Erlendar Berger verður frá í þrjár vikur Meiðslavandræði leikmanna Aston Villa halda áfram og nú er ljóst að miðjumaðurinn Patrik Berger getur ekki leikið með liðinu gegn Liverpool á morgun. Hann fór í aðgerð á hné í gær og verður frá í að minnsta kosti þrjár vikur. Sport 4.11.2005 16:08 Númer Miller hengt upp í mars Reggie Miller fær treyju sína hengda upp í rjáfur á heimavelli Indiana Pacers þann 31. mars næstkomandi í virðingarskyni fyrir farsælan feril hans, en Miller lék öll átján ár sín í deildinni með félaginu. Sport 4.11.2005 16:50 Ég segi það sem mér sýnist Arsene Wenger tekur ekki vel í friðarumleitanir Jose Mourinho í "Stjórastríðinu" sem þeir hafa háð undanfarna daga og segist ekki verða kúgaður til að biðjast afsökunar á einhverju sem hann hafi ekki gert. Sport 4.11.2005 16:02 Ánægður með skammir Keane Framherjinn Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United segir að hörð gagnrýni fyrirliðans Roy Keane sem var klippt út úr dagskrá sjónvarpsstöðvar félagsins á dögunum, geti orðið til þess að leikmenn liðsins fari í naflaskoðun og bæti spilamennsku sína. Sport 4.11.2005 15:30 Ekki hrifinn af vináttulandsleikjum Alex Ferguson, stjóri Manchester United, íhugar að banna leikmönnum sínum að spila vináttuleik Englands og Argentínu þann 12. nóvember næstkomandi. Sport 4.11.2005 15:11 Indiana vann í Miami Lið Indiana Pacers minnir rækilega á sig í upphafi leiktíðar í NBA og í nótt vann það góðan 105-102 útisigur á Miami Heat. Jermaine O'Neal skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst fyrir Indiana, en nafni hans Shaquille O´Neal þurfti að fara meiddur af leikvelli í síðari hálfleiknum með snúinn ökkla og missir væntanlega af næsta leik Miami. Sport 4.11.2005 04:59 Vill sættast við Wenger Jose Mourinho segist vera alveg tilbúinn að sættast við kollega sinn Arsene Wenger hjá Arsenal með því að biðjast afsökunar á því að hafa kallað hann gluggagægir í viðtali fyrir stuttu, en aðeins með þeim skilyrðum að Wenger biðjist afsökunar á ummælum sínum um Chelsea. Sport 4.11.2005 04:46 Sigur hjá Boro og Bolton Middlesbrough sigraði úkraínska liðið Dnipro auðveldlega 3-0 í riðlakeppni UEFA bikarsins í gærkvöldi. Mark Viduka skoraði tvö mörk og Yakubu eitt. Bolton sigraði Zenit St Petersburg 1-0 með marki frá Kevin Nolan. Þá töpuðu Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar hans í Halmstad stórt, 5-0 fyrir Lens. Sport 4.11.2005 04:34 James á skilið annað tækifæri Stuart Pearce segir að markvörður sinn David James eigi skilið að fá annað tækifæri með enska landsliðinu eftir góða frammistöðu með City undanfarið. James hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans síðan í stórtapi Englendinga fyrir Dönum í ágúst. Sport 3.11.2005 17:51 Enn meiðist Kieron Dyer Miðjumaðurinn Kieron Dyer verður ekki í leikmannahópi Newcastle gegn Birmingham á laugardag eftir að í ljós kom að hann er veikur. Sagt er að veikindi hans tengist því að hann spilaði um helgina án þess að vera kominn í leikform. Sport 3.11.2005 16:30 Flautukarfa Bryant tryggði Lakers sigur Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn fyrsta sigur á tímabilinu með flautukörfu í framlengingu gegn Denver og LeBron James fór mikinn hjá Cleveland gegn New Orleans Hornets. Þá átti Michael Redd stórleik þegar Milwaukee vann annan sigurinn í röð á tveimur dögum. Sport 3.11.2005 15:52 Venst aldrei árásunum Sol Campbell, varnarmaður Arsenal og fyrrum leikmaður Tottenham Hotspurs, segist aldrei muni venjast þeim óblíðu móttökum sem hann fær á gamla heimavelli sínum White Hart Lane og viðurkennir að hann taki það nærri sér. Sport 3.11.2005 13:15 Arsene Wenger hrósaði Robin van Persie Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með sigurinn á Sparta Prag í Meistaradeildinni í gær og hrósaði framherja sínum Robin van Persie sérstaklega fyrir