Innlendar

Fréttamynd

Reykspólað af stað í rallinu um helgina

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fer fram á laugardaginn. Keppnin fer fram á leiðinni um Djúpavatn og endar með að ekið verður í tvígang leiðina um Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.

Sport
Fréttamynd

Gullið er bónus

Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, varð heimsmeistari unglinga í bekkpressu.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmótinu í sundi lokið

Fínn árangur náðist á Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug um helgina. Alls féllu níu Íslandsmet og ellefu aldursflokkamet á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Drengjamet hjá Brynjólfi

Þriðji hluti Íslandsmeistaramótsins í 50 metra laug í sundi er nú í fullu fjöri og er fyrsta met dagsins fallið. Það var drengjamet hjá Brynjólfi Óla Karlssyni úr Breiðabliki í 50 metra baksundi en hann synti á tímanum 29,92 sekúndum. Gamla metið átti Kristinn Þórarinsson Fjölni en það var 30,95 sekúndur.

Sport
Fréttamynd

Arnhildur fékk brons á EM

Arnhildur Anna Árnadóttir gerði sér lítið fyrir og vann til bronsverðlauna í hnébeygju á EM unglinga í kraftlyftingum í St. Pétursborg í gær.

Sport
Fréttamynd

Tvöfalt hjá HK í blakinu

HK varð í dag tvöfaldur bikarmeistari í blaki. Karlalið HK vann öruggan 3-0 sigur á Þrótti í dag en fyrr um daginn hafði kvennalið félagsins unnið Aftureldingu.

Sport
Fréttamynd

HK bikarmeistari kvenna í blaki

HK tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í blaki kvenna. Liðið vann þá öruggan 3-1 sigur á Aftureldingu í úrslitaleik í Laugardalshöll.

Sport
Fréttamynd

HK og Afturelding mætast í úrslitum bikarsins

Það verða HK og Afturelding sem mætast í úrslitum í kvennaflokki í bikarkeppninni í blaki en undanúrslitin fóru fram í dag. HK lagði Þrótt Reykjavík, 3-0, og Afturelding skellti Þrótti Neskaupstað, 3-1.

Sport
Fréttamynd

Sex nýir í landsliðshópi FRÍ

Það fjölgar í landsliðshópi frjálsíþróttasambandsins en alls hafa sex frjálsíþróttamenn tryggt sér sæti í hópnum í vetur.

Sport
Fréttamynd

Greining á styrkleikum og veikleikum Gunnars

Eins og landsmönnum er kunnugt um mætir Gunnar Nelson aftur í búrið næstkomandi laugardag þegar hann berst við hinn rússneska Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Gunnars?

Sport
Fréttamynd

Ágúst og Kristinn bestu vallarstjórarnir

Gras er ekki bara gras og það vita íslenskir vallarstjórar best. Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna hafa nú annað árið í röð veitt verðlaun til vallarstjóra.

Sport
Fréttamynd

Ekki farin að finna fyrir neinu stressi

Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson verða fulltrúar Íslands á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem hefst í Sotsjí í Rússlandi hinn 7. mars næstkomandi. Bæði keppa í alpagreinum og ætla að gera sitt besta.

Sport