Erlendar Fékk landsliðssætið á meðan hann tók bílprófið Theo Walcott fékk í dag að vita það síðastur manna að hann hefði verið valinn í HM-hóp Englendinga í knattspyrnu, því hann var upptekinn við að taka bílprófið þegar hringt var í faðir hans og honum tilkynnt um fréttirnar góðu. Walcott er sagður hafa fengið nett áfall þegar hann heyrði tíðindin. Sport 8.5.2006 20:23 Ég hef aldrei séð Walcott spila Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur verið gagnrýndur harðlega í breskum fjölmiðlum í dag eftir að hann valdi táninginn Theo Walcott hjá Arsenal í HM hóp sinn. Eriksson viðurkennir að hann hafi hvorki séð drenginn spila með berum augum, né yfir höfuð talað við hann. Sport 8.5.2006 18:40 Redknapp samþykkir nýjan samning Harry Redknapp samþykkti í dag að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth, en aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum áður en samningurinn verður formlega undirritaður. Redknapp var samningslaus í gær eftir að liðið spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu, en Redknapp tókst að bjarga liðinu frá falli eftir að útlitið hafði um tíma verið heldur dökkt í vetur. Sport 8.5.2006 18:10 Vongóður um að spila úrslitaleikinn Miðjumaðurinn Xabi Alonso fór í aðra myndatöku í dag eftir að hann meiddist á ökkla í leiknum gegn Portsmouth í gær, en þá kom í ljós að meiðsli hans eru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu og því gæti farið svo að hann yrði klár í slaginn í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Sport 8.5.2006 16:41 Hefði aldrei tekið Walcott fram yfir Defoe Sir Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist hafa áhyggjur af landsliðshópnum sem Sven-Göran Eriksson tilkynnti í dag og segist sérstaklega óttast að þunn sveit framherja eigi eftir að verða liðinu að falli á HM í sumar. Sport 8.5.2006 16:55 Alonso kallar á úrbætur Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault vill að lið hans spýti í lófana fyrir næstu keppni til að bregðast við góðri byrjun fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher og Ferrari í móti ársins, en Þjóðverjinn hefur nú unnið tvær keppnir í röð. Næsta mót fer fram á heimavelli Alonso á Spáni strax um næstu helgi. Sport 8.5.2006 16:31 Preston - Leeds í beinni í kvöld Síðari undanúrslitaleikur Preston og Leeds United í umspili um laust sæti í ensku úvalsdeildinni á næstu leiktíð verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18:30. Fyrri leiknum á Elland Road lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að allt verður í járnum í síðari leiknum í kvöld, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort Crystal Palace eða Watford í úrslitaleiknum í Cardiff þann 21. maí. Sport 8.5.2006 16:22 Duncan Ferguson á förum Úrvalsdeildarlið Everton hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við framherjann skapheita Duncan Ferguson og sömu sögu er að segja af kínverska landsliðsmanninum Li-Tie. Þá ætlar félagið ekki að kaupa varnarmanninn Matteo Ferrari sem verið hefur á lánssamningi frá Roma. Everton hefur hinsvegar boðið þeim Alan Stubbs og David Weir áframhaldandi samninga. Sport 8.5.2006 16:09 Fleiri en einn leikmaður neitaði að spila Ástandið í herbúðum Birmingham á síðustu dögum félagsins í ensku úrvalsdeildinni voru ekki ánægjulegir ef marka má nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins. Steve Bruce hefur gefið upp að fleiri en einn leikmaður liðsins hafi neitað að spila í lokaleiknum gegn Bolton í gær, en liðið var sem kunnugt er þegar fallið í fyrstu deild. Sport 8.5.2006 15:55 Mikil áhætta að velja Walcott Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist viðurkenna að það sé mikil áhætta fólgin í því að velja hinn 17 ára gamla Theo Walcott í enska landsliðshópinn, en Walcott hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið Arsenal síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir 17 milljónir punda í janúar. Sport 