hafa hrundið stríðinu af stað án þess að hafa nokkra ígrundaða áætlun um framgang þess. Olmert hefur enga reynslu sem hershöfðingi, og það sem Ísraelum finnst jafnvel enn verra; það hefur varnarmálaráðherrann ekki heldur. Ísraelskir fjölmiðlar segja að þar leiði haltur blindan. Erlent 30.4.2007 14:33 Skjalda -hættu að prumpa Metan er einna sterkust af þeim gastegundum sem teljast til gróðurhúsalofttegunda. Það er 23 sinnum öflugra við að binda hita í gufuhvolfinu en kol-díoxíð. Vísindamenn segja ef hægt yrði að hafa stjórn á útblæstri metans væri það risastórt skref í því að draga úr loftslagsbreyttingum. Erlent 30.4.2007 13:53 Scotty er kominn upp "Beam me up Scotty," er líklega ein af frægustu setningum kvikmyndasögunnar, þótt hún hafi í raun aldrei verið sögð í Star Trek þáttunum sem hún var hermd uppá. Scotty var Montgomery Scott, yfirvélstjóri á geimfarinu Enterprise. Réttu nafni hét hann James Doohan. Erlent 30.4.2007 13:20 Tískudrósin Björk slær í gegn Gallinn sem Björk var í á tónleikum sem hún tók þátt í í Kaliforníu á föstudag (sjá mynd) , þótti slaga hátt upp í svanadressið sem vakti hvað mesta athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2001. Á hátíðinni í Kaliforníu voru saman komin þrjátíu og sjö bönd og plötusnúðar, sem drógu að sér yfir 50 þúsund áhorfendur. Björk var tekið með drynjandi fögnuði. Erlent 30.4.2007 12:50 Ísraelsk stjórnvöld gagnrýnd Búist er við að stuðningsmenn jafnt sem andstæðingar krefjist afsagnar Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, eftir að skýrsla rannsóknarnefndar um stríðsrekstur Ísraela í Líbanon í fyrra verður birt í dag. Olmert og Amir Peretz, varnarmálaráðherra, eru harðlega gagnrýndir fyrir mistök í starfi. Erlent 30.4.2007 12:48 Umdeild kosning til Tyrklandsforseta fyrir dóm Umdeilt fyrirkomulag til forsetakosninga í Tyrklandi mun koma til kasta stjórnskipulegs dómstóls í landinu. Fyrirkomulagið er sagt etja veraldarsinnum gegn ráðandi stjórnmálaflokki Íslamista. Rétturinn er nú að skoða málamiðlun frá stjórnarandstöðunni um að hætta við forsetakosninguna. Erlent 30.4.2007 11:46 Hópkynlíf stundað á steinöld Hópkynlíf, kynlífsþrælar og kynlífsleikföng eru ekkert nýtt fyrirbæri. Timothy Taylor, fornleifafræðingur við Bradford háskólann í Bretlandi, segir að forfeður okkar á steinöld hafi stundað fjölbreytt kynlíf og ekkert dregið af sér. Fram til þessa hefur verið talið að steinaldrarmenn hafi eðlað sig eins og dýr, til þess eins að viðhalda stofninum. Erlent 30.4.2007 10:59 Aftökum fjölgar í Saudi-Arabíu Tveir menn voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu dag. Þá hafa 47 manns verið hálshöggnir það sem af er þessu ári. Á síðasta ári voru 34 teknir af lífi og 36 árið þar á undan. Aftökur í Saudi-Arabíu eru oftast með þeim hætti að menn eru hálshöggnir opinberlega. Erlent 30.4.2007 10:27 Strokufangi saknaði klefafélaganna Strokufangi sem strauk úr fangelsi í Búlgaríu sneri þangað aftur vegna þess að hann saknaði félaga sinna innan fangelsismúranna. Vassil Ivanov sagðist ekki hafa þolað frelsið án þeirra. Ivanov var dæmdur fyrir þjófnað árið 1996 og fékk 11 ára fangelsisdóm. Hann strauk úr fangelsinu eftir níu ára vist árið 2005 þegar hann fékk að fara heim í stutt páskafrí. Erlent 30.4.2007 10:13 Árás á lögreglustöð í Aþenu Handsprengju var kastað á lögreglustöð í Aþenu í morgun, og sautjan skotum skotið á hana úr skammbyssum. Enginn slasaðist en skemmdir urðu á húsinu og lögreglubílum. Talið er að árásarmennirnir tilheyri einhverjum hópi stjórnleysingja og vinstri manna, sem hafa gert margar árásir á lögreglustöðvar og banka undanfarnar vikur. Erlent 30.4.2007 10:05 Fall á