Innlendar

Fréttamynd

Öruggur sigur HK í Ásgarði

Lið Stjörnunnar í Garðabæ er enn án sigurs í DHL deild karla í handknattleik eftir að liðið steinlá á heimavelli fyrir HK í kvöld 28-23. Þetta var annar sigur HK í deildinni og tölfræði úr leiknum má lesa hér fyrir neðan.

Handbolti
Fréttamynd

Grótta lagði Íslandsmeistarana

Gróttustúlkur byrja leiktíðina vel í DHL deild kvenna í handbolta en þær lögðu sjálfa Íslandsmeistarana 26-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í kvöld. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með 7 mörk, Sandra Paegle skoraði 5 og Kristín Þórðardóttir skoraði 4 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Undanúrslitin hefjast annað kvöld

Í dag var haldinn blaðamannafundur vegna undanúrslitaleikjanna í karla- og kvennaflokki í fyrirtækjabikar KKÍ sem nefnist Powerade bikarinn að þessu sinni. Keppni þessi hefur verið árviss viðburður í tíu ár og ráðast úrslitin um næstu helgi í Laugardalshöllinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Hópurinn sem mætir Bandaríkjamönnum

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshóp sinn sem mætir sterku liði Bandaríkjanna í æfingaleik ytra á sunnudaginn og í hópnum er að finna einn nýliða, Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur úr Stjörnunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrír leikir í kvöld

Þrír leikir fara fram í DHL-deildinni í handbolta í kvöld, tveir í karlaflokki og þá verður leikur Gróttu og ÍBV í kvennaflokki spilaður klukkan 19 á Seltjarnarnesi eftir að leiknum var frestað í gær. Í karlaflokki mætast Stjarnan og HK í Ásgarði klukkan 19 og Fram tekur á móti Haukum í Framhúsinu klukkan 20.

Handbolti
Fréttamynd

Meiddist á æfingu hjá Norrköping

Knattspyrnumaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson hjá ÍA er nú á leið heim frá Svíþjóð þar sem hann var til reynslu hjá liði Norrköping. Hafþór meiddist á æfingunni og þarf um viku til að jafna sig, en honum hefur verið boðið að koma aftur út þegar hann nær sér og mun hann þá væntanlega einnig fara til Noregs og reyna sig hjá Aalesund.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór/KA heldur stöðu sinni í deildinni

Lið Þórs/KA frá Akureyri heldur stöðu sinni í Landsbankadeild kvenna en ÍR þarf að láta sætta sig við að vera áfram í 1. deildinni þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í efstu deild í umspili á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram skellti Haukum

Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handknattleik. Fram vann óvæntan útisigur á Haukum 21-20, Valur lagði Stjörnuna 22-20 í Laugardalshöll og FH lagði lið Akureyrar 21-18 fyrir norðan.

Handbolti
Fréttamynd

Ætlar ekki að láta nördana skora hjá sér

Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik Gróttu og ÍBV frestað

Leik Gróttu og ÍBV sem fara átti fram á Seltjarnarnesi nú klukkan 19 hefur verið frestað vegna ófærðar til og frá Vestmannaeyjum. Leikurinn verður þess í stað á dagskrá annað kvöld klukkan 19 ef veðurguðirnir lofa.

Handbolti
Fréttamynd

Lofar markaveislu annað kvöld

Logi Ólafsson segist verða milli steins og sleggju þegar hans menn mæta Íslandsmeisturum FH á Laugardalsvelli á morgun í kjölfar yfirlýsinga kollega hans Ólafs Jóhannessonar, þjálfara FH, á blaðamannafundi sem haldinn var í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þriðja umferðin hefst í kvöld

Í kvöld hefst þriðja umferð DHL-deildar kvenna í handknattleik með fjórum leikjum. Í Laugardalshöll mætast Valur og Stjarnan klukkan 20 og á sama tíma eigast við Haukar og Fram að Ásvöllum. Klukkan 19 eigast við Akureyri og FH í KA heimilinu fyrir norðan og Grótta mætir ÍBV á Seltjarnarnesi.

Handbolti
Fréttamynd

Samdi við Duisburg í Þýskalandi

Landsliðskonan og markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir skrifaði um helgina undir samning við þýska liðið Duisburg sem gildir til ársins 2008. Margrét Lára fór á kostum með liði Vals í Landsbankadeildinni í sumar og sló meðal annars markametið í deildinni með því að skora 34 mörk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR burstaði Grindavík

Það verða Njarðvíkingar, Keflvíkingar, Skallagrímsmenn og KR-ingar sem spila í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta eftir að þrjú síðastnefndu liðin tryggðu sér nokkuð örugga sigra í viðureignum sínum í átta liða úrslitunum í gær, sunnudag.

Körfubolti
Fréttamynd

Ólafur framlengir við Blika

Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að deildin hafi gert nýjan þriggja ára samning við Ólaf Kristjánsson þjálfara. Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannssyni í sumar og stýrði nýliðunum í fimmta sæti í deildinni eftir að það hafði verið í æsilegri fallbaráttu lengst af í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Njarðvíkingar í undanúrslit

Brenton Birmingham skorÍslandsmeistarar Njarðvíkur urðu í gærkvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta þegar liðið vann öruggan 20 stiga sigur á Hamri/Selfoss á heimavelli sínum 99-79.

Körfubolti
Fréttamynd

Ragna sigraði í Tékklandi

Ragna Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, vann í dag sigur á tékkneska meistaramótinu sem haldið var í Ostrava þar í landi. Ragna hafði verið í miklu stuði á mótinu en danskur andstæðingur hennar í úrslitum gaf leikinn í dag vegna meiðsla og því stóð Ragna uppi sem sigurvegari.

