Sport

Fékk landsliðssætið á meðan hann tók bílprófið

Theo Walcott náði bílprófinu - og fékk sæti í enska landsliðinu sem bónus
Theo Walcott náði bílprófinu - og fékk sæti í enska landsliðinu sem bónus NordicPhotos/GettyImages

Theo Walcott fékk í dag að vita það síðastur manna að hann hefði verið valinn í HM-hóp Englendinga í knattspyrnu, því hann var upptekinn við að taka bílprófið þegar hringt var í faðir hans og honum tilkynnt um fréttirnar góðu. Walcott er sagður hafa fengið nett áfall þegar hann heyrði tíðindin.

"Theo var í raun síðasti maðurinn til að fá tíðindin, því haft var samband við faðir hans þar sem hann beið eftir því að drengurinn kláraði bílprófið. Faðir hans hafði þá þegar heyrt tíðindin í útvarpinu og drengnum var eðlilega mjör brugðið þegar hann fékk að vita að hann væri á leið á HM," sagði umboðsmaður piltsins.

"Hann hafði alltaf látið sig dreyma um að vera í besta falli valinn sem varamaður fyrir aðalhópinn og þegar útsendarar enska knattspyrnusambandsins komu og fylgdust með æfingum Arsenal, stóð hann í þeirri meiningu að það væri til að fylgjast með Sol Campbell og Ashley Cole sem báðir hafa átt við meiðsli að stríða. Þetta voru því sannarlega óvænt tíðindi og nú er bara fyrir strákinn að sanna sig - hann er vanur því að spila með heimsklassa leikmönnum og lætur þetta ekki stíga sér til höfuðs," sagði umboðsmaðurinn. Þess má svo til gamans geta að Walcott náði bílprófinu og fékk því tvennar góðar fréttir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×