tyrkneskum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa í kauphöll Tyrklands féll um 8 prósent við opnun markaða í dag eftir að orðrómur fór á kreik að herinn muni koma í veg fyrir val á nýjum forseta landsins. Líran, gjaldmiðill Tyrklands, hefur sömuleiðis lækkað um 4 prósent í dag. Viðskipti erlent 30.4.2007 09:33 Ekki borgað fyrir eldsneyti í heilt ár Norðmaðurinn Stig Breisten hefur ekki borgað fyrir eldsneyti á bílinn sinn í heilt ár. Hann notar jurtaolíu á díselvélina sína og fær hana gefins á knæpu í næsta nágrenni við sig. Erlent 29.4.2007 18:10 Óttast heittrúaðan forseta Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. Erlent 29.4.2007 18:07 Brú hrundi í Kaliforníu Hluti umferðarbrúar í Oakland í Kaliforníu hrundi í dag og mikill eldur kviknaði þegar eldsneytisflutningabíll skall á stólpa. Ökumaður flutningabílsins slasaist aðeins lítillega og var hann fluttur á sjúkrahús. Engan annan vegfaranda sakaði. Erlent 29.4.2007 17:53 Vakin athylgi á ástandinu í Darfur-héraði Mótmælafundir voru haldnir í um þrjátíu löndum í dag til að vekja athygli á því ófremdarástandi sem nú sé í Darfur héraði í Afríkuríkinu Súdan. Fjögur ár eru um þessar mundir frá því til átaka kom á svæðinu en þau hafa kostað minnst tvö hundruð þúsund manns lífið auk þess sem tvær milljónir íbúa eru á vergangi. Erlent 29.4.2007 16:55 Grunaður um að hafa ráðist á 101 gamla konu Lögreglan í New York yfirheyrir nú fjörutíu og fjögurra ára mann sem er grunaður um að hafa barið og síðan rænt hundrað og eins árs gamla konu í síðasta mánuði. Árásin náðist á myndband í eftirlitsmyndavél og var sýnd í fréttum. Erlent 29.4.2007 15:59 Kastró kominn aftur Fidel Kastró er aftur tekinn við stjórnartaumunum á Kúbu. Þetta segir Hugo Chavez, forseti Venesúeal og náinn vinur forsetans aldna. Kastró hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann veiktist síðasta sumar og afhenti Raul bróður sínum völdin í landinu. Erlent 29.4.2007 15:58 Loftárás á Darfur-hérað Talsmaður uppreisnarmanna í Darfur-héraði í Súdan segir stjórnarherinn hafa staðið að baki loftárás á búðir uppreinsnarmanna í dag. Þar var áætlað að halda viðræður um ástandið í landinu. Fjölmargir særðust í árásinni. Erlent 29.4.2007 15:50 Engin átök í Tallinn í nótt Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Ekki kom til átaka í höfuðborginni í nótt. Erlent 29.4.2007 12:13 Tamíl tígrar gerðu loftárásir í nótt Uppreisnarmenn úr hópi Tamíl tígra gerðu í nótt loftárásir á eldsneytisgeymslur og bensínvinnslustöðvar í og við Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tígrarnir segja þetta gert vegna árás stjórnarhersins á stöðvar uppreisnarmanna fyrir helgi. Erlent 29.4.2007 12:11 Styður Brown til formanns Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun. Erlent 29.4.2007 12:10 Kviknaði í eftir að eldingu laust niður Miklir eldar loga nú í olíuvinnslustöð í Oklahóma í Bandaríkjunum eftir að eldingu laust niður í geymslustöð sem í voru 50 þúsund tunnur af ómeðhöndluðu bensíni. Eldur blossaði það upp og læsti hann sig svo í öðrum geymslutanki þar sem var að finna 30 þúsund tunnur af díselolíu. Erlent 29.4.2007 12:05 Fjölmenn mótmæli í Istanbúl Mörg þúsund Tyrkir komu saman til mótmælafundar í Istanbúl í morgun til að styðja við aðskilnað ríkis og trúarbragða í landinu. Deilt er um skipan forseta sem hefur haldið mikilli tryggð við rætur sínar í Íslam. Erlent 29.4.2007 12:00 Tamíl tígrar gerðu loftárás Uppreisnarmenn úr hópi Tamíl tígra gerðu í nótt loftárásir á eldsneytisgeymslu og -vinnslustöð í og við Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tígrarnir segja þetta gert vegna árás stjórnarhersins á stöðvar uppreisnarmanna fyrir