frammistöðu sína, eftir að hann kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk. Sport 3.11.2005 04:07 Okkar bíður erfitt verkefni Alex Ferguson segir að liði Manchester United bíði mjög erfitt verkefni í Meistaradeildinni eftir tapið gegn Lille í kvöld og segir að liðið verði einfaldlega að vinna tvo síðustu leiki sína í riðlinum ef það eigi að hafa möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Sport 3.11.2005 03:52 Manchester United tapaði fyrir Lille Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Manchester United þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Lille í Frakklandi, en betur gekk hjá Arsenal sem sigraði Sparta Prag 3-0. Thierry Henry skoraði eitt mark fyrir Arsenal og Robin van Persie skoraði tvö og Arsenal er öruggt áfram í keppninni. Barcelona burstaði Pananthinaikos 5-0 á Spáni. Sport 2.11.2005 21:42 United er undir í hálfleik Hrakfarir Manchester United virðast ætla að halda áfram, því liðið er undir 1-0 í hálfleik gegn franska liðinu Lille í Meistaradeildinni. Barcelona er að taka Pananthinaikos í kennslustund og hefur yfir 4-0. Sport 2.11.2005 20:40 Lille - Manchester United á Sýn Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu nú á eftir og sjónvarpsleikurinn verður viðureign franska liðsins Lille og Manchester United. Stórleikur Juventus og Bayern Munchen verður sýndur í beinni á Sýn Extra og hefst útsending á báðum stöðvum um klukkan 19:30. Sport 2.11.2005 18:27 Gerði þriggja ára samning við Öster Helgi Valur Daníelsson, sem lék með Fylki í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í sumar, hefur undirritað þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Öster, sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni á dögunum eftir að það hafnaði í öðru sæti fyrstu deildarinnar. Sport 2.11.2005 17:46 United þarf að losa sig við leikmenn Roy Keane, fyrirliði Manchester United, telur að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að laga gengi liðsins og segir að öfugt við það sem margir halda fram, þurfi félagið að losa sig við leikmenn í stað þess að kaupa nýja í janúar. Rio Ferdinand var einn þeirra sem fékk pistilinn frá Keane í nýlegu viðtali við fyrirliðann. Sport 2.11.2005 16:58 Crouch fer að skora mörk fljótlega Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, hefur verið gagnrýndur nokkuð upp á síðkastið fyrir að ná ekki að skora mörk. Crouch kostaði Liverpool sjö milljónir punda í sumar og hefur enn ekki náð að skora í alvöru leik fyrir félagið. Sport 2.11.2005 16:47 Gerði fimm ára samning við West Ham Alan Pardew er í skýjunum yfir því að hafa undirritað nýjan fimm ára samning við West Ham, en hann hefur stýrt liðinu í tvö ár og kom því nokkuð óvænt upp í úrvalsdeildina í vor. Byrjun liðsins í úrvalsdeild hefur svo farið fram úr björtustu vonum og því hefur Pardew nú skrifað undir nýjan samning. Sport 2.11.2005 16:33 Rafmögnuð spenna í opnunarleikjunum Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Sport 2.11.2005 07:00 Nýtt lið sækir um þáttökurétt Nýtt keppnislið hefur nú lagt fram beiðni um að vera með í Formúlu 1 kappakstrinum á næsta ári. Það er fyrrum ökuþórinn Aguri Suzuki sem er í forsvari fyrir liðið, sem mun keppa með vélar frá Honda ef beiðni liðsins verður samþykkt. Liðið mun heita Super Aguri Formula One og yrði ellefta keppnisliðið á heimsmeistaramótinu á næsta ári ef allt fer að óskum. Sport 2.11.2005 05:07 Benitez ánægður með Morientes Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var ánægður með sigur sinna manna á slöku liði Anderlecht í Meistaradeildinni í gærkvöldi og þótti sérstök ástæða til að minnast á frammistöðu landa síns Fernando Morientes sem skoraði fyrsta mark sitt í langan tíma fyrir Liverpool. Sport 2.11.2005 04:30 Lélegasti leikur Chelsea síðan ég tók við Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagðist ekki geta fundið neinar afsakanir fyrir tapinu gegn Real Betis í Meistaradeildinni í gær og sagði leikinn hafa verið lélegustu frammistöðu liðsins síðan hann tók við því á sínum tíma. Sport 2.11.2005 04:19 Chelsea tapaði fyrir Real Betis Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í ár í kvöld, þegar liðið lá á Spáni fyrir Real Betis 1-0. Chelsea-liðið var mun sterkara í leiknum, en leikmenn liðsins fóru illa með færin og geta sjálfum sér um kennt hvernig fór. Sport 1.11.2005 21:30 Chelsea er undir í hálfleik Eiður Smári og félagar hans í Chelsea eru undir 1-0 í hálfleik gegn Real Betis í Meistaradeildinni og það var Dani sem skoraði mark heimamanna á 28. mínútu. Eiður Smári fór illa að ráði sínu þegar hann misnotaði sannkallað dauðafæri um miðjan hálfleikinn og var skipt útaf í kjölfarið. Liverpool hefur yfir gegn Anderlecht 1-0, þar sem Morientes skoraði mark enska liðsins. Sport 1.11.2005 20:44 Manchester United er stærsta lið allra tíma Alex Ferguson, stjóri Manchester United ætlar ekki að láta slakt gengi liðsins undanfarið hafa áhrif á sig og segir að tapið stóra gegn Middlesbrough geti kennt ungum leikmönnum liðsins dýrmæta lexíu. Sport 1.11.2005 19:48 Eiður Smári í framlínu Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen verður í framlínu Chelsea í leiknum við Real Betis í Meistaradeildinni nú á eftir, þegar hann jafnar met Árna Gauts Arasonar yfir flesta leiki sem Íslendingur hefur spilað í Meistaradeildinni. Þetta verður 21. leikur Eiðs Smára. Sport 1.11.2005 19:43 Félagið fer á hausinn ef það fellur David Sullivan, sem er meðeigandi í knattspyrnuliði Birmingham, hefur fullyrt að engum fjármunum verði varið í að styrkja liðið í janúar af þeirri einföldu ástæðu að þeir séu ekki til. Hann bendir á að ef liðið nær ekki að rétta úr kútnum og afstýra falli í vor, muni félagið einfaldlega fara á hausinn. Sport 1.11.2005 15:16 « ‹ 258 259 260 261 262 263 264 … 264 ›
Berger verður frá í þrjár vikur Meiðslavandræði leikmanna Aston Villa halda áfram og nú er ljóst að miðjumaðurinn Patrik Berger getur ekki leikið með liðinu gegn Liverpool á morgun. Hann fór í aðgerð á hné í gær og verður frá í að minnsta kosti þrjár vikur. Sport 4.11.2005 16:08
Númer Miller hengt upp í mars Reggie Miller fær treyju sína hengda upp í rjáfur á heimavelli Indiana Pacers þann 31. mars næstkomandi í virðingarskyni fyrir farsælan feril hans, en Miller lék öll átján ár sín í deildinni með félaginu. Sport 4.11.2005 16:50
Ég segi það sem mér sýnist Arsene Wenger tekur ekki vel í friðarumleitanir Jose Mourinho í "Stjórastríðinu" sem þeir hafa háð undanfarna daga og segist ekki verða kúgaður til að biðjast afsökunar á einhverju sem hann hafi ekki gert. Sport 4.11.2005 16:02
Ánægður með skammir Keane Framherjinn Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United segir að hörð gagnrýni fyrirliðans Roy Keane sem var klippt út úr dagskrá sjónvarpsstöðvar félagsins á dögunum, geti orðið til þess að leikmenn liðsins fari í naflaskoðun og bæti spilamennsku sína. Sport 4.11.2005 15:30
Ekki hrifinn af vináttulandsleikjum Alex Ferguson, stjóri Manchester United, íhugar að banna leikmönnum sínum að spila vináttuleik Englands og Argentínu þann 12. nóvember næstkomandi. Sport 4.11.2005 15:11
Indiana vann í Miami Lið Indiana Pacers minnir rækilega á sig í upphafi leiktíðar í NBA og í nótt vann það góðan 105-102 útisigur á Miami Heat. Jermaine O'Neal skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst fyrir Indiana, en nafni hans Shaquille O´Neal þurfti að fara meiddur af leikvelli í síðari hálfleiknum með snúinn ökkla og missir væntanlega af næsta leik Miami. Sport 4.11.2005 04:59
Vill sættast við Wenger Jose Mourinho segist vera alveg tilbúinn að sættast við kollega sinn Arsene Wenger hjá Arsenal með því að biðjast afsökunar á því að hafa kallað hann gluggagægir í viðtali fyrir stuttu, en aðeins með þeim skilyrðum að Wenger biðjist afsökunar á ummælum sínum um Chelsea. Sport 4.11.2005 04:46