8.5.2006 14:20 Theo Walcott í enska landsliðshópinn Sven-Göran Eriksson hefur nú valið 23-manna landsliðshóp sinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar og óhætt er að segja að valið komi nokkuð á óvart. Hinn ungi Theo Walcott hjá Arsenal er einn þeirra sem valdir eru í landsliðshópinn, en hann hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið félagsins. Þá sitja menn eins og Darren Bent, Shaun Wright-Phillips, Ledley King og Jermain Defoe úti í kuldanum. Sport 8.5.2006 13:52 Shevchenko meiddur Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan getur ekki leikið knattspyrnu það sem eftir lifir maímánaðar eftir að hann meiddist á hné í leik með liði sínu um helgina. Meiðsli hans eru þó ekki talin það alvarleg að setja þáttöku hans á HM í sumar í hættu. "Shevchenko ætti að geta spilað fótbolta aftur eftir 25 daga," er sagt á heimasíðu Milan. Sport 8.5.2006 13:44 Tottenham íhugar málssókn Úrvalsdeildarfélagið Tottenham bíður nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum sem verið er að gera á matvælum á Marriott-hótelinu í London, þar sem tíu leikmenn liðsins veiktust af því sem talið er hafa verið matareitrun skömmu fyrir leikinn mikilvæga gegn West Ham í gær. Ekki er útilokað að félagið fari í mál við hótelið ef sýnt þykir að maturinn á hótelinu hafi verið skemmdur. Sport 8.5.2006 13:29 Varnarleikur meistaranna gerði útslagið San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Sport 8.5.2006 01:26 Detroit lék sér að Cleveland Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Sport 8.5.2006 01:02 Nash verðmætasti leikmaðurinn Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Sport 8.5.2006 00:37 Ég hef aldrei lent í öðru eins Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham ætlar að kyngja þeim bitra bita að liðið missti af Meistaradeildarsæti vegna matareitrunar, þegjandi og hljóðalaust. Tottenham tapaði fyrir West Ham, 2-1 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og Arsenal hrifsaði af nágrönnum sínum fjórða sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Wigan. Sport 7.5.2006 23:10 Podolski á leið til Bayern Munchen Skærasta framtíðarstjarna Þjóðverja, hinn tvítugi sóknarmaður, Lukas Podolski er á leið til nýbakaðra meistara Bayern Munchen. Uli Höness, stjórnarformaður Bayern sem tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í gær segist í viðtali við þýska fjölmiðla í dag hafa náð samkomulagi við leikmanninn. Sport 7.5.2006 20:12 Borgvardt lagði upp mark Bryne Allan Borgvardt lék allan leikinn og lagði upp eina mark Bryne sem gerði 1-1 jafntefli við Manglerud/Star í norsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Allan hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum fyrir Bryne sem er taplaust í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasunds. Sport 7.5.2006 19:43 Veigar og Kristján skoruðu gegn hvorum öðrum í Noregi Veigar Páll Gunnarsson heldur áfram að skora í Noregi og er nú þriðji markahæstur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4 mörk en hann skoraði fyrsta mark Stabæk sem gerði 2-2 jafntefli við Brann í dag. Kristján Örn Sigurðsson var hetja sinna manna þegar hann náði að jafna metin fyrir Brann 2 mínútum fyrir leikslok. Sport 7.5.2006 19:24 Sir Alex gengst við vandræðasögum af Ruud Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd viðurkenndi opinberlega eftir sigurleikinn gegn Charlton í dag að Ruud van Nistelrooy hafi verið til vandræða undanfarna daga. Ruud strunsaði á brott frá Old Trafford 3 klukkutímum fyrir leikinn í dag og var ekki í leikmannahópnum. Sport 7.5.2006 18:55 Hammarby missti toppsætið í Svíþjóð Sex Íslendingar komu við sögu þegar 7. umferð hófst í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn og Pétur Marteinsson síðari hálfleikinn með Hammarby sem missti toppsætið með stórtapi fyrir Kalmar, 4-1. Sport 7.5.2006 18:06 Ruud strunsaði í burtu og var ekki með Undarleg uppákoma átti