helgi. Erlent 29.4.2007 10:04 Styttist í þingkosningar á Írlandi Mary McAleese, forseti Írlands, hefur leyst upp þing í landinu og boðað til kosningar tuttugasta og fjórða maí næstkomandi. Þetta er gert að ósk Berties Ahern, forsætisráðherra. Kosið er til þings á Írlandi á fimm ára fresti. Skoðanakannanir benda til þess að mjótt verði á mununum en Ahern sækist eftir því að halda forsætisráðherraembættinu þriðja kjörtímabilið í röð. Erlent 29.4.2007 09:52 Eistar kenna Rússum um Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Eistar segja það tákn um kúgun Sovétmanna en Eistar af rússneskum ættum segja það tákn um hetjur sem hafi barist gegn nasistum. Engar fregnir hafa borist af átökum í nótt. Erlent 29.4.2007 09:49 Blair styður Brown Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun. Blair tilkynnti í september í fyrra að hann ætlaði að víkja úr embætti innan árs. Erlent 29.4.2007 09:45 99 bandarískir hermenn látnir í Írak í apríl Fjöldi bandarískra hermanna sem hafa látist í Írak í þessum mánuði er kominn upp í 99. Í dag og í gær hafa níu bandarískir hermenn látist. Fjórir létust í vegasprengjum suður og suðaustur af Bagdad í dag samkvæmt upplýsingum frá yfirmönnum í bandaríska hernum. Í gær létust fimm hermenn í bardaga í vesturhluta Anbar héraðs sem er höfuðvígi súnní múslima. Erlent 28.4.2007 20:58 « ‹ 119 120 121 122 123 124 125 126 127 … 334 ›
Lífstíðar fangelsi fyrir hryðjuverk Fimm breskir islamistar voru dæmdir í lífstíðar fangelsi í dag, fyrir að undirbúa stórfelld hryðjuverk í landinu. Ætlan þeirra var að búa til sprengiefni úr 600 kílóum af ammoníum nítrat áburði, til þess að hefna fyrir stuðning Breta við Bandaríkjamenn eftir 11. september árásirnar. Mennirnir fimm voru í tengslum við þá sem myrtu 52 í sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum árið 2005. Erlent 30.4.2007 16:24
Enn í sjokki Þegar starfsmenn líkhúss á sjúkrahúsi í Dublin komu til þess að sækja mann sem hafði látist á einni deild sjúkrahússins byrjuðu þeir á að breiða lak fyrir andlit hans. Svo ýttu þeir rúminu á undan sér út af sjúkrastofnunni. Þá vaknaði líkið og settist upp. Erlent 30.4.2007 16:03
Illa ígrundað stríð Forsætisráðherra Ísraels er harkalega gagnrýndur í skýrslu rannsóknarnefndar sem fjallaði um stríðið gegn Hisbolla í Líbanon, á síðasta ári. Ehud Olmert er sagður hafa hrundið stríðinu af stað án þess að hafa nokkra ígrundaða áætlun um framgang þess. Olmert hefur enga reynslu sem hershöfðingi, og það sem Ísraelum finnst jafnvel enn verra; það hefur varnarmálaráðherrann ekki heldur. Ísraelskir fjölmiðlar segja að þar leiði haltur blindan. Erlent 30.4.2007 14:33
Skjalda -hættu að prumpa Metan er einna sterkust af þeim gastegundum sem teljast til gróðurhúsalofttegunda. Það er 23 sinnum öflugra við að binda hita í gufuhvolfinu en kol-díoxíð. Vísindamenn segja ef hægt yrði að hafa stjórn á útblæstri metans væri það risastórt skref í því að draga úr loftslagsbreyttingum. Erlent 30.4.2007 13:53
Scotty er kominn upp "Beam me up Scotty," er líklega ein af frægustu setningum kvikmyndasögunnar, þótt hún hafi í raun aldrei verið sögð í Star Trek þáttunum sem hún var hermd uppá. Scotty var Montgomery Scott, yfirvélstjóri á geimfarinu Enterprise. Réttu nafni hét hann James Doohan. Erlent 30.4.2007 13:20
Tískudrósin Björk slær í gegn Gallinn sem Björk var í á tónleikum sem hún tók þátt í í Kaliforníu á föstudag (sjá mynd) , þótti slaga hátt upp í svanadressið sem vakti hvað mesta athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2001. Á hátíðinni í Kaliforníu voru saman komin þrjátíu og sjö bönd og plötusnúðar, sem drógu að sér yfir 50 þúsund áhorfendur. Björk var tekið með drynjandi fögnuði. Erlent 30.4.2007 12:50
