Handbolti

Valsmenn ætla sér stóra hluti

Valsmenn ætla sér stóra hluti í öllum flokkum í vetur eins og venja er á þeim bænum
Valsmenn ætla sér stóra hluti í öllum flokkum í vetur eins og venja er á þeim bænum mynd/pjetur

Handknattleiksdeild Vals ætlar sér stóra hluti í karla- og kvennaflokki á næstu leiktíð og nú hefur félagið tilkynnt leikmannahópa sína í báðum flokkum fyrir veturinn. Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson hefur sem kunnugt er ákveðið að snúa aftur á Hlíðarenda og þá hefur félagið gert samning við hinn efnilega Ernir Hrafn Arnarson.

Valur tilkynnti í dag að félagið hefði náð samningi við 30 leikmenn í karla- og kvennaflokki og eru flestir samningarnir til eins eða tveggja ára. Kvennalið Vals náði góðum árangri á síðustu leiktíð og þar á bæ er stefnan sett hátt. Kvennaliðið missti landsliðsmarkvörðinn Berglindi Hansdóttur til Danmerkur, en í hennar stað er komin tékkneski markvörðurinn Pavla Skavronkova. Þá er Brynja Steinssen tekið fram skóna á nýjan leik eftir barnsburðarleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×