sér stað 3 klukkutímum fyrir leik Man Utd og Charlton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sóknarmaðurin Man Utd, Ruud van Nistelrooy strunsaði þá burt frá Old Trafford með takkaskóna sína í hönd og var ekki í leikmannahópi liðsins sem vann 4-0 sigur í þessum lokaleik sínum á tímabilinu. Sport 7.5.2006 17:18 FC København Danmerkurmeistari FC København fagnaði í dag danska meistaratitlinum í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 tap gegn OB í Óðinsvéum. Tapið skipti engu máli fyrir Kaupmannahafnarliðið því Brøndby steinlá fyrir Horsens, 4-1. Þetta fimmti Danmerkurmeistaratitill København síðan félagið var stofnað árið 1992. Fótbolti 7.5.2006 16:59 Heiðar tryggði Fulham 12. sætið Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Markið tryggði Fulham 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 48 stig. Sport 7.5.2006 16:17 Arsenal hreppti fjórða sætið Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Sport 7.5.2006 16:05 Svíar slátruðu Portúgölum Sænska kvennalandsliðið valtaði yfir Portúgal, 5-1 í dag en leikurinn er liður í undankeppni HM 2007 sem fram fer í Kína. Svíar eru efstir í riðlinum með 13 stig eftir fimm leiki á undan Tékklandi og Íslandi sem eru jöfn í öðru og þriðja sæti með 7 stig eftir fjóra leiki. Portúgalar sitja hins vegar á borninum án stiga. Sport 7.5.2006 15:37 Titilbaráttan enn opin á Ítalíu Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina. Sport 7.5.2006 15:30 Eiður ekki í hópnum hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem heimsækir Newcastle í lokaumferðinni í ensku knattspyrnunni í dag en allir leikirnir hófust nú kl. 14. Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Middlesborough en Hermann Hreiðarsson er í leikbanni hjá Charlton sem er í heimsókn á Old Trafford hjá Man Utd. Sport 7.5.2006 14:09 Juventus getur tryggt sér titilinn í dag Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið. Sport 6.5.2006 17:46 « ‹ 172 173 174 175 176 177 178 179 180 … 264 ›
Fékk landsliðssætið á meðan hann tók bílprófið Theo Walcott fékk í dag að vita það síðastur manna að hann hefði verið valinn í HM-hóp Englendinga í knattspyrnu, því hann var upptekinn við að taka bílprófið þegar hringt var í faðir hans og honum tilkynnt um fréttirnar góðu. Walcott er sagður hafa fengið nett áfall þegar hann heyrði tíðindin. Sport 8.5.2006 20:23
Ég hef aldrei séð Walcott spila Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur verið gagnrýndur harðlega í breskum fjölmiðlum í dag eftir að hann valdi táninginn Theo Walcott hjá Arsenal í HM hóp sinn. Eriksson viðurkennir að hann hafi hvorki séð drenginn spila með berum augum, né yfir höfuð talað við hann. Sport 8.5.2006 18:40
Redknapp samþykkir nýjan samning Harry Redknapp samþykkti í dag að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth, en aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum áður en samningurinn verður formlega undirritaður. Redknapp var samningslaus í gær eftir að liðið spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu, en Redknapp tókst að bjarga liðinu frá falli eftir að útlitið hafði um tíma verið heldur dökkt í vetur. Sport 8.5.2006 18:10
Vongóður um að spila úrslitaleikinn Miðjumaðurinn Xabi Alonso fór í aðra myndatöku í dag eftir að hann meiddist á ökkla í leiknum gegn Portsmouth í gær, en þá kom í ljós að meiðsli hans eru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu og því gæti farið svo að hann yrði klár í slaginn í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Sport 8.5.2006 16:41
Hefði aldrei tekið Walcott fram yfir Defoe Sir Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist hafa áhyggjur af landsliðshópnum sem Sven-Göran Eriksson tilkynnti í dag og segist sérstaklega óttast að þunn sveit framherja eigi eftir að verða liðinu að falli á HM í sumar. Sport 8.5.2006 16:55
