Byggðamál

Fréttamynd

Strand­veiðar eitt skref á­fram, tvö aftur­á­bak

Matvælaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að hverfa aftur til þess fyrirkomulags strandveiða sem var hér fyrir árið 2018. Það er að segja að aflaheimildum sem ráðstafað er til strandveiða verði skipt upp í fjögur landssvæði.

Skoðun
Fréttamynd

Á guðs vegum með Bjarna Ben og FÍB

Þann 21. mars síðastliðinn glöddust fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson og formaður samgöngunefndar Vilhjálmur Árnason fyrir hönd ríkisstjórnarinnar yfir liðsinni FÍB við að reyna sannfæra almenning um að eina sanngjarna leiðin til innheimtu skatts vegna viðhalds og uppbyggingar vegasamgangna, sé að skipta út núverandi skattlagningu á eldsneyti fyrir kílómetragjald.

Skoðun
Fréttamynd

Bundið slitlag boðið út á vegarkafla á Vatnsnesi

Íbúar á vestanverðu Vatnsnesi við Húnaflóa sjá núna loksins fram á vegarbætur. Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu Vatnsnesvegar á liðlega sjö kílómetra kafla norðan Hvammstanga, frá Kárastöðum að Skarði í Miðfirði.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarfélög í samkeppnisrekstri og árið er 2023

Síðustu ár hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem málefni byggðasamlaga höfuðborgarsvæðisins hafa verið til umræðu. Vissulega hafa verkefni þeirra oft verið krefjandi en alvarlegir ágallar er varða umgjörð þeirra og verkefni hafa verið umræðuefni í a.m.k. rúman áratug.

Skoðun
Fréttamynd

Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði

Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði.

Innlent
Fréttamynd

Byggja nýja blokk á bestu lóð Bíldudals

Tíu íbúða fjölbýlishús er í smíðum á Bíldudal, það stærsta sem þar hefur risið í nærri hálfa öld. Sveitarfélagið Vesturbyggð og fyrirtækið Arnarlax beittu sér fyrir húsbyggingunni og vonast menn til að fljótlega verði byggt annað álíka stórt, svo mikil er húsnæðisþörfin.

Innlent
Fréttamynd

Að dýpka gjána

Efling stendur nú í kjarabaráttu og ég óska þeim góðs gengis og vona að félagsmenn Eflingar nái skikkanlegum kjarabótum með sínum sjálfstæða samningarétti.

Skoðun
Fréttamynd

Margir hafa áhuga á að flytja í Hrísey

Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í Hrísey og því er verið að skoða þann möguleika að byggja á nokkrum fjölbýlishúsalóðum í eyjunni til að bregðast við eftirspurninni. Um 120 íbúar búa í eyjunni að staðaldri.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi strand­svæðis­skipu­lags

Strax í árdaga sjókvíeldis fyrir vestan og austan fóru sveitarfélög á svæðinu að kalla eftir að það yrði gert strandsvæðisskipulag fyrir þau svæði sem þá þegar var búið að ákveða af stjórnvöldum að hentuðu fyrir eldið. Hafist var handa við að loka stærsta hluta strandlengjunnar þannig eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, á Vestfjörðum og í Eyjafirði.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarðarheiðargöng fyrir fáa?

Á Seyðisfirði búa um 600 manns. Þar er önnur af tveim aðal farþega-millilandagáttum landsins, eina höfnin á Íslandi með reglulegum áætlanasiglingum farþega-ferju milli Íslands og Evrópu. Auk þess fer mikill út- og innflutningur um höfnina.

Skoðun
Fréttamynd

Það er mismunandi heitt

Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu um samanburð á orkukostnaði heimila fyrir síðasta ár. Byggðastofnun hefur áður gefið út slíkar skýrslur og hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sambærilegum fasteignum víða um land.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu.

Innlent
Fréttamynd

Veit um tvo fjöl­miðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefja á­ætlunar­flug til Vest­manna­eyja á ný

Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við innviðaráðuneytið um flug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Ekki hefur verið áætlunarflug milli lands og Eyja frá því að það lagðist af haustið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu milljónir til verslana í dreif­býli

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með bundnu slit­lagi koma fleiri tæki­færi

Það hefur komið fyrir að íbúar Dalabyggðar séu spurðir af hverju við veljum að búa hérna á sama tíma og við kvörtum yfir ástandi vega, fjarskipta og flutningsöryggi rafmagns. Jú, hérna er minna kapphlaup, það þarf ekki að eiga allt eða hafa allt innan seilingar.

Skoðun
Fréttamynd

Dalabyggð – samfélag í sókn

Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðarstofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður.

Skoðun