Ísraelsk stjórnvöld gagnrýnd Búist er við að stuðningsmenn jafnt sem andstæðingar krefjist afsagnar Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, eftir að skýrsla rannsóknarnefndar um stríðsrekstur Ísraela í Líbanon í fyrra verður birt í dag. Olmert og Amir Peretz, varnarmálaráðherra, eru harðlega gagnrýndir fyrir mistök í starfi. Erlent 30.4.2007 12:48
Umdeild kosning til Tyrklandsforseta fyrir dóm Umdeilt fyrirkomulag til forsetakosninga í Tyrklandi mun koma til kasta stjórnskipulegs dómstóls í landinu. Fyrirkomulagið er sagt etja veraldarsinnum gegn ráðandi stjórnmálaflokki Íslamista. Rétturinn er nú að skoða málamiðlun frá stjórnarandstöðunni um að hætta við forsetakosninguna. Erlent 30.4.2007 11:46
Hópkynlíf stundað á steinöld Hópkynlíf, kynlífsþrælar og kynlífsleikföng eru ekkert nýtt fyrirbæri. Timothy Taylor, fornleifafræðingur við Bradford háskólann í Bretlandi, segir að forfeður okkar á steinöld hafi stundað fjölbreytt kynlíf og ekkert dregið af sér. Fram til þessa hefur verið talið að steinaldrarmenn hafi eðlað sig eins og dýr, til þess eins að viðhalda stofninum. Erlent 30.4.2007 10:59
Aftökum fjölgar í Saudi-Arabíu Tveir menn voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu dag. Þá hafa 47 manns verið hálshöggnir það sem af er þessu ári. Á síðasta ári voru 34 teknir af lífi og 36 árið þar á undan. Aftökur í Saudi-Arabíu eru oftast með þeim hætti að menn eru hálshöggnir opinberlega. Erlent 30.4.2007 10:27
Strokufangi saknaði klefafélaganna Strokufangi sem strauk úr fangelsi í Búlgaríu sneri þangað aftur vegna þess að hann saknaði félaga sinna innan fangelsismúranna. Vassil Ivanov sagðist ekki hafa þolað frelsið án þeirra. Ivanov var dæmdur fyrir þjófnað árið 1996 og fékk 11 ára fangelsisdóm. Hann strauk úr fangelsinu eftir níu ára vist árið 2005 þegar hann fékk að fara heim í stutt páskafrí. Erlent 30.4.2007 10:13
Árás á lögreglustöð í Aþenu Handsprengju var kastað á lögreglustöð í Aþenu í morgun, og sautjan skotum skotið á hana úr skammbyssum. Enginn slasaðist en skemmdir urðu á húsinu og lögreglubílum. Talið er að árásarmennirnir tilheyri einhverjum hópi stjórnleysingja og vinstri manna, sem hafa gert margar árásir á lögreglustöðvar og banka undanfarnar vikur. Erlent 30.4.2007 10:05
Fall á tyrkneskum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa í kauphöll Tyrklands féll um 8 prósent við opnun markaða í dag eftir að orðrómur fór á kreik að herinn muni koma í veg fyrir val á nýjum forseta landsins. Líran, gjaldmiðill Tyrklands, hefur sömuleiðis lækkað um 4 prósent í dag. Viðskipti erlent 30.4.2007 09:33
Ekki borgað fyrir eldsneyti í heilt ár Norðmaðurinn Stig Breisten hefur ekki borgað fyrir eldsneyti á bílinn sinn í heilt ár. Hann notar jurtaolíu á díselvélina sína og fær hana gefins á knæpu í næsta nágrenni við sig. Erlent 29.4.2007 18:10
Óttast heittrúaðan forseta Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. Erlent 29.4.2007 18:07
Brú hrundi í Kaliforníu Hluti umferðarbrúar í Oakland í Kaliforníu hrundi í dag og mikill eldur kviknaði þegar eldsneytisflutningabíll skall á stólpa. Ökumaður flutningabílsins slasaist aðeins lítillega og var hann fluttur á sjúkrahús. Engan annan vegfaranda sakaði. Erlent 29.4.2007 17:53
Vakin athylgi á ástandinu í Darfur-héraði Mótmælafundir voru haldnir í um þrjátíu löndum í dag til að vekja athygli á því ófremdarástandi sem nú sé í Darfur héraði í Afríkuríkinu Súdan. Fjögur ár eru um þessar mundir frá því til átaka kom á svæðinu en þau hafa kostað minnst tvö hundruð þúsund manns lífið auk þess sem tvær milljónir íbúa eru á vergangi. Erlent 29.4.2007 16:55