Sport
Fréttamynd

Auðunn Jónsson hlutskarpastur

Kópavogströllið Auðunn Jónsson varð stigahæsti keppandinn á Fógetamótinu svokallaða sem haldið var í húsakynnum B&L í dag, en þar var keppt í bekkpressu til minningar um Ólaf Sigurgeirsson, fyrrum formann Kraftlyftingasambands Íslands.

Sport
Fréttamynd

Haukar unnu grannaslaginn

Fjórir leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í dag. Haukastúlkur lögðu granna sína í FH nokkuð örugglega í Kaplakrika 29-22, Stjarnan valtaði yfir HK 39-21, Grótta lagði Fram á útivelli 26-23 og loks vann ÍBV góðan sigur á Val í Eyjum 30-26.

Handbolti
Fréttamynd

Keflvíkingar bikarmeistarar

Keflvíkingar eru bikarmeistarar árið 2006 eftir frækinn 2-0 sigur á KR-ingum á Laugardalsvelli í úrslitaleik. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Keflvíkinga í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir að KR-ingar hafi lagað leik sinn í þeim síðari, var sigur Keflvíkinga fyllilega verðskuldaður. Þetta er fjórði bikarmeistaratitill félagsins og annar á þremur árum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur lagði Akureyri

Fyrsta umferð DHL deildar karla í handbolta kláraðist í dag með tveimur leikjum. Valur vann sigur á liði Akureyrar 26-22 í Laugardalshöllinni og HK lagði Fylki örugglega 31-24 í Digranesi.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar í átta liða úrslitin

Haukar úr Hafnarfirði urðu í gærkvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Powerade bikarsins í körfubolta þegar liðið lagði ÍR 76-65 í Seljaskóla. Hreggviður Magnússon skoraði 19 stig fyrir ÍR og Rodney Blackstock setti 16, en Roni Leimu skoraði 22 stig fyrir Hauka og Kevin Smith setti 19 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Keflvíkingar yfir í hálfleik

Keflvíkingar hafa góða 2-0 forystu gegn KR þegar flautað hefur verið til leikhlés í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Keflvíkingar hafa ráðið ferðinni í fyrri hálfleik og verðskulda fyllilega forystu sína. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Suðurnesjamanna og komu þau bæði eftir hornspyrnur. KR-inga bíður því gríðarleg vinna í síðari hálfleiknum ef þeir ætla sér að ná einhverju út úr leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

2-0 fyrir Keflavík

Keflvíkingar eru komnir í 2-0 gegn KR-ingum í úrslitaleik Visa bikarsins á Laugardalsvelli og aftur kom mark eftir hornspyrnu. Að þessu sinni var það Baldur Sigurðsson sem skoraði og aðeins nokkrum augnablikum síðar fengu Keflvíkingar dauðafæri en náðu ekki að nýta sér það.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflvíkingar komnir yfir

Keflvíkingar hafa náð 1-0 forystu gegn KR-ingum í úrslitaleik Visa bikarsins á Laugardalsvelli. Það var Guðjón Antoníusson sem skoraði markið með skalla eftir að Kenneth Gustavsson hafði framlengt boltann inn á teiginn eftir hornspyrnu. Þar stóg Guðjón einn og yfirgefinn á markteignum og skallaði fram hjá Kristjáni Finnbogasyni. Keflvíkingar hafa ráðið ferðinni fyrstu 25 mínútur leiksins og verðskulda forystu sína.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflvíkingar byrja betur

Nú eru liðnar um 15 mínútur af úrslitaleik KR og Keflavíkur í Visa bikarnum í knattspyrnu. Staðan er enn jöfn 0-0, en það eru Keflvíkingar sem ráða ferðinni fyrstu mínúturnar og hafa verið mun líklegri til afreka en þeir röndóttu. Keflvíkingar pressa ofarlega á vellinum og reyna án afláts að sækja, á meðan Reykjavíkurliðið lætur sér nægja að sitja til baka.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍR mætir Haukum í kvöld

Í kvöld klukkan 19:15 kemur í ljós hvort það verða ÍR-ingar eða Haukar sem verða síðasta liðið til að tryggja sér sæti 8-liða úrslitunum í Powerade bikarnum í körfubolta, en keppnin hófst í gær með þremur leikjum. Keppt var með breyttu sniði í ár og aðeins tólf lið tóku þátt. Átta liða úrslitin í keppninni hefjast svo með látum á morgun þegar Njarðvíkingar taka á móti Hamri/Selfoss í Njarðvík klukkan 19:15.

Körfubolti
Fréttamynd

Frábær hringur hjá Heiðari

Heiðar Davíð Bragason fór á kostum á öðrum hringnum á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem haldið er á Ítalíu. Heiðar spilaði á 7 höggum undir pari á lokadeginum í dag, samtals 65 höggum. Heiðar er á meðal efstu manna á mótinu og fær því tækifæri til að spila á öðru stigi úrtökumótsins.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur úr leik í Kasakstan

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er úr leik á áskorendamótinu í golfi sem fram fer í Kasakstan eftir að hann lauk keppni á öðrum hringnum á samtals tveimur höggum yfir pari í dag. Birgir lék reyndar á pari í dag, en það nægði honum ekki til að komast í gegn um niðurskurðinn eftir slaka spilamennsku í gær.

Golf
Fréttamynd

Margrét Lára með fjögur mörk í stórsigri á Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið lauk keppni með stæl í undankeppni HM 2007 í kvöld þegar liðið rótburstaði Portúgala 6-0 ytra, þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir íslenska liðið og Katrín Jónsdóttir tvö. Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í riðli sínum á eftir Svíum og Tékkum en þegar var ljóst að liðið kæmist ekki á HM.

Íslenski boltinn