Flautukarfa Bryant tryggði Lakers sigur 3. nóvember 2005 15:30 LeBron James fer vel af stað með Cleveland og fór hamförum í fyrrihálfleik í nótt, þar sem hann skoraði 24 stig. NordicPhotos/GettyImages Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn fyrsta sigur á tímabilinu með flautukörfu í framlengingu gegn Denver og LeBron James fór mikinn hjá Cleveland gegn New Orleans Hornets. Þá átti Michael Redd stórleik þegar Milwaukee vann annan sigurinn í röð á tveimur dögum. Cleveland vann auðveldan sigur á New Orleans 109-87, þar sem LeBron James skoraði 24 af 31 stigi sínu í fyrri hálfleik og var hreint óstöðvandi. Hann hitti til að mynda úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum. Indiana sigraði Orlando 90-78. Jermaine O´Neal skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Indiana, en Steve Francis skoraði 19 stig, hirti 9 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Orlando. Washington vann nauman sigur á Toronto 99-96. Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington en Jalen Rose var með 20 hjá Toronto. New York tapaði heima fyrir Boston í framlengingu 114-100 og þar með tapaði Larry Brown sýnum fyrsta leik sem þjálfari New York í vetur, og áræðanlega ekki þeim síðasta. Paul Pierce skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Boston, en Stephon Marbury var með 20 stig hjá New York. Michael Redd fór á kostum og skoraði 41 stig fyrir Milwaukee sem sigraði New Jersey 110-96. Nýliðinn Andrew Bogut skoraði 10 stig og hirti 17 fráköst í leiknum. Vince Carter skoraði 25 fyrir New Jersey. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia 108-88. Rip Hamilton skoraði 37 stig fyrir Detroit en Allen Iverson 31 fyrir Philadelphia. Minnesota sigraði Portland 90-86. Kevin Garnett skoraði 18 stig, hirti 7 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Minnesota, en Darius Miles skoraði 32 stig fyrir Portland. Antoine Walker fór mikinn í sínum fyrsta leik fyrir Miami Heat og skoraði 25 stig og hirti 16 fráköst í sigri liðsins á Memphis 97-78. Pau Gasol skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis. Chicago vann sigur á Charlotte 109-105, þar sem Chris Duhon hjá Chicago náði fyrstu þreföldu tvennunni á leiktíðinni með 18 stigum, 10 fráköstum og 12 stoðsendingum. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Houston lagði Sacramento 98-89. Jon Barry skoraði 24 stig fyrir Houston og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. Yao Ming skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Sacramento var Bonzi Wells atkvæðamestur með 22 stig og 18 fráköst. Utah lagði Dallas 93-82. Mehmet Okur skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Jason Terry skoraði 21 fyrir Dallas, sem kvöldið áður sigraði í tvöfaldri framlengingu í Phoenix. Nýliði Utah, Deron Williams fór mikinn undir lokin hjá Utah, en hann skoraði 18 stig í sínum fyrsta leik í NBA deildinni, þar af mikilvægar körfur á lokasprettinum. LA Clippers sigraði Seattle 101-93, þar sem Sam Cassell skoraði 35 stig og gaf 11 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir Clippers. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Seattle. Kobe Bryant tryggði Lakers sigur með flautukörfu í framlengingu þegar LA Lakers lögðu Denver á útivelli 99-97. Bryant skoraði 33 stig í leiknum, þar af 15 í fjórða leikhluta og framlengingu. Marcus Camby skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Denver. Golden State burstaði Atlanta 122-97. Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State, en Al Harrington skoraði 18 fyrir Atlanta. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Sjá meira
Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn fyrsta sigur á tímabilinu með flautukörfu í framlengingu gegn Denver og LeBron James fór mikinn hjá Cleveland gegn New Orleans Hornets. Þá átti Michael Redd stórleik þegar Milwaukee vann annan sigurinn í röð á tveimur dögum. Cleveland vann auðveldan sigur á New Orleans 109-87, þar sem LeBron James skoraði 24 af 31 stigi sínu í fyrri hálfleik og var hreint óstöðvandi. Hann hitti til að mynda úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum. Indiana sigraði Orlando 90-78. Jermaine O´Neal skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Indiana, en Steve Francis skoraði 19 stig, hirti 9 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Orlando. Washington vann nauman sigur á Toronto 99-96. Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington en Jalen Rose var með 20 hjá Toronto. New York tapaði heima fyrir Boston í framlengingu 114-100 og þar með tapaði Larry Brown sýnum fyrsta leik sem þjálfari New York í vetur, og áræðanlega ekki þeim síðasta. Paul Pierce skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Boston, en Stephon Marbury var með 20 stig hjá New York. Michael Redd fór á kostum og skoraði 41 stig fyrir Milwaukee sem sigraði New Jersey 110-96. Nýliðinn Andrew Bogut skoraði 10 stig og hirti 17 fráköst í leiknum. Vince Carter skoraði 25 fyrir New Jersey. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia 108-88. Rip Hamilton skoraði 37 stig fyrir Detroit en Allen Iverson 31 fyrir Philadelphia. Minnesota sigraði Portland 90-86. Kevin Garnett skoraði 18 stig, hirti 7 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Minnesota, en Darius Miles skoraði 32 stig fyrir Portland. Antoine Walker fór mikinn í sínum fyrsta leik fyrir Miami Heat og skoraði 25 stig og hirti 16 fráköst í sigri liðsins á Memphis 97-78. Pau Gasol skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis. Chicago vann sigur á Charlotte 109-105, þar sem Chris Duhon hjá Chicago náði fyrstu þreföldu tvennunni á leiktíðinni með 18 stigum, 10 fráköstum og 12 stoðsendingum. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Houston lagði Sacramento 98-89. Jon Barry skoraði 24 stig fyrir Houston og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. Yao Ming skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Sacramento var Bonzi Wells atkvæðamestur með 22 stig og 18 fráköst. Utah lagði Dallas 93-82. Mehmet Okur skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Jason Terry skoraði 21 fyrir Dallas, sem kvöldið áður sigraði í tvöfaldri framlengingu í Phoenix. Nýliði Utah, Deron Williams fór mikinn undir lokin hjá Utah, en hann skoraði 18 stig í sínum fyrsta leik í NBA deildinni, þar af mikilvægar körfur á lokasprettinum. LA Clippers sigraði Seattle 101-93, þar sem Sam Cassell skoraði 35 stig og gaf 11 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir Clippers. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Seattle. Kobe Bryant tryggði Lakers sigur með flautukörfu í framlengingu þegar LA Lakers lögðu Denver á útivelli 99-97. Bryant skoraði 33 stig í leiknum, þar af 15 í fjórða leikhluta og framlengingu. Marcus Camby skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Denver. Golden State burstaði Atlanta 122-97. Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State, en Al Harrington skoraði 18 fyrir Atlanta.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Sjá meira