Alonso kallar á úrbætur Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault vill að lið hans spýti í lófana fyrir næstu keppni til að bregðast við góðri byrjun fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher og Ferrari í móti ársins, en Þjóðverjinn hefur nú unnið tvær keppnir í röð. Næsta mót fer fram á heimavelli Alonso á Spáni strax um næstu helgi. Sport 8.5.2006 16:31
Preston - Leeds í beinni í kvöld Síðari undanúrslitaleikur Preston og Leeds United í umspili um laust sæti í ensku úvalsdeildinni á næstu leiktíð verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18:30. Fyrri leiknum á Elland Road lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að allt verður í járnum í síðari leiknum í kvöld, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort Crystal Palace eða Watford í úrslitaleiknum í Cardiff þann 21. maí. Sport 8.5.2006 16:22
Duncan Ferguson á förum Úrvalsdeildarlið Everton hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við framherjann skapheita Duncan Ferguson og sömu sögu er að segja af kínverska landsliðsmanninum Li-Tie. Þá ætlar félagið ekki að kaupa varnarmanninn Matteo Ferrari sem verið hefur á lánssamningi frá Roma. Everton hefur hinsvegar boðið þeim Alan Stubbs og David Weir áframhaldandi samninga. Sport 8.5.2006 16:09
Fleiri en einn leikmaður neitaði að spila Ástandið í herbúðum Birmingham á síðustu dögum félagsins í ensku úrvalsdeildinni voru ekki ánægjulegir ef marka má nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins. Steve Bruce hefur gefið upp að fleiri en einn leikmaður liðsins hafi neitað að spila í lokaleiknum gegn Bolton í gær, en liðið var sem kunnugt er þegar fallið í fyrstu deild. Sport 8.5.2006 15:55
Mikil áhætta að velja Walcott Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist viðurkenna að það sé mikil áhætta fólgin í því að velja hinn 17 ára gamla Theo Walcott í enska landsliðshópinn, en Walcott hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið Arsenal síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir 17 milljónir punda í janúar. Sport 8.5.2006 14:20
Theo Walcott í enska landsliðshópinn Sven-Göran Eriksson hefur nú valið 23-manna landsliðshóp sinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar og óhætt er að segja að valið komi nokkuð á óvart. Hinn ungi Theo Walcott hjá Arsenal er einn þeirra sem valdir eru í landsliðshópinn, en hann hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið félagsins. Þá sitja menn eins og Darren Bent, Shaun Wright-Phillips, Ledley King og Jermain Defoe úti í kuldanum. Sport 8.5.2006 13:52
Shevchenko meiddur Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan getur ekki leikið knattspyrnu það sem eftir lifir maímánaðar eftir að hann meiddist á hné í leik með liði sínu um helgina. Meiðsli hans eru þó ekki talin það alvarleg að setja þáttöku hans á HM í sumar í hættu. "Shevchenko ætti að geta spilað fótbolta aftur eftir 25 daga," er sagt á heimasíðu Milan. Sport 8.5.2006 13:44
Tottenham íhugar málssókn Úrvalsdeildarfélagið Tottenham bíður nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum sem verið er að gera á matvælum á Marriott-hótelinu í London, þar sem tíu leikmenn liðsins veiktust af því sem talið er hafa verið matareitrun skömmu fyrir leikinn mikilvæga gegn West Ham í gær. Ekki er útilokað að félagið fari í mál við hótelið ef sýnt þykir að maturinn á hótelinu hafi verið skemmdur. Sport 8.5.2006 13:29
Varnarleikur meistaranna gerði útslagið San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Sport 8.5.2006 01:26
Detroit lék sér að Cleveland Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Sport 8.5.2006 01:02
Nash verðmætasti leikmaðurinn Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Sport 8.5.2006 00:37
Ég hef aldrei lent í öðru eins Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham ætlar að kyngja þeim bitra bita að liðið missti af Meistaradeildarsæti vegna matareitrunar, þegjandi og hljóðalaust. Tottenham tapaði fyrir West Ham, 2-1 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og Arsenal hrifsaði af nágrönnum sínum fjórða sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Wigan. Sport 7.5.2006 23:10