Sigur hjá Boro og Bolton Middlesbrough sigraði úkraínska liðið Dnipro auðveldlega 3-0 í riðlakeppni UEFA bikarsins í gærkvöldi. Mark Viduka skoraði tvö mörk og Yakubu eitt. Bolton sigraði Zenit St Petersburg 1-0 með marki frá Kevin Nolan. Þá töpuðu Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar hans í Halmstad stórt, 5-0 fyrir Lens. Sport 4.11.2005 04:34
James á skilið annað tækifæri Stuart Pearce segir að markvörður sinn David James eigi skilið að fá annað tækifæri með enska landsliðinu eftir góða frammistöðu með City undanfarið. James hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans síðan í stórtapi Englendinga fyrir Dönum í ágúst. Sport 3.11.2005 17:51
Enn meiðist Kieron Dyer Miðjumaðurinn Kieron Dyer verður ekki í leikmannahópi Newcastle gegn Birmingham á laugardag eftir að í ljós kom að hann er veikur. Sagt er að veikindi hans tengist því að hann spilaði um helgina án þess að vera kominn í leikform. Sport 3.11.2005 16:30
Flautukarfa Bryant tryggði Lakers sigur Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn fyrsta sigur á tímabilinu með flautukörfu í framlengingu gegn Denver og LeBron James fór mikinn hjá Cleveland gegn New Orleans Hornets. Þá átti Michael Redd stórleik þegar Milwaukee vann annan sigurinn í röð á tveimur dögum. Sport 3.11.2005 15:52
Venst aldrei árásunum Sol Campbell, varnarmaður Arsenal og fyrrum leikmaður Tottenham Hotspurs, segist aldrei muni venjast þeim óblíðu móttökum sem hann fær á gamla heimavelli sínum White Hart Lane og viðurkennir að hann taki það nærri sér. Sport 3.11.2005 13:15
Arsene Wenger hrósaði Robin van Persie Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með sigurinn á Sparta Prag í Meistaradeildinni í gær og hrósaði framherja sínum Robin van Persie sérstaklega fyrir frammistöðu sína, eftir að hann kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk. Sport 3.11.2005 04:07
Okkar bíður erfitt verkefni Alex Ferguson segir að liði Manchester United bíði mjög erfitt verkefni í Meistaradeildinni eftir tapið gegn Lille í kvöld og segir að liðið verði einfaldlega að vinna tvo síðustu leiki sína í riðlinum ef það eigi að hafa möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Sport 3.11.2005 03:52
Manchester United tapaði fyrir Lille Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Manchester United þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Lille í Frakklandi, en betur gekk hjá Arsenal sem sigraði Sparta Prag 3-0. Thierry Henry skoraði eitt mark fyrir Arsenal og Robin van Persie skoraði tvö og Arsenal er öruggt áfram í keppninni. Barcelona burstaði Pananthinaikos 5-0 á Spáni. Sport 2.11.2005 21:42
United er undir í hálfleik Hrakfarir Manchester United virðast ætla að halda áfram, því liðið er undir 1-0 í hálfleik gegn franska liðinu Lille í Meistaradeildinni. Barcelona er að taka Pananthinaikos í kennslustund og hefur yfir 4-0. Sport 2.11.2005 20:40
Lille - Manchester United á Sýn Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu nú á eftir og sjónvarpsleikurinn verður viðureign franska liðsins Lille og Manchester United. Stórleikur Juventus og Bayern Munchen verður sýndur í beinni á Sýn Extra og hefst útsending á báðum stöðvum um klukkan 19:30. Sport 2.11.2005 18:27
Gerði þriggja ára samning við Öster Helgi Valur Daníelsson, sem lék með Fylki í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í sumar, hefur undirritað þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Öster, sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni á dögunum eftir að það hafnaði í öðru sæti fyrstu deildarinnar. Sport 2.11.2005 17:46
