Innlendar

Fréttamynd

Ein breyting á íslenska liðinu

Lúkas Kostic, þjálfari U-21 árs landsliðsins, hefur gert eina breytingu á liði sínu fyrir leikinn gegn Ítölum í undankeppni EM sem hefst nú klukkan 19. Eyjólfur Héðinsson kemur inn í liðið í stað Guðjóns Baldvinssonar. Íslenska liðið spilar leikaðferðina 4-5-1 í kvöld. Aðgangurr er ókeypis á leik kvöldsins á Laugardalsvelli og því um að gera fyrir alla að drífa sig á völlinn og styðja íslenska liðið gegn sterku liði Ítala.

Sport
Fréttamynd

Lúðarnir hefja leik í kvöld

Fyrsti sjónvarpsþátturinn um Knattspyrnufélagið Nörd verður á dagskrá Sýnar í kvöld klukkan 21, en þar hefur fyrrum landsliðsþjálfaranum Loga Ólafssyni verið fengið það erfiða verkefni að búa til brúklegt knattspyrnulið úr hópi hæfileikalausra lúða sem aldrei hafa komið nálægt íþróttinni.

Sport
Fréttamynd

Hólmar Örn farinn til Silkeborg

Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson gekk í dag í raðir danska knattspyrnuliðsins Silkeborg. Hólmar skrifaði undir samning við félagið á dögunum og upphaflega var reiknað með að hann gengi í raðir liðsins þann 1. janúar, en í dag var gengið frá því að hann héldi strax til Danmerkur og verða Keflvíkingar því án þessa sterka leikmanns í bikarúrslitaleiknum gegn KR í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Skilaði Neistanum 1,1 milljón

Markheppni leikmanna í síðustu umferðum Landsbankadeilda karla og kvenna skilaði Neistanum, Félagi hjartveikra barna, rúmlega milljón krónum. Landsbankinn hafði heitið á liðin sem leika í úrvalsdeild karla og kvenna í knattspyrnu að skora sem flest mörk en fyrir hvert mark sem skorað var í úrvalsdeild kvenna greiðir Lansdbankinn 30.000 krónur. Upphæðin fyrir markið í karladeildinni var 25.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Titillinn er formsatriði hjá Valsstúlkum

Þrettánda og næst síðasta umferðin í Landsbankadeild kvenna fór fram í kvöld. Valsstúlkur tryggðu sér nánast Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Keflavík 4-0 á útivelli og það þýðir að Breiðablik, sem vann Fylki 6-2 í kvöld, þarf að vinna lokaleik sinn með yfir 30 marka mun og treysta á að Valur tapi í lokaumferðinni til að eiga möguleika á að verja titil sinn frá því í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Sex leikmenn í bann

Aganefnd KSÍ hefur úrskurðað sex leikmenn í eins leiks bann í Landsbankadeild karla vegna fjölda áminninga og missa þeir því af leikjum sinna liða í 16. umferðinni. Þetta eru Keflvíkingarnir Baldur Sigurðsson og Símun Samuelsen, Hörður Bjarnason og Valur Adolf Úlfarsson úr Víkingi, Jóhann Helgason frá Grindavík og Matthías Guðmundsson úr Val.

Sport
Fréttamynd

KR í úrslitaleikinn

Það verða KR og Keflavík sem leika til úrslita í Visabikarnum í knattspyrnu, en KR-ingar lögðu Þrótt 1-0 í framlengdum undanúrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Það var Skúli Friðgeirsson sem skoraði sigurmark KR þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik framlengingarinnar. Hvorugt liðið bauð upp á nein glæsitilþrif í leiknum í kvöld, en úrvalsdeildarliðið stóð uppi sem sigurvegari í lokin.

Sport
Fréttamynd

Framlengt í Laugardalnum

Leikur Þróttar og KR í undanúrslitum Visabikarsins er kominn í framlengingu eftir að hvorugu liði tókst að skora eftir 90 mínútna leik. Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur, en sá síðari hefur ekki verið sérstaklega mikið fyrir augað.