Podolski á leið til Bayern Munchen Skærasta framtíðarstjarna Þjóðverja, hinn tvítugi sóknarmaður, Lukas Podolski er á leið til nýbakaðra meistara Bayern Munchen. Uli Höness, stjórnarformaður Bayern sem tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í gær segist í viðtali við þýska fjölmiðla í dag hafa náð samkomulagi við leikmanninn. Sport 7.5.2006 20:12
Borgvardt lagði upp mark Bryne Allan Borgvardt lék allan leikinn og lagði upp eina mark Bryne sem gerði 1-1 jafntefli við Manglerud/Star í norsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Allan hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum fyrir Bryne sem er taplaust í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasunds. Sport 7.5.2006 19:43
Veigar og Kristján skoruðu gegn hvorum öðrum í Noregi Veigar Páll Gunnarsson heldur áfram að skora í Noregi og er nú þriðji markahæstur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4 mörk en hann skoraði fyrsta mark Stabæk sem gerði 2-2 jafntefli við Brann í dag. Kristján Örn Sigurðsson var hetja sinna manna þegar hann náði að jafna metin fyrir Brann 2 mínútum fyrir leikslok. Sport 7.5.2006 19:24
Sir Alex gengst við vandræðasögum af Ruud Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd viðurkenndi opinberlega eftir sigurleikinn gegn Charlton í dag að Ruud van Nistelrooy hafi verið til vandræða undanfarna daga. Ruud strunsaði á brott frá Old Trafford 3 klukkutímum fyrir leikinn í dag og var ekki í leikmannahópnum. Sport 7.5.2006 18:55
Hammarby missti toppsætið í Svíþjóð Sex Íslendingar komu við sögu þegar 7. umferð hófst í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn og Pétur Marteinsson síðari hálfleikinn með Hammarby sem missti toppsætið með stórtapi fyrir Kalmar, 4-1. Sport 7.5.2006 18:06
Ruud strunsaði í burtu og var ekki með Undarleg uppákoma átti sér stað 3 klukkutímum fyrir leik Man Utd og Charlton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sóknarmaðurin Man Utd, Ruud van Nistelrooy strunsaði þá burt frá Old Trafford með takkaskóna sína í hönd og var ekki í leikmannahópi liðsins sem vann 4-0 sigur í þessum lokaleik sínum á tímabilinu. Sport 7.5.2006 17:18
FC København Danmerkurmeistari FC København fagnaði í dag danska meistaratitlinum í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 tap gegn OB í Óðinsvéum. Tapið skipti engu máli fyrir Kaupmannahafnarliðið því Brøndby steinlá fyrir Horsens, 4-1. Þetta fimmti Danmerkurmeistaratitill København síðan félagið var stofnað árið 1992. Fótbolti 7.5.2006 16:59
Heiðar tryggði Fulham 12. sætið Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Markið tryggði Fulham 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 48 stig. Sport 7.5.2006 16:17
Arsenal hreppti fjórða sætið Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Sport 7.5.2006 16:05
Svíar slátruðu Portúgölum Sænska kvennalandsliðið valtaði yfir Portúgal, 5-1 í dag en leikurinn er liður í undankeppni HM 2007 sem fram fer í Kína. Svíar eru efstir í riðlinum með 13 stig eftir fimm leiki á undan Tékklandi og Íslandi sem eru jöfn í öðru og þriðja sæti með 7 stig eftir fjóra leiki. Portúgalar sitja hins vegar á borninum án stiga. Sport 7.5.2006 15:37
Titilbaráttan enn opin á Ítalíu Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina. Sport 7.5.2006 15:30
Eiður ekki í hópnum hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem heimsækir Newcastle í lokaumferðinni í ensku knattspyrnunni í dag en allir leikirnir hófust nú kl. 14. Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Middlesborough en Hermann Hreiðarsson er í leikbanni hjá Charlton sem er í heimsókn á Old Trafford hjá Man Utd. Sport 7.5.2006 14:09
Juventus getur tryggt sér titilinn í dag Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið. Sport 6.5.2006 17:46