Grunaður um að hafa ráðist á 101 gamla konu Lögreglan í New York yfirheyrir nú fjörutíu og fjögurra ára mann sem er grunaður um að hafa barið og síðan rænt hundrað og eins árs gamla konu í síðasta mánuði. Árásin náðist á myndband í eftirlitsmyndavél og var sýnd í fréttum. Erlent 29.4.2007 15:59
Kastró kominn aftur Fidel Kastró er aftur tekinn við stjórnartaumunum á Kúbu. Þetta segir Hugo Chavez, forseti Venesúeal og náinn vinur forsetans aldna. Kastró hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann veiktist síðasta sumar og afhenti Raul bróður sínum völdin í landinu. Erlent 29.4.2007 15:58
Loftárás á Darfur-hérað Talsmaður uppreisnarmanna í Darfur-héraði í Súdan segir stjórnarherinn hafa staðið að baki loftárás á búðir uppreinsnarmanna í dag. Þar var áætlað að halda viðræður um ástandið í landinu. Fjölmargir særðust í árásinni. Erlent 29.4.2007 15:50
Engin átök í Tallinn í nótt Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Ekki kom til átaka í höfuðborginni í nótt. Erlent 29.4.2007 12:13
Tamíl tígrar gerðu loftárásir í nótt Uppreisnarmenn úr hópi Tamíl tígra gerðu í nótt loftárásir á eldsneytisgeymslur og bensínvinnslustöðvar í og við Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tígrarnir segja þetta gert vegna árás stjórnarhersins á stöðvar uppreisnarmanna fyrir helgi. Erlent 29.4.2007 12:11
Styður Brown til formanns Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun. Erlent 29.4.2007 12:10
Kviknaði í eftir að eldingu laust niður Miklir eldar loga nú í olíuvinnslustöð í Oklahóma í Bandaríkjunum eftir að eldingu laust niður í geymslustöð sem í voru 50 þúsund tunnur af ómeðhöndluðu bensíni. Eldur blossaði það upp og læsti hann sig svo í öðrum geymslutanki þar sem var að finna 30 þúsund tunnur af díselolíu. Erlent 29.4.2007 12:05
Fjölmenn mótmæli í Istanbúl Mörg þúsund Tyrkir komu saman til mótmælafundar í Istanbúl í morgun til að styðja við aðskilnað ríkis og trúarbragða í landinu. Deilt er um skipan forseta sem hefur haldið mikilli tryggð við rætur sínar í Íslam. Erlent 29.4.2007 12:00
Tamíl tígrar gerðu loftárás Uppreisnarmenn úr hópi Tamíl tígra gerðu í nótt loftárásir á eldsneytisgeymslu og -vinnslustöð í og við Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tígrarnir segja þetta gert vegna árás stjórnarhersins á stöðvar uppreisnarmanna fyrir helgi. Erlent 29.4.2007 10:04
Styttist í þingkosningar á Írlandi Mary McAleese, forseti Írlands, hefur leyst upp þing í landinu og boðað til kosningar tuttugasta og fjórða maí næstkomandi. Þetta er gert að ósk Berties Ahern, forsætisráðherra. Kosið er til þings á Írlandi á fimm ára fresti. Skoðanakannanir benda til þess að mjótt verði á mununum en Ahern sækist eftir því að halda forsætisráðherraembættinu þriðja kjörtímabilið í röð. Erlent 29.4.2007 09:52
Eistar kenna Rússum um Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Eistar segja það tákn um kúgun Sovétmanna en Eistar af rússneskum ættum segja það tákn um hetjur sem hafi barist gegn nasistum. Engar fregnir hafa borist af átökum í nótt. Erlent 29.4.2007 09:49
Blair styður Brown Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun. Blair tilkynnti í september í fyrra að hann ætlaði að víkja úr embætti innan árs. Erlent 29.4.2007 09:45
99 bandarískir hermenn látnir í Írak í apríl Fjöldi bandarískra hermanna sem hafa látist í Írak í þessum mánuði er kominn upp í 99. Í dag og í gær hafa níu bandarískir hermenn látist. Fjórir létust í vegasprengjum suður og suðaustur af Bagdad í dag samkvæmt upplýsingum frá yfirmönnum í bandaríska hernum. Í gær létust fimm hermenn í bardaga í vesturhluta Anbar héraðs sem er höfuðvígi súnní múslima. Erlent 28.4.2007 20:58