Sport
Fréttamynd

Markalaust á Laugardalsvelli í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Þróttar og KR í undanúrslitunum í Visabikarnum, en enn hefur hvorugu liðinu tekist að skora þrátt fyrir fjölda ágætra marktækifæra. Sigurvegarinn í kvöld mætir Keflvíkingum í úrslitaleik keppninnar. Þróttur hefur aldrei náð alla leið í úrslitaleikinn.

Sport
Fréttamynd

Stórtap fyrir Írum

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði illa fyrir Írum 72-54 í lokaleik sínum á æfingamótinu sem haldið var í Írlandi. Þetta var fimmti æfingaleikur íslenska liðsins í röð á stuttum tíma og uppistaðan tveir sigrar í fimm leikjum. Brenton Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu í gær með 13 stig og Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Keflavík mætir KR eða Þrótti í úrslitaleiknum

Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar en Keflavík kjöldró Víkinga í fyrri undanúrlsitaleik bikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu Keflavík 4 - Víkingur 0.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar komnir í 3-0 gegn Víkingi

Keflvíkingar hafa vænlega stöðu í undanúrslitaleik VISA-bikarsins gegn Víkingum. Staðan er 3-0 Keflavík í vil. Guðmundur Steinarsson bætti við öðru marki fyrir Keflavík á 71. mínútu og Þórarinn Kristjánsson skoraði þriðja mark þeirra á 78. mínútu eftir hroðaleg mistök í vörn Víkinga. Keflvíkingar eru því að tryggja sig inn í úrslitaleik VISA-bikarsins. Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld en þá mætast KR og Þróttur á Laugardalsvelli.

Sport
Fréttamynd

Keflavík hefur yfir 1-0 í hálfleik

Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Víkingi í hálfleik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla. Jónas Guðni Sævarsson skorðai mark keflvíkinga á 22. mínútu. Víkingar sóttu í sig veðrið á síðustu mínútunum en náðu ekki að jafna metin.

Sport
Fréttamynd

Keflavík komið yfir gegn Víkingi

Keflavík hefur forystu gegn Víkingi í undanúrslitum VISA-bikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Jónas Guðni Sævarsson skoraði mark keflvíkinga á 22. mínútu eftir laglega sendingu frá Baldri Sigurðssyni.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Hollandi

Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði naumlega fyrir því hollenska í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Hollandi í gærkvöldi. Hollendingar tryggðu sér 94-91 sigur með þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Brenton Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 15 stig og Jakob Sigurðarson skoraði 13 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Dæmdur í tveggja leikja bann

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann hlaut í leik Íslands og Tékklands á Laugardalsvelli á dögunum. Það verður Elísabet Gunnarsdóttir sem tekur við liðinu á meðan Jörundur tekur bannið út, en hún er þjálfari Vals og ungmennalandsliðsins. Jörundur verður því í banni í þeim tveimur leikjum sem íslenska liðið á eftir að spila í riðli sínum, hinn fyrri er gegn Svíum hér heima á morgun.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í stuði í Óðinsvéum

Birgir Leifur Hafþórsson úr golfklúbbnum GKG er í fantaformi á áskorendamótinu í Óðinsvéum í Danmörku. Birgir lauk keppni á öðrum hring í morgun á fjórum höggum undir pari, líkt og á fyrsta hringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum. Hann er því á meðal efstu manna á samtals átta höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

KR-ingar í annað sætið

KR-ingar skutust í annað sæti Landsbankadeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði ÍBV 2-0 í vesturbænum. Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk KR í kvöld. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar óhress með leik sinna manna í kvöld og sagði þá hafa spilað eins og "helvítis lopasokka og aumingja" í fyrri hálfleiknum í viðtali við Guðjón Guðmundsson á Sýn.

Sport
Fréttamynd

KR hefur yfir gegn ÍBV

Nú hefur verið flautað til leikhlés í viðureignunum þremur sem standa yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk KR sem hefur yfir 2-0 gegn ÍBV í Frostaskjóli sem sýndur er í beinni á Sýn. Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði mark ÍA sem hefur yfir 1-0 gegn Keflavík á Skaganum og markalaust er hjá Grindvíkingum og Víkingi í Grindavík.

Sport
Fréttamynd

Birkir í byrjunarliði ÍBV

Gamla kempan Birkir Kristinsson hefur tekið fram hanskana á ný og er í byrjunarliði ÍBV sem sækir KR heim í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Birkir lagði hanskana á hilluna í fyrra, en hefur nú snúið aftur til að koma fyrrum félögum sínum í ÍBV til bjargar í markmannsvandræðum þeirra. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hægt er að fylgjast með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavaktinni hér á Vísi.