United þarf að losa sig við leikmenn Roy Keane, fyrirliði Manchester United, telur að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að laga gengi liðsins og segir að öfugt við það sem margir halda fram, þurfi félagið að losa sig við leikmenn í stað þess að kaupa nýja í janúar. Rio Ferdinand var einn þeirra sem fékk pistilinn frá Keane í nýlegu viðtali við fyrirliðann. Sport 2.11.2005 16:58
Crouch fer að skora mörk fljótlega Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, hefur verið gagnrýndur nokkuð upp á síðkastið fyrir að ná ekki að skora mörk. Crouch kostaði Liverpool sjö milljónir punda í sumar og hefur enn ekki náð að skora í alvöru leik fyrir félagið. Sport 2.11.2005 16:47
Gerði fimm ára samning við West Ham Alan Pardew er í skýjunum yfir því að hafa undirritað nýjan fimm ára samning við West Ham, en hann hefur stýrt liðinu í tvö ár og kom því nokkuð óvænt upp í úrvalsdeildina í vor. Byrjun liðsins í úrvalsdeild hefur svo farið fram úr björtustu vonum og því hefur Pardew nú skrifað undir nýjan samning. Sport 2.11.2005 16:33
Rafmögnuð spenna í opnunarleikjunum Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Sport 2.11.2005 07:00
Nýtt lið sækir um þáttökurétt Nýtt keppnislið hefur nú lagt fram beiðni um að vera með í Formúlu 1 kappakstrinum á næsta ári. Það er fyrrum ökuþórinn Aguri Suzuki sem er í forsvari fyrir liðið, sem mun keppa með vélar frá Honda ef beiðni liðsins verður samþykkt. Liðið mun heita Super Aguri Formula One og yrði ellefta keppnisliðið á heimsmeistaramótinu á næsta ári ef allt fer að óskum. Sport 2.11.2005 05:07
Benitez ánægður með Morientes Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var ánægður með sigur sinna manna á slöku liði Anderlecht í Meistaradeildinni í gærkvöldi og þótti sérstök ástæða til að minnast á frammistöðu landa síns Fernando Morientes sem skoraði fyrsta mark sitt í langan tíma fyrir Liverpool. Sport 2.11.2005 04:30
Lélegasti leikur Chelsea síðan ég tók við Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagðist ekki geta fundið neinar afsakanir fyrir tapinu gegn Real Betis í Meistaradeildinni í gær og sagði leikinn hafa verið lélegustu frammistöðu liðsins síðan hann tók við því á sínum tíma. Sport 2.11.2005 04:19
Chelsea tapaði fyrir Real Betis Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í ár í kvöld, þegar liðið lá á Spáni fyrir Real Betis 1-0. Chelsea-liðið var mun sterkara í leiknum, en leikmenn liðsins fóru illa með færin og geta sjálfum sér um kennt hvernig fór. Sport 1.11.2005 21:30
Chelsea er undir í hálfleik Eiður Smári og félagar hans í Chelsea eru undir 1-0 í hálfleik gegn Real Betis í Meistaradeildinni og það var Dani sem skoraði mark heimamanna á 28. mínútu. Eiður Smári fór illa að ráði sínu þegar hann misnotaði sannkallað dauðafæri um miðjan hálfleikinn og var skipt útaf í kjölfarið. Liverpool hefur yfir gegn Anderlecht 1-0, þar sem Morientes skoraði mark enska liðsins. Sport 1.11.2005 20:44
Manchester United er stærsta lið allra tíma Alex Ferguson, stjóri Manchester United ætlar ekki að láta slakt gengi liðsins undanfarið hafa áhrif á sig og segir að tapið stóra gegn Middlesbrough geti kennt ungum leikmönnum liðsins dýrmæta lexíu. Sport 1.11.2005 19:48
Eiður Smári í framlínu Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen verður í framlínu Chelsea í leiknum við Real Betis í Meistaradeildinni nú á eftir, þegar hann jafnar met Árna Gauts Arasonar yfir flesta leiki sem Íslendingur hefur spilað í Meistaradeildinni. Þetta verður 21. leikur Eiðs Smára. Sport 1.11.2005 19:43
Félagið fer á hausinn ef það fellur David Sullivan, sem er meðeigandi í knattspyrnuliði Birmingham, hefur fullyrt að engum fjármunum verði varið í að styrkja liðið í janúar af þeirri einföldu ástæðu að þeir séu ekki til. Hann bendir á að ef liðið nær ekki að rétta úr kútnum og afstýra falli í vor, muni félagið einfaldlega fara á hausinn. Sport 1.11.2005 15:16