Sport
Fréttamynd

KR - ÍBV í beinni á Sýn

Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld, en hér er um að ræða fyrstu leikina í 15. umferðinni. Leikur KR og ÍBV verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 17:50 frá KR-velli. Skagamenn taka á móti Keflvíkingum á Skipaskaga og þá eigast við Grindavík og Víkingur suður með sjó. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir í kvöld

Fimmtánda umferð Landsbankadeildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. KR mætir ÍBV vestur í bæ, ÍA tekur á móti Keflavík og Grindavík og Víkingur mætast suður með sjó. Umferðinni lýkur síðan á sunnudag þegar FH tekur á móti Breiðablik og Valsmenn heimsækja Fylki í Árbæinn.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn eru stórhuga fyrir komandi leiktíð

Valsmenn boðuðu til mjög svo veglegs blaðamannafundar í húsakynnum Frjálsa fjárfestingabankans í gær þar sem farið var yfir stöðu mála, bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Markmið Vals er mjög einfalt, sigur í öllum keppnum sem í boði eru.

Handbolti
Fréttamynd

Skorað fyrir gott málefni

Landsbanki Íslands, aðalstyrktaraðili efstu deildar karla- og kvenna í knattspyrnunni hér á landi, hefur í tilefni af 120 ára afmæli sínu ákveðið að hrinda af stað verkefni sem kallað hefur verið "Skorað fyrir gott málefni." Bankinn ætlar að gefa veglega fjárhæð til styrktar hjartveikum börnum fyrir hvert skorað mark í næstu umferð karla- og kvennadeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn ætla sér stóra hluti

Handknattleiksdeild Vals ætlar sér stóra hluti í karla- og kvennaflokki á næstu leiktíð og nú hefur félagið tilkynnt leikmannahópa sína í báðum flokkum fyrir veturinn. Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson hefur sem kunnugt er ákveðið að snúa aftur á Hlíðarenda og þá hefur félagið gert samning við hinn efnilega Ernir Hrafn Arnarson.

Handbolti
Fréttamynd

Vona að FH misstígi sig enn frekar

Baldur Sigurðsson er leikmaður 14. umferðar landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri á Íslandsmeisturum FH og verið öflugur með liðinu í allt sumar.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik mætir Val í úrslitum

Það verða bikarmeistarar Breiðabliks sem mæta Val í úrslitum Visabikarsins í knattspyrnu eftir að liðið vann 2-0 sigur á Fjölni á heimavelli sínum í Kópavogi í kvöld. Áður höfðu Valsstúlkur lagt Stjörnuna 2-1 og það verður því sannkallaður draumaúrslitaleikur í kvennaflokki í ár. Erna B. Sigurðardóttir og Edda Garðarsdóttir skoruðu mörk Blika í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Valur í úrslitaleikinn

Valsstúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Visabikarsins í knattspyrnu þegar þær lögðu Stjörnuna 2-1 í undanúrslitaleik á Valbjarnarvelli. Björk Gunnarsdóttir kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks, en þær Katrín Jónsdóttir og Rakel Logadóttur tryggðu Val sigurinn með mörkum um miðjan hálfleikinn.

Sport
Fréttamynd

Leikur Vals og Stjörnunnar að hefjast

Leikur Vals og Stjörnunnar í undanúrslitum Visa-bikarsins í kvennaflokki er nú hafinn á Valbjarnarvelli og klukkan 17:30 hefst hin undanúrslitaviðureignin, en þar eigast við Breiðablik og toppliðið í fyrstu deild, Fjölnir.

Sport
Fréttamynd

Ármann Smári semur við Brann

Norska liðið Brann hefur komist að samkomulagi við Íslandsmeistara FH um kaup á varnarmanninum Ármanni Smára Björnssyni og því líklegt að hann spili sinn síðasta leik fyrir FH gegn Breiðablik um næstu helgi. Ármann hefur gert þriggja ára samning við Brann, en hann hefur spilað mjög vel fyrir Íslandsmeistarana í sumar.

Sport